Stöðvuðu flutningaskip vegna gervihnattamynda

Varðbáturinn Óðinn sinnti erindinu í dag.
Varðbáturinn Óðinn sinnti erindinu í dag. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan stöðvaði í dag erlent flutningaskip á leið sinni til Íslands vegna grun um að mengun stafaði frá skipinu. Tilkynningin barst frá EMSA, Siglingaöryggisstofnun Evrópu, en gervitunglamyndir úr 700 kílómetra hæð vöktu athygli stofnunarinnar.

Viðvörunin var metin þess eðlist að mikilvægt þótti að ganga úr skugga um að skipið væri ekki enn að menga þegar það kæmi nálægt landi með þeim afleiðingum að olíumengaður sjór bærist í fjörur. 

Bæði þyrlu- og séraðgerðasveitin á varðbátnum Óðni voru kallaðar út en áhöfn skipsins ásamt sérfræðingi á vegum Umhverfisstofnunar gengu úr skugga um að enginn olíuleki væri sjáanlegur frá skipinu.

Nánari athugun framkvæmd í höfn

Að því loknu var skipinu heimilað að halda áfram leið sinni til hafnar þar sem hafnarríkiseftirlit Samgöngustofu tók skipið til nánari skoðunar. 

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kom auga á olíuflekki á siglingaleið skipsins, norðan og vestamegin við Garðskaga, og tók varðbáturinn Óðinn sýni þar. Þau sýni verða send erlendis til frekari greiningar.

Olíuflekkirnir voru sjáanlegir úr lofi.
Olíuflekkirnir voru sjáanlegir úr lofi. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Ekkert nýtt að nota gervihnattamyndir

Samkvæmt tilkynningu Landhelgisgæslunnar er skoðun gervihnattamynda daglegt brauð en þá þurfi að rannsaka og greina þær. Auk þess þurfi ganga úr skugga um hvort mengunin sé vegna náttúrulegra atvika eða hvort um aðskotahluti sé að ræða. 

„Þess má geta að gervitunglamyndin sem barst í gær var tekin í um 700 kílómetra hæð og mengunarflekkurinn sem gervitunglið nam stemmdi við siglingaleið umrædds skips,“ segir í tilkynningu gæslunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 1.663 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.720 kg
23.4.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 3.165 kg
Ýsa 1.316 kg
Steinbítur 180 kg
Karfi 29 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 4.693 kg
23.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.739 kg
Ýsa 40 kg
Karfi 37 kg
Samtals 1.816 kg
23.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 4.450 kg
Samtals 4.450 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 1.663 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.720 kg
23.4.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 3.165 kg
Ýsa 1.316 kg
Steinbítur 180 kg
Karfi 29 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 4.693 kg
23.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.739 kg
Ýsa 40 kg
Karfi 37 kg
Samtals 1.816 kg
23.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 4.450 kg
Samtals 4.450 kg

Skoða allar landanir »