Tæplega 700 þúsund tonn án veiðigjalds

Gríðarlegt magn af loðnu verður líklega veitt á komandi vertíð …
Gríðarlegt magn af loðnu verður líklega veitt á komandi vertíð en engin gjöld verða greidd af þeim fiski sem landað er. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Hvorki verða innheimt veiðigjöld vegna loðnu sem veidd er á árinu 2021 né loðnu sem veidd er á næsta ári. Ástæðan er að viðmiðunarár álagningarinnar var loðnubrestur og engin loðna veidd.

Tæplega 700 þúsund tonnum af loðnu kann því að vera veidd án þess að útgerðarfélög greiði nokkuð í veiðigjöld. Þar af eru rúm 66 þúsund tonn sem veidd hafa verið í ár og þau 627 þúsund tonn af loðnu sem heimilt er að veiða á vertíðinni sem er nú að hefjast, en megnið af aflanum er veiddur eftir áramót.

Þetta kemur fram í svari Skattsins við fyrirspurn blaðamanns. Þar segir að það sé í verkahring ríkisskattstjóra að gera tillögu um fjárhæð veiðigjalds fyrir komandi ár til þess ráðherra sem fer með sjávarútvegsmál eigi síðar en 1. desember.

Engin veiði ekkert gjald

Fjallað var um í Morgunblaðinu á miðvikudag að ekkert veiðigjald yrði lagt á loðnu árið 2021 vegna þess að þorskígildisstuðullinn væri 0,00 en að hærri gjöld yrðu innheimt á næsta ári þar sem stuðulinn mun hækka í 0,36 á næsta ári. Rétt er að vekja athygli á að þessar forsendur ákvarðana veiðigjalds eru rangar og þvældist fyrir blaðamanni flókið fyrirkomulag veiðigjalda.

Meginefni fréttarinnar – að engin veiðigjöld hafa verið greidd á árinu vegna loðnu – er óbreytt.

Leiðrétting á þessu fékkst með ítarlegri skýringu frá Skattinum á útreikningi veiðigjalda sem byggir á upplýsingum úr ársreikningum útgerðarfyrirtækja. „Útgerðaraðilar og rekstraraðilar íslenskra fiskiskipa skila með skattframtali sérstakri greinargerð um tekjur og kostnað af veiðum fiskiskipa og úthaldi þeirra, sundurgreint á einstök fiskiskip. Útreikningur á veiðigjaldi er byggður á þessum greinargerðum, eftir atvikum með leiðréttingum ríkisskattstjóra. Útreikningur á veiðigjaldi fyrir árið 2022 byggir á greinargerðum sem fylgdu framtölum útgerðaraðila 2021 vegna rekstrarársins 2020.

Þar sem engin loðna var veidd á árinu 2020 er ekkert veiðigjald reiknað á loðnu fyrir árið 2022. Ekkert veiðigjald var heldur lagt á loðnu árið 2021 þar sem engin loðna veiddist árið 2019,“ segir í svari Skattsins.

Loðnuhrogn er eftirsótt afurð.
Loðnuhrogn er eftirsótt afurð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á hvert veitt kíló

Álagning veiðigjalda þegar varðar innheimtu er sett á hvert veitt kíló og tekur mið af afkomu greinarinnar af veiðunum sem áttu sér stað tveimur árum fyrr. Þannig er í tilfellum loðnu þar sem afkoman var engin vegna engra veiða er viðmiðunin engin. Hins vegar mun árið 2023 verið miðað við mikla afkomu veiðanna 2021 en þá voru markaðsaðstæður einstaklega góðar.

Nú þykir flest benda til ágætrar loðnuvertíðar 2023 en ef loðnubrestur yrði á ný yrðu engin veiðigjöld innheimt þar sem veiðigjöldin eru innheimt af hverju lönduðu kílói. Þannig gæti ríkissjóður orðið af tekjum af veiðigjaldi á þessum uppsjávarstofni. En kerfið skapar einnig áhættu fyrir útgerðina sem gæti staðið frammi fyrir lágu markaðsvirði loðnuafurða 2023 þegar veitt verður talsvert magn en sitja uppi með veiðigjald sem tekur mið af háu markaðsverði þegar mun minna var veitt árið 2021. Við slíkar aðstæður yrðu tekjur ríkissjóðs mun meiri en ef álagningin myndi miða við það magn sem veitt var árið sem er til viðmiðunar.

Fimm skref

Fram kemur í svari Skattsins að fimm skref eru við útreikning á álagningu veiðigjalds. „Fyrst skal reikna fyrir hvert fiskiskip og afkoma af veiðum á nytjastofnum hjá skipinu fundin út. Frá aflaverðmæti hvers nytjastofns sem skip veiddi skal draga hlutdeild stofnsins í breytilegum og föstum kostnaði skipsins við veiðiúthald.“

„Síðan er lögð saman afkoma allra skipa sem veiddu nytjastofninn. Í þá samtölu er deilt með öllu aflamagni hjá öllum skipum sem hann veiddu. Veiðigjaldið nemur síðan 33% af þannig ákvörðuðum reiknistofni. Ekki er því byggt á þorskígildisstuðlum við útreikning á veiðigjaldi.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.23 516,13 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.23 465,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.23 273,42 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.23 241,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.9.23 85,00 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.23 292,22 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.9.23 241,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.23 242,20 kr/kg
Litli karfi 19.9.23 9,10 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.23 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 1.834 kg
Ýsa 982 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 2.823 kg
20.9.23 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 5.136 kg
Steinbítur 11 kg
Þorskur 8 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 5.160 kg
20.9.23 Kristinn HU 812 Línutrekt
Ýsa 7.111 kg
Þorskur 1.827 kg
Steinbítur 31 kg
Hlýri 31 kg
Samtals 9.000 kg
20.9.23 Bíldsey SH 65 Lína
Þorskur 4.359 kg
Ýsa 2.586 kg
Steinbítur 6 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.954 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.23 516,13 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.23 465,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.23 273,42 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.23 241,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.9.23 85,00 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.23 292,22 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.9.23 241,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.23 242,20 kr/kg
Litli karfi 19.9.23 9,10 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.23 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 1.834 kg
Ýsa 982 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 2.823 kg
20.9.23 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 5.136 kg
Steinbítur 11 kg
Þorskur 8 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 5.160 kg
20.9.23 Kristinn HU 812 Línutrekt
Ýsa 7.111 kg
Þorskur 1.827 kg
Steinbítur 31 kg
Hlýri 31 kg
Samtals 9.000 kg
20.9.23 Bíldsey SH 65 Lína
Þorskur 4.359 kg
Ýsa 2.586 kg
Steinbítur 6 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.954 kg

Skoða allar landanir »