Dregur úr möguleika á vinnslu á Flateyri

Smá ís er enn settur í kassana, að ósk kaupanda, …
Smá ís er enn settur í kassana, að ósk kaupanda, í sláturhúsi Arnarlax. Búið er að kæla fiskinn með ofurkælingu svo óþarft er að ísa mikið. mbl.is/Helgi Bjarnason

Þótt stóru laxeldisfyrirtækin á Vestfjörðum hafi ekki gefið út hvar þau hyggjast byggja upp sameiginlegt laxasláturhús og vinnslu virðast öll vötn falla til Patreksfjarðar í því efni. Fyrir hefur legið að fyrirtækin töldu Flateyri og Patreksfjörð helst koma til greina en áhætta við uppbyggingu á Flateyri dregur úr möguleikum þess staðar vegna andstöðu eiganda að húsnæði sem liggur að fasteignum Arctic Fish á staðnum.

Arnarlax rekur sláturhús og vinnslu á Bíldudal og slátrar einnig fyrir hitt stóra laxeldisfyrirtækið, Arctic Fish. Vegna aukins eldis er sláturhúsið að verða of lítið og hafa fyrirtækin stefnt að því að byggja saman aðstöðu til slátrunar. Þótt ríkið og Vesturbyggð séu að fjárfesta verulega í hafnarmannvirkjum og landfyllingu á Bíldudal, meðal annars með stækkun laxasláturhúss í huga, virðast fyrirtækin ekki telja þá staðsetningu hentuga.

Knýjandi þörf á stækkun

Sláturhúsið á Bíldudal er rekið á fullum afköstum og dugar ekki til. Þannig þurfti Arctic Fish að fá erlent sláturskip til að létta á kvíum sínum í Dýrafirði vegna góðs árangurs í eldinu og til þess að lífmassi þar færi ekki yfir það sem leyfi heimila.

Fyrirtækin fengu vind í seglin þegar hlutabréf móðurfélaga þeirra voru skráð í kauphöllinni í Ósló og mikil eftirspurn var eftir nýjum hlutum. Þau lýstu bæði yfir að þau myndu nota viðbótarfjármagn til að styrkja innviði, meðal annars vinnslu.

Arnarlax og Arctic Fish gengu sameiginlega til vinnu við staðarval enda mikil samlegðaráhrif í rekstrinum og virtist Flateyri líta einna best út. Þar á Arctic Fish land og fasteignir sem til stóð að rífa til að rýma fyrir uppbyggingu sláturhúss. Fyrirtækið ÍS 47 ehf. sem hyggst efla starfsemi sína í firðinum á húseign sem liggur að eignum Arctic Fish og þyrfti einnig að víkja. ÍS 47 og meirihlutaeigandi þess, Íslensk verðbréf, leggjast eindregið gegn áformum um uppbyggingu laxasláturhúss á staðnum með þeim rökum að slíkur rekstur og tilheyrandi umsvif myndi ógna hagsmunum og framtíðaráformum þeirra um eldið.

Þótt húsið sé víkjandi samkvæmt skipulagi getur Ísafjarðarbær ekki tryggt nægjanlegt athafnarými fyrir laxasláturhúsið, að sögn Birgis Gunnarssonar bæjarstjóra. Hann segir að enn sé verið að reyna að vinna í málinu enda dapurlegt ef mikilvæg atvinnuuppbygging strandar á þessu.

Mikil fjárfesting

Ljóst er að þörf fyrir aukna slátrun ýtir á stjórnendur laxeldisfyrirtækjanna að taka sem fyrst ákvarðanir um staðsetningu sameiginlegs laxasláturhúss til þess að hægt sé að hefja fyrir alvöru undirbúning að byggingu aðstöðunnar. Framkvæmdir þyrftu að hefjast á næsta ári, helst í vor. Forstjórar fyrirtækjanna veita engar upplýsingar um málið á þessari stundu.

Mikil fjárfesting er í laxasláturhúsi. Bygging aðstöðu til að slátra 40 til 50 þúsund tonnum af laxi á ári gæti kostað 5-6 milljarða króna og þyrfti um 100 starfsmenn þegar vinnslan verður komin í full afköst.

Birgir Gunnarsson segir mikilvægt að laxasláturhús verði byggt á Vestfjörðum en vinnslan ekki leyst á annan hátt. Þannig haldist þjónusta við vaxandi atvinnugrein innan fjórðungsins. Mörg afleidd störf myndu skapast. Það yrði mikil innspýting fyrir atvinnulífið.

Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Eiga góða lóð á Vatneyri

Verði ákveðið að reisa nýtt laxasláturhús á Patreksfirði stendur fyrirtækjunum til boða lóð á Vatneyri þar sem stendur gamalt hús sem ýmist er kennt við Kaldbak eða Straumnes. Sveitarfélagið á húsið og hefur því öll réttindi í sinni hendi. Þá eru áform um að byggja stórskipakant á því svæði hafnarinnar. Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að beðið sé niðurstöðu í staðarvali laxeldisfyrirtækjanna.

Uppbygging sláturhúss á Patreksfirði myndi hafa mikil áhrif þar en Rebekka minnir á að það myndi einnig hafa neikvæð áhrif á Bíldudal þar sem slátrunin fer fram nú. Sömu sögu væri að segja ef slátrunin færi annað. Hún segir að unnið sé að viðauka við innviðagreiningu til að hægt sé að átta sig á stöðunni á Bíldudal, ekki síst hvaða möguleikar séu á að nýta þær framkvæmdir sem unnið er að í höfninni og landfyllingu.

Rebekka Hilmarsdóttir.
Rebekka Hilmarsdóttir. mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.11.21 424,65 kr/kg
Þorskur, slægður 29.11.21 485,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.11.21 370,32 kr/kg
Ýsa, slægð 29.11.21 376,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.11.21 227,47 kr/kg
Ufsi, slægður 29.11.21 276,77 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 29.11.21 214,67 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 28.11.21 307,13 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.11.21 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 337 kg
Gullkarfi 21 kg
Langa 11 kg
Steinbítur 9 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 386 kg
29.11.21 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.134 kg
Ýsa 414 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.554 kg
29.11.21 Fjóla SH-007 Plógur
Kúfiskur kúskel 1.440 kg
Samtals 1.440 kg
29.11.21 Emilía AK-057 Gildra
Grjótkrabbi / klettakrabbi 1.122 kg
Samtals 1.122 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.11.21 424,65 kr/kg
Þorskur, slægður 29.11.21 485,30 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.11.21 370,32 kr/kg
Ýsa, slægð 29.11.21 376,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.11.21 227,47 kr/kg
Ufsi, slægður 29.11.21 276,77 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 29.11.21 214,67 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 28.11.21 307,13 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.11.21 Hafrafell SU-065 Lína
Keila 337 kg
Gullkarfi 21 kg
Langa 11 kg
Steinbítur 9 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 386 kg
29.11.21 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.134 kg
Ýsa 414 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.554 kg
29.11.21 Fjóla SH-007 Plógur
Kúfiskur kúskel 1.440 kg
Samtals 1.440 kg
29.11.21 Emilía AK-057 Gildra
Grjótkrabbi / klettakrabbi 1.122 kg
Samtals 1.122 kg

Skoða allar landanir »