Gjald á laxeldi í sjókvíum þrefaldast um áramót

Tekjur vegna laxeldis í sjókvóum hefur hækkað ört og munu …
Tekjur vegna laxeldis í sjókvóum hefur hækkað ört og munu tekjur ríkissjóðs vegna gjaldsins hækka um 200% á næsta ári. mbl.is/Þorgeir

Gjöld vegna laxeldis í sjó hækka um tæp 199% um áramótin. Þá fer gjald á hvert kíló af slátruðum laxi úr 3,99 krónum í 11,92 krónur á kíló. Miðað við útflutningstölur stefnir í nýtt met í útfluttum eldislaxi og gæti útflutt magn endað í rúmlega 33 þúsund tonnum. Miðað við 3,99 króna gjald er laxeldið hugsanlega að skila 132 milljónum í Fiskeldissjóð vegna slátraðs magns 2021. Þessi upphæð gæti hins vegar farið að nálgast hálfan milljarð króna ef hægt er að gera ráð fyrir að slátrað magn aukist í takti við aukningu í útsetningu seiða.

mbl.is

Árið 2019 samþykkti Alþingi lög um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð. Samkvæmt lögunum er gjald vegna laxeldis 3,5% þegar verð er 4,8 evrur á kílógramm eða hærra, 2% þegar verð er 4,3 evrur á kílógramm eða hærra en þó lægra en 4,8 evrur á kílógramm og 0,5% þegar verð er lægra en 4,3 evrur á kílógramm. Gjaldheimtan tekur hins vegar ekki að fullu gildi fyrr en 2026 þar sem innleiðingunni á innheimtunni var dreift á sjö ár og var álagningin aðeins einn sjöundi af reiknistofni árið 2020 en tveir sjöundu á þessu ári.

Álagningin verður þrír sjöundu af reiknistofni á næsta ári og hefur Fiskistofa tilkynnt að hún muni nema 11,92 krónum á hvert kíló af slátruðum laxi en 5,96 krónum á hvert kíló af slátruðum regnbogasilungi og er það einnig gjald sem varðar ófrjóan lax og lax sem er alinn í sjó með lokuðum eldisbúnaði.

Nýjungar

Hingað til hefur þó ekki verið stundað eldi á ófrjóum laxi á Íslandi og voru fyrstu ófrjóu laxaseiðin sett í sjókvíar 16. október. Þetta staðfestir Gísli Jónsson, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, í tölvupósti til blaðamanns. Hann segir seiðin hafa verið frá fyrirtækinu Rifósi hf. á Kópaskeri og sett í tvær sjókvíar Fiskeldis Austfjarða við Svarthamarsvík í Berufirði. „Þessum fiski verður svo ekki slátrað fyrr en í lok árs 2023. Alls voru þetta um 170.000 seiði (170 g). Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig þessi lax spjarar sig í áframeldinu í samanburði við þann frjóa.“

En ófrjói laxinn er ekki eina nýjungin þar sem fyrstu lífrænu laxaseiðin sem sett hafa verið í sjókvíar til áframeldis hér við land voru flutt í sjó frá Kópaskeri í sjókví við Svarthamarsvík í Berufirði 30. október. „Þessum fiski verður einnig slátrað í lok árs 2023. Alls voru þetta um 140.000 seiði (85 g).“

Vöxtur

Ekki hefur farið fram hjá mörgum sá mikli vöxtur sem orðið hefur í fiskeldinu hér á landi á undanförnum árum og gera uppfærðar áætlanir Matvælastofnunar ráð fyrir að þær 9,3 milljónir seiða sem sett voru í sjókvíar 2018 skili um 43.500 tonnum af sláturlaxi á þessu ári. Á næsta ári verða þau 10,8 milljónir seiða sem sett voru í kvíar 2022 að um 50 þúsund tonnum af sláturlaxi. Má því gera ráð fyrir að tekjur af gjaldi vegna sjókvíaeldi aukist.

Þá er gert ráð fyrir að sama magn verði klárt til slátrunar 2023 en þá munu tekjur vegna gjaldsins áfram hækka þar sem álagning verður orðin fjórir sjöunduhlutar af reiknistofni. Árið 2024 verða síðan seiði sem voru útsett 2022 að sláturlaxi, alls 55 þúsund tonnum. Það ár verður gjaldið orðið fimm sjöundu af reiknistofni samhliða framleiðsluaukningu og spurning hvort gjaldtakan af sjókvíaeldi þá verði komin nærri milljarði króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »