Erfiðustu slökkvistörfin séu um borð í skipum

Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskólans
Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskólans mbl.is/Kristinn Magnússon

Í lok október kom upp eldur um borð í Vestmannaey VE. Áhöfninni tókst af yfirvegun og með réttum viðbrögðum að slökkva eldinn. Margir velta því eðlilega fyrir sér hvernig eigi að bregðast við ef eldur kviknar á sjó enda engar skýrar flóttaleiðir og ekkert slökkvilið sem getur á skömmum tíma brunað á vettvang.

„Lykillinn er að menn séu duglegir í að viðhalda forvörnum um borð og séu alltaf með árverknina vakandi yfir sínum skipum og gagnrýni umhverfi sitt. Í þessu samhengi er eitt, tvö og þrjú að menn búa skipin og búnað um borð þannig að ekki stafi eldhætta af. Það þarf einnig að gagnrýna sjálfan sig og spyrja hvort ekki sé hægt að gera betur, en svo koma fyrir atvik sem eru ófyrirsjáanleg,“ svarar Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, er blaðamaður spyr hvað sé mikilvægast í brunavörnum um borð í skipum.

Hann segir íslenska skipaflotann búinn öflugum tækjum og vekur athygli á því að um borð í skipum má finna reykköfunartæki, sjálfvirk slökkvikerfi, brunaslöngur og handslökkvitæki „Um borð er í sjálfu sér öflugur búnaður bæði til varnar áhöfn og við slökkvistörf. Það sem við kennum sjómönnum er að beita þessum búnaði rétt.“

Ekki nægir eingöngu að kenna á búnaðinn sjálfan heldur er einnig mikilvægt að sjómenn þekki takmörk sín að sögn Hilmars. Getur verið beinlínis hættulegt að reyna að slökkva eld með handslökkvitæki sem reynist óviðráðanlegur nema með slökkvikerfum. „Þá er best að koma sér út og koma kerfinu á, alls ekkert vera að bíða með það.“

„Í tilfelli bruna í vélarrúmum þarf að koma öllum út, einangra þau og hleypa af þeim slökkvikerfum sem vélarrúmin eru búin. Það er að mörgu að huga þegar kemur að eldsvoðum um borð í skipum. Þá er mikilvægt að menn nýti sér þekkinguna og þjálfunina, perónulegu þjálfunina sem og þjálfun hópsins.“

Eld­ur um borð í skipi er eitt af því hættu­leg­asta …
Eld­ur um borð í skipi er eitt af því hættu­leg­asta sem get­ur gerst á sjó. Ljósmynd/Slysavarnarskóli sjómanna

Æfingar um borð

Hilmar segir einn mikilvægasta þátt í brunavörnum þá þjálfun sem fer fram um borð í skipum en skylt er að halda æfingar einu sinni í mánuði um borð í skipum sem eru lengri en 15 metrar. Í slíkum æfingum skal bæði æfa viðbrögð vegna eldsvoða og hvernig yfirgefa skuli skipið. Í brunaæfingum þarf að sprauta úr slöngum og hvert sinn að sprauta úr tveimur slöngum. „Þannig eru menn í hverjum mánuði að rótera slöngum og tryggja að þær séu í lagi og að menn kunni að fara með þær.“

Hann segir enn fremur æfingar um borð gera áhöfninni kleift að takast á við eldinn án þess að þurfa að hugsa of mikið. Þá verði þeim efst í huga: „Svona höfum við æft þetta og svona ætlum við að gera þetta og þá bara skellum við okkur í verkefnið.“ Auk þess þurfa sjómenn að þekkja skip sín vel og vera búnir að átta sig á hvernig þeir hyggjast bregðast við ef kviknar í í hverju rými.

Spurður hvort almennt sé staðið vel að brunavörnum í skipum á Íslandi svarar Hilmar því játandi en bætir við: „Það er óneitanlegt að það heyrist á námskeiðum að sumir segja að ekki séu haldnar æfingar hjá sér. En nú er ég búinn að vera í þessu í 30 ár og þeim fækkar þessum röddum. [...] Ef ekki eru haldnar æfingar um borð eiga sjómenn að ræða við skipstjórann um það að hann sé ekki að standa sig í vinnunni, því hann ber ábyrgð á öryggismálum um borð eins og lög kveða á um.“

Engin einföld flóttaleið

Í skipi er engin augljós flóttaleið eins og þegar kviknar í húsi og ekki hægt að bíða eftir slökkviliði. Það er því tvímælalaust grundvallaratriði að áhöfnin sé fær um að takast á við þær aðstæður sem geta skapast um borð. „Áhöfnin hefur það fram yfir slökkvilið úr landi að hún þekkir skipið sitt. Ef það hefur orðið sprenging í skipinu getur margt aflagast en ef hefur kviknað í vélarrúmi út frá bilun þá rata skipverjar um skipið sitt, jafnvel þótt það sé myrkur.“

Hilmar segir slökkviliðsmenn hafa haft orð á því að erfiðustu slökkvistörfin séu um borð í skipum enda sé þar margt sem flækir slökkvistörf svo sem þrengsli og ýmiss konar hindranir.

Eina flóttaleiðin er að yfirgefa skipið en það er ekki einföld ákvörðun enda eitt skip vinnustaður tuga manna og jafnvel heilu samfélögin háð þeim. Jafnframt er ekki gefið að skip séu á veiðum innan um mörg önnur skip og gæti áhöfn þurft að vera í björgunarförum þar til skip geta komið til aðstoðar. „Eitt af því sem sjómenn verða alltaf að tryggja ef það kemur upp eldur er að þeir hafi alltaf aðgang að björgunarbúnaði til að komast frá skipinu ef þörf verður á því. Tryggja að bjargirnar séu öruggar og geti komið þeim í öruggt skjól.“

Kröfur óháðar aldri sjómanns

Æfingar um um borð og takmarkast ekki við að prófa slöngurnar og er gert ráð fyrir að reykköfunarbúnaður sé prófaður og að reykköfun sé æfð, að sögn Hilmars. Reykköfun í skipum er hins vegar ekki það einfaldasta sem sjómaður stendur frammi fyrir, enda krefjandi verkefni jafnvel fyrir reynda slökkviliðsmenn. Ætlunin er að gera sjómönnum kleift að fara ofan í reykfyllt skip í þeim tilgangi að finna fólk og koma því út á þilfar. Það krefst þó ákveðinnar þekkingar að geta notað reykköfunartæki.

Í ljósi þess hve krefjandi reykköfun getur verið spyr blaðamaður hvernig sé komist að því hver það er um borð sem sinnir því hlutverki? „Í kröfum til sjómanna er enginn undanskilinn. Það er ekki þannig að einhver sem er 65 ára sé laus við reykköfunina því krafan sem gerð er til sjómanns er sú að hann eigi að geta gert þetta,“ svarar Hilmar ákveðinn.

Frá æfingu slökkviliðsins á Höfuðborgarsvæðinu í reykköfun. Verkefnið er ekki …
Frá æfingu slökkviliðsins á Höfuðborgarsvæðinu í reykköfun. Verkefnið er ekki einfalt, en kostur er að þekkja umhverfi sitt vel. Ljósmynd/Sigurgeir Sigurðsson

„Í atvinnuslökkviliðum eru menn löngu hættir að reykkafa eftir ákveðinn aldur, en sjómaðurinn þarf að geta gert þetta alveg þangað til hann hættir sjómennsku. Það er yfirleitt þannig að til þessara verkefna eru valdir færustu mennirnir og best líkamlega á sig komnir. Þannig að það eru ákveðnir menn valdir en það þurfa allir að hafa grundvallarþekkinguna og geta þá aðstoðað þótt þeir treysti sér ekki sjálfir að sinna reykköfun.“

Hann segir jafnframt mikinn mun á menntun reykkafara í slökkviliði og sjómanns þótt miklar kröfur séu gerðar til beggja. „Mér skilst að nám slökkviliðsmanns til að verða fullmenntaður reykkafari sé um þrjú ár, á meðan fer sjómaður bara á vikulangt námskeið þar sem reykköfun er hluti námskeiðsins og svo í endurmenntun á fimm ára fresti. Yfirmenn á skipum fara á sérstakt námskeið um stjórnunarstörf í eldsvoða. Það má segja að munurinn á aðstæðum sjómanns og slökkviliðsmanns sé að [í tilfelli sjómannsins er] þjálfunin lítil í upphafi en það á að vera sífelld æfing um borð í skipinu. Það er þar sem sker úr um hvort vel tekst til eða ekki – hversu vel menn hafa æft.“

Fullkomið æfingasvæði

Bygging nýs æfingasvæðis á lóð slökkviliðsstöðvarinnar í Hafnarfirði vegna brunavarna skipa stendur nú yfir, en um er að ræða samstarfsverkefni Slysavarnaskólans og Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta verður gríðarleg breyting á allri þjálfun,“ fullyrðir Hilmar og bendir á að æfingasvæðið verður búið tölvustýrðum gasbúnaði þannig að hægt verður að stjórna mun betur aðstæðunum sem verið er að þjálfa sjómenn í.

„Við erum að binda vonir við það að á fyrri hluta næsta árs getum við tekið þetta formlega í notkun. Þá mun þetta vera fullkomnasta slökkviæfingasvæði á Íslandi,“ segir skólastjórinn stoltur að lokum.

Nýtt æfingasvæði Slysavarnaskóla sjómanna og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í Hafnarfirði.
Nýtt æfingasvæði Slysavarnaskóla sjómanna og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í Hafnarfirði. Ljósmynd/Slysavarnarskóli sjómanna
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »