„Getur verið hauga helvítis sjór“

Eftir að fiskaðist illa leitaði Björgvin EA á Dohrnbanka og …
Eftir að fiskaðist illa leitaði Björgvin EA á Dohrnbanka og varð þá mikill viðsnúningur í gangi veiðanna. Ljósmynd/Samherji

Veiðar hafa gengið vel á Dorhnbanka að undanförnu og nokkuð óvænt er að þar hafi fengist stór og vænn þorskur þar sem langt er síðan togarar veiddu á svæðinu sem aðallega hefur verið þekkt fyrir að vera rækjumið.

Á vef Samherja er sagt frá því að ákveðið var að senda Björgvin EA á Dorhnbanka þegar illa fiskaðist í síðasta mánuði. Þar náði áhöfnin stæðilegum þorski og fóru fréttir af góðu fiskiríi sem eldur um sinu. Ekki leið langur tími þar til fjöldi togara voru mættir á svæðið.

Ásgeir Pálsson, skipstjóri á Björgvin, segir í færslu á vef útgerðarinnar að fjöldi íslenskra togara verið á veiðum á miðunum sem eru við miðlínuna milli Grænlands og Íslands, rúmlega hundrað sjómílur vestur af Látrabjargi.

Björgvin EA landaði fullfermi í Grundarfirði.
Björgvin EA landaði fullfermi í Grundarfirði. Ljósmynd/Samherji

Fimmtán klukkutíma stím

Björgvin landaði fullfermi í Grundarfirði eftir fimmtán klukkutíma stím af miðunum. Aflanum er síðan ekið til vinnslu á Akureyri og á Dalvík. „Það hafa fleiri skip frá Samherja og ÚA verið á þessum slóðum og veitt vel, þannig að landvinnslan hefur úr nógu að moða þessa dagana, enda veitir ekkert af eftir tregt fiskirí á undanförnum vikum,“ er haft eftir Ásgeiri.

„Þetta var annar túrinn okkar. Sá fyrri gekk vel, við vorum- tvo og hálfan sólarhring að fylla skipið og í þessum túr tók svipaðan tíma að fylla. Þetta er stór þorskur og greinilega vel haldinn, lifrin er stór. Meðalvigtin hjá okkur var 6,2 kíló og í nokkrum holum allt að sjö kílóum. Mest tókum við 18 tonn en reyndum að hafa á bilinu 10 til 12 tonn í holi til þess að afurðirnar verði sem bestar og verðmætastar. Það er ekki nóg að fiska sem mest, gæðin skipa mestu og þar með aflaverðmætið,“ segir hann

Allra veðra von

Uppi vangaveltur um það hvort á þessu svæði sem veitt er á sé að fást Grænlandsþorskur kemur úr grænlenskri lögsögu til Breiðafjarðar til hrygningar, en það er ekki vitað að sögn skipstjórans.

„Já, þarna er allra veðra von, það getur verið hauga helvítis sjór í norð-austan áttinni. Öldurnar eru ansi krappar og stutt á milli þeirra enda er straumurinn þungur. Annars hefur veðrið verið ágætt á okkur í þessum tveimur túrum, fyrir utan fyrsta sólarhringinn en þarna er líka hafís sem getur verið varasamur,“ segir Ásgeir.

Það fiskaðist vel.
Það fiskaðist vel. Ljósmynd/Samherji
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.1.22 370,11 kr/kg
Þorskur, slægður 16.1.22 473,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.1.22 459,46 kr/kg
Ýsa, slægð 16.1.22 399,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.1.22 195,99 kr/kg
Ufsi, slægður 16.1.22 258,81 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 16.1.22 386,72 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.1.22 12,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.22 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Steinbítur 361 kg
Ýsa 269 kg
Þorskur 208 kg
Hlýri 25 kg
Samtals 863 kg
16.1.22 Otur Iii ÍS-033 Lína
Steinbítur 476 kg
Þorskur 420 kg
Ýsa 21 kg
Hlýri 12 kg
Samtals 929 kg
16.1.22 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 8.232 kg
Ýsa 2.762 kg
Steinbítur 534 kg
Langa 22 kg
Keila 17 kg
Samtals 11.567 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.1.22 370,11 kr/kg
Þorskur, slægður 16.1.22 473,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.1.22 459,46 kr/kg
Ýsa, slægð 16.1.22 399,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.1.22 195,99 kr/kg
Ufsi, slægður 16.1.22 258,81 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 16.1.22 386,72 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.1.22 12,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.22 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Steinbítur 361 kg
Ýsa 269 kg
Þorskur 208 kg
Hlýri 25 kg
Samtals 863 kg
16.1.22 Otur Iii ÍS-033 Lína
Steinbítur 476 kg
Þorskur 420 kg
Ýsa 21 kg
Hlýri 12 kg
Samtals 929 kg
16.1.22 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 8.232 kg
Ýsa 2.762 kg
Steinbítur 534 kg
Langa 22 kg
Keila 17 kg
Samtals 11.567 kg

Skoða allar landanir »