Engin veiðiskip til aðstoðar

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áætlað er að hefja árlegan leiðangur með rannsóknarskipum Hafrannsóknastofnunar til að mæla veiðistofn loðnu hinn 10. janúar. Að þessu sinni verða tvö skip stofnunarinnar í leiðangrinum en engin veiðiskip til aðstoðar enda er meira en nóg að gera hjá þeim við að veiða loðnu vegna hins mikla kvóta sem í boði er.

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að fyrirvari sé settur við þessa dagsetningu. Ekki verði farið af stað fyrr en tryggt er að loðnan sé komin til landsins og hægt að mæla hana. Svo ráðist tímasetningin einnig af veðri.

Upplýsingar nýtast

Þorsteinn neitar því aðspurður að það dragi úr áreiðanleika mælingarinnar að ekki verður hægt að fá aðstoð veiðiskipa að þessu sinni. Nefna má að fimm veiðiskip komu til aðstoðar í janúarleiðangri Hafró á síðasta ári en aðstæður voru þá aðrar, rannsóknin fólst mikið í því að leita að loðnu. Þorsteinn segir að vissulega væri hægt að flýta mælingunni með fleiri skipum en bendir jafnframt á að oft hafi aðeins eitt rannsóknaskip annast mælinguna en nú verði bæði skipin notuð. Átt er við rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar, Bjarna Sæmundsson og Árna Friðriksson.

Nánari umfjöllun er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.24 478,32 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 474,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 203,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,31 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,45 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 189,26 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 665 kg
Samtals 665 kg
23.4.24 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.613 kg
Þorskur 293 kg
Skarkoli 111 kg
Steinbítur 10 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.030 kg
23.4.24 Brynjar BA 338 Handfæri
Ufsi 52 kg
Samtals 52 kg
22.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.920 kg
Þorskur 3.967 kg
Skarkoli 603 kg
Hlýri 32 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 10.547 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.24 478,32 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 474,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 203,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,31 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,45 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 189,26 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 665 kg
Samtals 665 kg
23.4.24 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.613 kg
Þorskur 293 kg
Skarkoli 111 kg
Steinbítur 10 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.030 kg
23.4.24 Brynjar BA 338 Handfæri
Ufsi 52 kg
Samtals 52 kg
22.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.920 kg
Þorskur 3.967 kg
Skarkoli 603 kg
Hlýri 32 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 10.547 kg

Skoða allar landanir »