Uppskriftin leyndarmál en bragðið sagt einstakt

Það er ljóst að styttist í jólin þegar starfsmenn Síldarvinnslunnar …
Það er ljóst að styttist í jólin þegar starfsmenn Síldarvinnslunnar byrja að setja hana ásamt öðru góðgæti í föturnar. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Smári Geirsson

Jólaandinn ríkti í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í dag. Þar unnu starfsmenn hörðum höndum við að koma jólasíldinni í fötur, íklædd viðeigandi húfur og við dynjandi jólatónlist.

Jólasíld fyrirtækisins er er fyrir marga ómissandi á jólunum að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar. „Til eru þeir sem segja að eitt helsta tilhlökkunarefni ársins sé að fá að bragða á þessari eðalsíld.“

Fram kemur að síldin er framleidd eftir ströngum reglum og stýrir Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri framleiðslunni. Hann hefur töluverða reynslu á þessu sviði og hefur komið að framleiðslu jólasíldarinnar í 35 ár.

Unnið var hörðum höndum.
Unnið var hörðum höndum. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Smári Geirsson

Mörgu þarf að huga að við gerð jólasíldar að sögn Jóns Gunnars. „Eitt það mikilvægasta er að fá góða síld til framleiðslunnar. Við veljum algjöra eðalsíld sem er nýveidd og eins fersk og unnt er að hugsa sér. Reyndar er öll síld sem við fáum til vinnslu í hæsta gæðaflokki en sú síld sem verkuð er sem jólasíld er einstaklega góð.“

„Verkunin á jólasíldinni hefst um miðjan september. Þá er flakað og brytjað og síðan eru bitarnir settir í tunnur. Í tunnunum liggur hún í edikslegi í mánuð. Þá er hún sett í fötur og fer ýmislegt með í föturnar sem gerir bragðið einstakt. Uppskriftin að jólasíldinni okkar er leyndarmál en ótrúlega margir sem hafa bragðað hana segja að þetta sé besta síld í heimi. Það er afskaplega skemmtilegt verkefni að vinna að framleiðslu jólasíldarinnar og heilmikil stemmning í kringum það. Núna hefur þetta verið svolítið erfitt vegna þess að það hefur svo mikið verið að gera við hefðbundin störf í fiskiðjuverinu. Um þessar mundir veiðist íslenska sumargotssíldin og þá er framleiðsla á fullu hjá okkur. Það kom núna smáhlé og þá var tækifærið gripið og unnið í jólasíldinni,“ segir Jón Gunnar.

Fyrir starfsmenn og sjúkrahúsið

Úrvalssíldin sem starfsmenn Síldarvinnslunnar er aðeins fyrir útvalda og er hún framleidd fyrirstarfsmenn fyrirtækisins og þá sem tengjast fyrirtækinu. Hosurnar, líknarfélag starfsmanna Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, fær einnig síld sem seld verður til styrktar sjúkrahúsinu.

Síldarvinnslan er hreykin af síldinni og kveðst hafa fengið ein bestu meðmæli frá dönskum síldarunendum. „Fyrir síðustu jól var starfsmönnum Karstensens skipasmíðastöðvarinnar í Skagen í Danmörku send jólasíld frá Síldarvinnslunni en þeir unnu þá að smíði Barkar NK. Eins og allir vita eru Danir þekktir fyrir sína síldarneyslu og fékk jólasíldin hæstu einkunn hjá þeim. Það eru meðmæli sem mark er takandi á.“

Starfsfólkið var ánægt með afraksturinn.
Starfsfólkið var ánægt með afraksturinn. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Smári Geirsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.5.22 425,37 kr/kg
Þorskur, slægður 16.5.22 558,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.5.22 428,28 kr/kg
Ýsa, slægð 16.5.22 417,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.5.22 222,80 kr/kg
Ufsi, slægður 16.5.22 267,18 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.22 152,00 kr/kg
Gullkarfi 16.5.22 181,53 kr/kg
Litli karfi 12.5.22 15,90 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.4.22 48,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.5.22 Día HF-014 Handfæri
Þorskur 469 kg
Ufsi 49 kg
Gullkarfi 6 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 527 kg
16.5.22 Svanur HF-020 Handfæri
Þorskur 344 kg
Ufsi 76 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 421 kg
16.5.22 Siggi Gísla EA-255 Handfæri
Þorskur 603 kg
Ufsi 41 kg
Steinbítur 4 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 651 kg
16.5.22 Glaumur NS-101 Handfæri
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.5.22 425,37 kr/kg
Þorskur, slægður 16.5.22 558,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.5.22 428,28 kr/kg
Ýsa, slægð 16.5.22 417,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.5.22 222,80 kr/kg
Ufsi, slægður 16.5.22 267,18 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.22 152,00 kr/kg
Gullkarfi 16.5.22 181,53 kr/kg
Litli karfi 12.5.22 15,90 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.4.22 48,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.5.22 Día HF-014 Handfæri
Þorskur 469 kg
Ufsi 49 kg
Gullkarfi 6 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 527 kg
16.5.22 Svanur HF-020 Handfæri
Þorskur 344 kg
Ufsi 76 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 421 kg
16.5.22 Siggi Gísla EA-255 Handfæri
Þorskur 603 kg
Ufsi 41 kg
Steinbítur 4 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 651 kg
16.5.22 Glaumur NS-101 Handfæri
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg

Skoða allar landanir »