Verðandi ráðherra taki á markaðsbrestum

Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda, segir mikilvægt að …
Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda, segir mikilvægt að verðandi ráðherra sjávarútvegsmála taki á fákeppni, skorti á nýliðun og innri undirverðlagningu. mbl.is/Hari

„Það er í eignarhaldinu á veiðiheimildunum sem markaðsbrestirnir hafa alvarlegustu áhrifin, ekki í fiskveiðistjórnuninni eða eftirlitinu. Þeir sem reyna að blanda þessu tvennu saman í umræðunni eru einungis að reyna að drepa málum á dreif,“ skrifar Arnar Borgar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og –útflytjenda, í opnu bréfi til næsta ráðherra sjávarútvegsmála.

Í bréfinu, sem birt var í Morgunblaðinu um helgina undir fyrirsögninni „hvatning til verðandi ráðherra“, telur Arnar upp markaðsbresti sem hann telur vera í íslenskum sjávarútvegi og nefnir fákeppni og lóðrétta samþættingu. Þá séu afleiðingar þessa; skortur á nýliðun, erfið innganga og „óeðlileg innri undirverðlagning“.

„Að mínu viti þarf að láta af einhliða umræðu um hvort kerfið sé gott eða slæmt. Hætta að ræða um rétta fjárhæð afnotagjalds. Rétta leiðin til framþróunar er að mínu viti að skipta kerfinu niður í hluta og greina hvern fyrir sig,“ skrifar hann.

Arnar telur ljóst að afkoma sjávarútvegsins muni „batna stórkostlega“ ef næsta ráðherra sjávarútvegsmála takist að jafna samkeppnisstöðu fyrirtækja og verja kerfið markaðsbrestunum.

Nýta afla næst veiðisvæði

Í grein sinni vekur Arnar athygli á því að útflutningur á óunnum fiski hefur aukist á undanförnum árum, en að mikilvægt sé að snúa þeirri þróun við. „Má áætla að nálægt 2.000 gámaeiningum mætti fækka í útflutningi frá landinu ef aflinn væri unninn hér eða álíka margar gámaeiningar og stærstu skip Eimskip flytja í viku hverri. Með aukinni innanlandsframleiðslu mætti minnka verulega flutningsþörfina milli landa með tilheyrandi áhrifum á kolefnissporið.“

„Hlýtur að koma að því að horft verði til þessa með auknu vægi á móti því viðskiptafrelsi sem valdið hefur flutningi hráefnis milli landa. Við Íslendingar þurfum og að horfa til þess að nýta afla sem næst veiðisvæði í stað flutninga á fiski landshluta á milli,“ segir hann.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.10.23 496,06 kr/kg
Þorskur, slægður 1.10.23 556,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.10.23 281,78 kr/kg
Ýsa, slægð 1.10.23 258,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.10.23 262,31 kr/kg
Ufsi, slægður 1.10.23 282,47 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 1.10.23 286,99 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.10.23 213,08 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.9.23 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 8.370 kg
Langa 1.244 kg
Ýsa 608 kg
Keila 388 kg
Ufsi 364 kg
Steinbítur 17 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 10.996 kg
30.9.23 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 5.559 kg
Langa 2.476 kg
Ýsa 1.953 kg
Keila 47 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 10.055 kg
30.9.23 Áki Í Brekku Handfæri
Þorskur 1.125 kg
Ufsi 223 kg
Samtals 1.348 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.10.23 496,06 kr/kg
Þorskur, slægður 1.10.23 556,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.10.23 281,78 kr/kg
Ýsa, slægð 1.10.23 258,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.10.23 262,31 kr/kg
Ufsi, slægður 1.10.23 282,47 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 1.10.23 286,99 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.10.23 213,08 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.9.23 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 8.370 kg
Langa 1.244 kg
Ýsa 608 kg
Keila 388 kg
Ufsi 364 kg
Steinbítur 17 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 10.996 kg
30.9.23 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 5.559 kg
Langa 2.476 kg
Ýsa 1.953 kg
Keila 47 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 10.055 kg
30.9.23 Áki Í Brekku Handfæri
Þorskur 1.125 kg
Ufsi 223 kg
Samtals 1.348 kg

Skoða allar landanir »