Loðnuskip með 5.000 tonn bíða löndunar

Í morgun var verið að landa loðnu úr Beiti NK …
Í morgun var verið að landa loðnu úr Beiti NK í Neskaupstað. Bjarni Ólafsson AK beið löndunar með fullfermi Ljósmynd/Síldarvinnslan/Smári Geirsson

Röð loðnuskipa sem bíða þess að geta landað afla hefur myndast í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Vinnsla vel að sögn verksmiðjustjóranna.

Vilhelm Þorsteinsson EA landaði 2.750 tonnum á laugardag í Neskaupstað og er þar nú verið að landa rúmlega 2.500 tonnum úr Beiti NK, en Bjarni Ólafsson AK bíður þess að löndun hefjist en skipið er með um 1.900 tonn. Verið er að landa 1.650 tonnum úr Hákoni EA á Seyðisfirði og bíða grænslensku skipin Polar Amaroq með 1.300 tonn og Polar Ammassat með 1.850 tonn.

Þetta kemur fram í færslu á vef Síldarvinnslunnar. Þar segir jafnframt að Börkur NK, Barði NK og Vilhelm Þorsteinsson EA eru einu skipin sem landa hjá Síldarvinnslunni sem eru á miðunum.

Bjarni Ólafsson AK á landleið í skíta brælu.
Bjarni Ólafsson AK á landleið í skíta brælu. Ljósmynd/Þorkell Pétursson

Haft er eftir Hafþóri Eiríkssyni, verksmiðjustjóra í Neskaupstað, að vinnslan gangi vel og að hráefnið sé gott. Eggert Ólafur Einarsson, verksmiðjustjóri á Seyðisfirði, segir hráefnið geti vart verið nýrra: „Þetta er svo nýtt að það liggur við að það syndi í gegnum sjóðarana.“

„Af okkur er allt ágætt að frétta nema að það er drullubræla núna,“ segir Hálfdan Hálfdanarson, skipstjóri á Berki. „Við erum komir alveg vestur undir Grímsey því talið er að veðrið gangi fyrr niður hér en austar. Það er hins vegar ekkert veður komið enn. Það hefur verið ágætis veiði síðustu dagana.“

„Það hafa fengist góð hol yfir daginn en eins og áður fæst oft heldur lítið yfir nóttina. Stærsta dagholið okkar var 920 tonn en oft eru holin yfir daginn 400-500 tonn. Við erum komnir með 2.655 tonn um borð og það er ætlunin að bæta við enda er löndunarbið bæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Mönnum líst vel á vertíðina og trúa því að hún verði góð en auðvitað fer mikið eftir veðri,“ segir Hálfdan.

Börkur NK
Börkur NK mbl.is/Börkur Kjartansson
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.5.22 345,47 kr/kg
Þorskur, slægður 27.5.22 448,77 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.5.22 489,96 kr/kg
Ýsa, slægð 27.5.22 479,22 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.5.22 103,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.5.22 223,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.22 152,00 kr/kg
Gullkarfi 27.5.22 311,95 kr/kg
Litli karfi 26.5.22 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.4.22 48,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.5.22 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 12.049 kg
Ýsa 1.241 kg
Langa 1.063 kg
Hlýri 907 kg
Steinbítur 705 kg
Keila 427 kg
Gullkarfi 107 kg
Ufsi 75 kg
Skarkoli 51 kg
Samtals 16.625 kg
28.5.22 Garri BA-090 Handfæri
Ufsi 439 kg
Samtals 439 kg
28.5.22 Magnús HU-023 Grásleppunet
Grásleppa 3.962 kg
Samtals 3.962 kg
28.5.22 Esjar SH-075 Dragnót
Skarkoli 7.719 kg
Þorskur 2.448 kg
Steinbítur 1.397 kg
Ýsa 140 kg
Þykkvalúra sólkoli 73 kg
Grásleppa 26 kg
Samtals 11.803 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.5.22 345,47 kr/kg
Þorskur, slægður 27.5.22 448,77 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.5.22 489,96 kr/kg
Ýsa, slægð 27.5.22 479,22 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.5.22 103,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.5.22 223,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.22 152,00 kr/kg
Gullkarfi 27.5.22 311,95 kr/kg
Litli karfi 26.5.22 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.4.22 48,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.5.22 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 12.049 kg
Ýsa 1.241 kg
Langa 1.063 kg
Hlýri 907 kg
Steinbítur 705 kg
Keila 427 kg
Gullkarfi 107 kg
Ufsi 75 kg
Skarkoli 51 kg
Samtals 16.625 kg
28.5.22 Garri BA-090 Handfæri
Ufsi 439 kg
Samtals 439 kg
28.5.22 Magnús HU-023 Grásleppunet
Grásleppa 3.962 kg
Samtals 3.962 kg
28.5.22 Esjar SH-075 Dragnót
Skarkoli 7.719 kg
Þorskur 2.448 kg
Steinbítur 1.397 kg
Ýsa 140 kg
Þykkvalúra sólkoli 73 kg
Grásleppa 26 kg
Samtals 11.803 kg

Skoða allar landanir »