Náðu 70 tonnum á tveimur sólarhringum

Gullver kom til hafnar á Seyðisfirði í morgun með 70 …
Gullver kom til hafnar á Seyðisfirði í morgun með 70 tonn. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Veiðin hefur gengið vel hjá fleiri togurum Sídarvinnslunnar að undanförnu og landaði ísfisktogarinn Bergey VE 65 tonnum í Neskaupstað í gær og Gullver NS 70 tonnum á Seyðisfirði í morgun, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.

Sóttu bæði skipin afla á Glettinganesflaki en margir togarar hafa verið á Dohrnbanka þar sem veiðist vel.

Fyrr í dag var greint frá því að Björgvin EA hefði leitað á Dohrnbanka í kjölfar slakrar veiði á hefðbundnum miðum. Þegar fréttist af góðri veiði Björgvins fjölgaði togurum mikið og hafa þeir flestir fiskað vel. Það er eftirtektarvert þar sem árabil er frá því að sótt hefur verið í þorsk á þessum slóðum sem lengi hafa verið þekkt rækjumið.

Steinþór Hálfdanarson, skipstjóri á Gullver, segir að áhöfnin hafi einungis verið rúma tvo sólarhringa á veiðum í túrnum. „Aflinn hjá okkur var rúm 70 tonn og segja má að þetta sé allt þorskur. Þetta er fínn fiskur. Við tókum þetta allt á Glettinganesflakinu en þar hefur verið töluvert af fiski á ferðinni að undanförnu þó dálítið hafi dregið úr veiðinni undir lokin.“

„Síðustu þrír róðrar hafa verið fínir og hafa einkennst af góðri veiði og tekið stuttan tíma. Það hafa fá skip verið á þessum slóðum því togaraflotinn er víst að mestu vestur á Dohrnbanka þar sem hefur verið hörkufiskirí. Í þessum túr voru bara fjögur skip að veiða þarna á Glettinganesflakinu. Nú ætlar áhöfnin að slappa svolítið af og það er jólahlaðborð á dagskránni í kvöld.“

Steinþór Hálfdanarson skipstjóri.
Steinþór Hálfdanarson skipstjóri. Ljósmynd/Guðjón B. Magnússon

Bergey VE landaði í gær eftir stuttan túr og hélt til veiða nánast strax að löndun lokinniog var skipið að veiðum á Tangaflakinu í blíðu í morgun og þar var reitingsafli. „Við fengum aflann í síðasta túr á Glettinganesflakinu og þar var bara fín veiði. Aflinn var mest þorskur og síðan dálítil ýsa. Þetta var góður fiskur sem þarna fékkst og allt gekk bara eins og í sögu,“ er haft eftir Jóni Valgeirssyni, skipstjóra á Bergeyju, á vef Síldarvinnslunnar.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.22 409,36 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.22 379,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.22 460,91 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.22 469,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.22 213,01 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.22 255,45 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.22 396,61 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.1.22 149,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.1.22 Særún EA-251 Þorskfisknet
Þorskur 520 kg
Skarkoli 27 kg
Grásleppa 22 kg
Langa 18 kg
Ýsa 13 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 602 kg
19.1.22 Bergey VE-144 Botnvarpa
Ýsa 24.355 kg
Þorskur 21.626 kg
Lýsa 15.396 kg
Gullkarfi 5.931 kg
Ufsi 860 kg
Samtals 68.168 kg
19.1.22 Siggi Bjartar ÍS-050 Landbeitt lína
Þorskur 1.228 kg
Ýsa 195 kg
Steinbítur 117 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 1.541 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.22 409,36 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.22 379,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.22 460,91 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.22 469,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.22 213,01 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.22 255,45 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.22 396,61 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.1.22 149,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.1.22 Særún EA-251 Þorskfisknet
Þorskur 520 kg
Skarkoli 27 kg
Grásleppa 22 kg
Langa 18 kg
Ýsa 13 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 602 kg
19.1.22 Bergey VE-144 Botnvarpa
Ýsa 24.355 kg
Þorskur 21.626 kg
Lýsa 15.396 kg
Gullkarfi 5.931 kg
Ufsi 860 kg
Samtals 68.168 kg
19.1.22 Siggi Bjartar ÍS-050 Landbeitt lína
Þorskur 1.228 kg
Ýsa 195 kg
Steinbítur 117 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 1.541 kg

Skoða allar landanir »