Samfélagið nýtur góðs af þegar gengur vel

Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, segir fjölbreytnina í þeim tegundum …
Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, segir fjölbreytnina í þeim tegundum sem útgerðin veiðir hafi komið sér vel í loðnuleysinu. Ljósmynd/Aðsend

Starfsemi Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði gengur vel og nýtur fyrirtækið góðs af því að fyrir tæpum áratug mörkuðu stjórnendur og stjórn þá stefnu að renna fleiri stoðum undir reksturinn og auka umsvif fyrirtækisins í vinnslu og veiðum á bolfiski.

Í dag starfrækir Loðnuvinnslan hátæknifrystihús fyrir vinnslu á botnfiski og uppsjávarfrystihús, og gerir einnig út skuttogarann Ljósafell, uppsjávarskipið Hoffell og línubátana Sandfell og Hafrafell. Eins og gefur að skilja er framleiðslan fjölbreytt og segir Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri að Loðnuvinnslan sé t.d. í dag eina fyrirtækið í landinu sem enn þá saltar síld.

Glansandi fínt Ljósafell við bryggju á Fáskrúðssfirði eftir slipptöku í …
Glansandi fínt Ljósafell við bryggju á Fáskrúðssfirði eftir slipptöku í Reykjavík. Ljósmynd/Loðnuvinnslan

„Fjölbreytnin hefur komið sér vel í loðnuleysinu undanfarin tvö ár en við höfum markvissst stækkað hlut botnfisktegunda til þess einmitt að geta betur mætt sveiflum í veiðiheimildum en líka til að bæta nýtingu fastafjármuna með því að keyra meira magn hráefnis í gegn,“ útskýrir Friðrik og bætir við að Loðnuvinnslan sé einn stærsti kaupandi afla frá erlendum útgerðum og um 40% af þeim fiski sem fyrirtækið vinnur í landi komi frá norskum og færeyskum skipum. „Jaðarframlegðin er mjög mikilvæg fyrir okkur, og með fastafjármunina til staðar er öll viðbót í veiðum og vinnslu til þess fallin að gera starfsemina hagkvæmari.“

Í eigu samfélagsins

Þegar rýnt er í rekstur og stefnu Loðnuvinnslunnar kemur í ljós rík áhersla á samfélagsleg áhrif fyrirtækisins. Friðrik segir allar ákvarðanir í rekstrinum miða að því að hámarka hagnað, en samfélagið á Fáskrúðsfirði fái að njóta góðs af.

Skýrist þessi nálgun m.a. af eignarhaldinu: „Fyrirtækið er í eigu samfélagsins en Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga á 83% hlut í loðnuvinnslunni og af 750 íbúum bæjarins eru 350 félagsmenn í Kaupfélaginu. Þær ákvarðanir sem teknar eru um starfsemina eru allar teknar með það fyrir augum að það gagnist heimabyggðinni og eignarhaldið þýðir að það er í reynd útilokað að ætla t.d. að selja kvótann úr byggðarlaginu í hagnaðarskyni, og þegar fjárfest er í nýrri tækni er það ekki gert til að fækka störfum heldur til að auka afköst þeirra sem þegar eru í vinnu hjá okkur. Þannig jukust t.d. afköstin á hvern starfsmann í bolfiskvinnslunni um 100% með nýjum og fullkomnum vinnslubúnaði en við gættum þess að undirbyggja þessa afkastaaukningu með því að auka verulega við kvótann og geta þannig tekið við meira hráefni og viðhaldið sama atvinnustigi.“

Loðnuvinnslan er mikilvæg stoð í samfélaginu á Fáskrúðsfirði.
Loðnuvinnslan er mikilvæg stoð í samfélaginu á Fáskrúðsfirði. mbl.is/Albert Kemp.

Eru starfsmenn Loðnuvinnslunnar rösklega 150 talsins sem Friðriki reiknast til að sé um 40% af öllu vinnandi fólki í þorpinu. „Þegar illa árar standa bæjarbúar við bakið á fyrirtækinu, og að sama skapi nýtur samfélagið allt góðs af þegar vel gengur.“

Friðrik viðurkennir að finna megi ýmis dæmi um starfsemi í sjávarútvegi sem rekin var á samfélagslegum forsendum en fór út um þúfur, og skemmst að minnast bæjarútgerða víða um land sem í dag heyra sögunni til. En það virðist hafa tekist að finna annan takt, og betri formúlu, hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði, og hefur velta félagsins verið á uppleið og á undanförnum árum stundum farið upp í hér um bil 12 milljarða króna.

Bíða eftir opnun Rússlands

Uppsjávarstofnarnir virðast vera að taka við sér að nýju en Friðrik minnir á að greinin standi enn frammi fyrir þeim vanda að Rússlandsmarkaður er lokaður. Allt fram til 2015 var Rússland í hópi mikilvægustu loðnu- og makrílkaupenda en líkt og lesendur muna tók Ísland þátt í refsiaðgerðum gegn rússneskum stjórnvöldum vegna átaka á landamærum Úkraínu og svaraði Rússland með þvi að stöðva innflutning á tilteknum vörum frá bandalagsríkjunum. „Viðbrögð Rússlands stórsköðuðu reksturinn hjá okkur en íslenskir framleiðendur seldu rússneskum kaupendum allt að 80.000 tonn af frystri loðnu sum árin. Þá svíður að Ísland skuli hafa orðið fyrir miklu efnahagslegu tjóni á meðan áfallið var mun minna fyrir bandalagsþjóðirnar og t.d. engin röskun á sölu þýskra bifreiða til Rússlands eða kaupum Evrópuþjóða á rússnesku jarðgasi.“

Sumir hafa gengið svo langt að fullyrða að jafnvel ef rússnesk stjórnvöld leyfðu íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum að selja þar vörur sínar á ný þá hafi ríflega sex ára hlé á viðskiptunum skemmt markaðinn mikið. „Viðskipti okkar við Rússland áttu sér margra áratuga sögu og höfðu þróast á löngum tíma úr vöruskiptum með olíu, saltsíld og annan varning yfir í nútímalegri viðskipti, og markaðurinn dýrmætur bæði hvað snertir magn og verð. Rússlandsmarkaður er kannski ekki að engu orðinn en Rússar hafa notað þennan tíma til að efla sinn eigin sjávarútveg og þær samkeppnisþjóðir okkar sem ekki var lokað á, eins og t.d. Færeyjar, hafa gengið á lagið og styrkt stöðu sina í Rússlandi.“

Hoffell SU er farsælt uppsjávarskip.
Hoffell SU er farsælt uppsjávarskip. mbl.is/Albert Kemp

Óheppileg ákvörðun Landsvirkjunar

Annars virðast plúsarnir fleiri en mínusarnir um þessar mundir. Friðrik segir kostnað við flutninga og aðföng vera á uppleið en á móti komi að markaðir fyrir sjávarafurðir séu smám saman að jafna sig á kórónuveirufaraldrinum og t.d. farið að lifna yfir veitingastaðageiranum víða um heim. Hann segir að til skemmri tíma litið sé helsta áskorunin að bregðast við þeirri óvæntu ákvörðun Landsvirkjunar að skerða framboð á rafmagni til fiskbræðslanna í landinu vegna yfirvofandi raforkuskorts.

„Okkar samningar um orkukaup gera ráð fyrir þessum möguleika og er verksmiðjubúnaðurinn þannig gerður að við getum skipt frá rafmagni yfir í olíu með korters fyrirvara ef á þarf að halda. En það er engu að síður óheppilegt þegar lokað er fyrir rafmagnið og er núna að gerast í fyrsta skipti með þessum hætti. Að missa raforkuna felur í sér kostnaðarauka fyrir okkur, en líka verulega olíunotkun, en til þess var leikurinn einmitt gerður þegar við fjárfestum fyrir hundruð milljóna í nýjum búnaði fyrir um tíu árum til að leggja okkar af mörkum við að minnka útblástur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.8.22 285,00 kr/kg
Þorskur, slægður 8.8.22 576,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.8.22 530,54 kr/kg
Ýsa, slægð 8.8.22 504,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.8.22 202,32 kr/kg
Ufsi, slægður 8.8.22 235,89 kr/kg
Djúpkarfi 4.8.22 262,00 kr/kg
Gullkarfi 8.8.22 290,39 kr/kg
Litli karfi 8.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.8.22 366,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.8.22 Kristinn ÞH-163 Handfæri
Þorskur 3.607 kg
Samtals 3.607 kg
9.8.22 Kristín ÞH-055 Handfæri
Þorskur 1.366 kg
Ufsi 22 kg
Samtals 1.388 kg
9.8.22 Bobby 17 ÍS-377 Sjóstöng
Þorskur 26 kg
Samtals 26 kg
9.8.22 Kaja ÞH-066 Handfæri
Þorskur 1.778 kg
Gullkarfi 9 kg
Samtals 1.787 kg
9.8.22 Tóti NS-036 Handfæri
Þorskur 1.371 kg
Samtals 1.371 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.8.22 285,00 kr/kg
Þorskur, slægður 8.8.22 576,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.8.22 530,54 kr/kg
Ýsa, slægð 8.8.22 504,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.8.22 202,32 kr/kg
Ufsi, slægður 8.8.22 235,89 kr/kg
Djúpkarfi 4.8.22 262,00 kr/kg
Gullkarfi 8.8.22 290,39 kr/kg
Litli karfi 8.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.8.22 366,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.8.22 Kristinn ÞH-163 Handfæri
Þorskur 3.607 kg
Samtals 3.607 kg
9.8.22 Kristín ÞH-055 Handfæri
Þorskur 1.366 kg
Ufsi 22 kg
Samtals 1.388 kg
9.8.22 Bobby 17 ÍS-377 Sjóstöng
Þorskur 26 kg
Samtals 26 kg
9.8.22 Kaja ÞH-066 Handfæri
Þorskur 1.778 kg
Gullkarfi 9 kg
Samtals 1.787 kg
9.8.22 Tóti NS-036 Handfæri
Þorskur 1.371 kg
Samtals 1.371 kg

Skoða allar landanir »