„Ég mun sakna heilbrigðismálanna“

Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, segir mörg mikilvæg verkefni bíða hennar í embætti og að mörg sóknarfæri séu í þeim málaflokkum sem hún fer nú með. Svandís viðurkennir þó að hún eigi eftir að sakna heilbrigðismálanna.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegu viðtali í 200 mílum, sérblaði um sjávarútveg, sem fylgir Morgunblaðinu í dag.

„Það var náttúrlega mikil breyting við þessa nýju ríkisstjórn og margir ráðherrar sem breyttu um verkefni. Í mínu tilviki er þetta mjög mikil breyting, en um leið hangir þetta allt saman þegar öllu er á botninn hvolft,“ svarar Svandís spurð hvernig sé að taka við embættinu.

„Heilbrigðismálin eru málaflokkur sem er aðkallandi á öllum tímum og það eru alltaf brýn verkefni á borði heilbrigðisráðherra. Það er alveg sama hvenær það er og hver ráðherrann er, en þegar Covid bætist þar ofan á og allar þær ákvarðanir sem hefur þurft að taka – oft mjög hratt, oft þótt það væri helgi, jól eða hásumar – þá gildir að ráðfæra sig við okkar besta fólk og byggja á samstöðu bæði hjá stjórnvöldum og ekki síður hjá samfélaginu öllu. Þarna hefur verið mjög sterk tilfinning fyrir verkefninu öllu og það hefur verið gæfa okkar að hafa mjög öflugt fólk í öllum stöðum í þessari glímu. Mér fannst ekkert auðvelt að sleppa þessum málaflokki, en Willum [Þór Þórsson] er maður sem ég treysti mjög vel til að halda á þessu kefli,“ segir hún.

Svandís ræðir einnig um fiskeldismál, græn umskipti og stjórnmálalega nálgun sína svo eitthvað sé nefnt. Viðtalið má finna hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.5.22 370,73 kr/kg
Þorskur, slægður 25.5.22 461,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.5.22 451,56 kr/kg
Ýsa, slægð 25.5.22 359,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.5.22 208,00 kr/kg
Ufsi, slægður 25.5.22 195,41 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.22 152,00 kr/kg
Gullkarfi 25.5.22 352,64 kr/kg
Litli karfi 24.5.22 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.4.22 48,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.5.22 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 293 kg
Keila 88 kg
Gullkarfi 35 kg
Grálúða 21 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 441 kg
25.5.22 Bára HF-078 Handfæri
Þorskur 375 kg
Samtals 375 kg
25.5.22 Erla AK-052 Handfæri
Þorskur 471 kg
Ufsi 73 kg
Langa 2 kg
Samtals 546 kg
25.5.22 Fagra Fríða AK-044 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 101 kg
Ýsa 2 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 534 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.5.22 370,73 kr/kg
Þorskur, slægður 25.5.22 461,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.5.22 451,56 kr/kg
Ýsa, slægð 25.5.22 359,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.5.22 208,00 kr/kg
Ufsi, slægður 25.5.22 195,41 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.22 152,00 kr/kg
Gullkarfi 25.5.22 352,64 kr/kg
Litli karfi 24.5.22 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.4.22 48,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.5.22 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 293 kg
Keila 88 kg
Gullkarfi 35 kg
Grálúða 21 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 441 kg
25.5.22 Bára HF-078 Handfæri
Þorskur 375 kg
Samtals 375 kg
25.5.22 Erla AK-052 Handfæri
Þorskur 471 kg
Ufsi 73 kg
Langa 2 kg
Samtals 546 kg
25.5.22 Fagra Fríða AK-044 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 101 kg
Ýsa 2 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 534 kg

Skoða allar landanir »