Útflutningur sjávarafurða ekki meiri í áratug

Togarinn Breki við bryggju í Vestmannaeyjum fyrr á árinu.
Togarinn Breki við bryggju í Vestmannaeyjum fyrr á árinu. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 28,2 milljörðum króna í nóvember og er það töluvert meira en í nóvember í fyrra. Aukningin nemur um 25% í krónum talið og er hún meiri í erlendri mynt, eða rúm 32%, að því er fram kemur á Radarnum. Þars egir að gengi krónunnar hafi haft áhrif þar sem það hafi verið 6% sterkara í nóvember en í sama mánuði fyrir ári.

„Eins má ætla að þorskurinn skýri einhvern hluta þar sem veruleg aukning er á verðmætum útfluttra ferskra afurða, eða sem nemur um 34% á föstu gengi. Nam verðmæti þeirra um 8,5 milljörðum króna í mánuðinum, en það hefur aðeins tvisvar sinnum áður verið meira í einum mánuði. Í raun er aukning í öllum flokkum á milli ára, að undanskildum söltuðum og þurrkuðum afurðum þar sem lítilsháttar samdráttur mælist og á lýsi, en þar er rúmlega 43% samdráttur. Lýsi er hér flokkað með fiskimjöli á myndinni, en útflutningsverðmæti á mjöli eykst um tæp 50% á milli ára á föstu gengi og vegur þá upp, og gott betur, þann samdrátt sem er vegna lýsis,“ segir á Radarnum.

Loðnuvertíðin mun skila sínu.
Loðnuvertíðin mun skila sínu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

268 milljarðar

Fram kemur að á fyrstu 11 mánuðum ársins hafi útflutningsverðmæti sjávarafurði verið 268 milljarðar króna sem er um 9% aukning miðað við sama tímabil í fyrra, 11% ef tekið er tillit til gengisáhrifa.

Útflutningsverðmæti annarra sjávarafurða er komið í rúma 29 milljarða króna og hefur ekki verið meira að minnsta kosti undanfarinn áratug. Undir þennan flokk fala meðal annars loðnuhrogn. „Frá sama tímabili í fyrra er um 93% aukning að ræða á föstu gengi.“

Útflutningur á heilfrystum fiski hefur náð 35 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum sem er 22% meira en á sama tímabili í fyrra, skiptir loðnan töluverðu máli í þeim efnum. Þá hefur orðið 12% aukning í útflutningi ferskra afurða og nemur verðmæti þeirra 79 milljörðum króna, hafa evrðmætin aldrei verið meiri. Útflutningsverðmæti frystra flaka hefur aukist um rúm 3% á milli ára og lýsi um 2%.

Ferskar og frystar þorskafurðir skipa mikilvægan sess.
Ferskar og frystar þorskafurðir skipa mikilvægan sess. mbl.is/Kristinn Benediktsson

Samdráttur en búist við vexti

Þrátt fyrir mikla aukningu í sumum afurðaflokkum hefur orðið samdráttur í öðrum. Til að mynda hefur verðmæti saltaðra og þurrkaðra afurða dregist saman um 5% á föstu gengi. Jafnframt ehfur orðið rúmlega 7% samdráttur í verðmæti útfluttrar rækju.

Í fiskimjöli hefur orðið rúmlega 8% samdráttur og útflutningsverðmæti þess ekki verið minna á þessum áratug. „Vafalaust mun verða viðsnúningur í þeim efnum á næstu mánuðum með þeim stóra loðnukvóta sem úthlutað var á yfirstandi fiskveiðiári.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,51 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,15 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 1.967 kg
Ýsa 1.209 kg
Steinbítur 816 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 4.006 kg
23.4.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 305 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 308 kg
23.4.24 Elfa HU 191 Grásleppunet
Grásleppa 1.151 kg
Þorskur 363 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.524 kg
23.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Þorskur 1.664 kg
Samtals 1.664 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,51 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,15 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 1.967 kg
Ýsa 1.209 kg
Steinbítur 816 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 4.006 kg
23.4.24 Eydís NS 320 Handfæri
Þorskur 305 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 308 kg
23.4.24 Elfa HU 191 Grásleppunet
Grásleppa 1.151 kg
Þorskur 363 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.524 kg
23.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Þorskur 1.664 kg
Samtals 1.664 kg

Skoða allar landanir »