Stefnir vistkerfinu í voða ef tvöfalda á skurðinn

Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar, kveðst hafa áhyggjur af hugmyndum um …
Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar, kveðst hafa áhyggjur af hugmyndum um að auka nýtingu á þangi í Breiðafirði Ljósmynd/Aðsend

Nóg er að gera hjá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum. Framleiðsla hefur gengið vel, gott ástand er á mörkuðum og áhugaverð verkefni fram undan sem lúta að auknu samstarfi við háskóla og rannsóknastofnanir um rannsóknir á lífríki og verðmætum lífefnum úr þangi og þara, og tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar og atvinnuuppbyggingar.

Sögu Þörungaverksmiðjunnar má rekja aftur til 8. áratugarins þegar framsýnir bændur við Breiðafjörð tóku höndum saman: „Þá langaði að nýta bæði þangið og þarann sem vex í firðinum og eins jarðhitann sem er hér á Reykhólum. Segir sagan að þeir hafi sent ríkisstjórninni erindi og látið fylgja með pening í umslagi til að reyna að koma því til leiðar að verkefnið gæti hafist af krafti,“ segir Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar en það var verkfræðingurinn Sigurður Hallsson sem lék stóran þátt í undirbúningi að stofnun fyrirtækisins árið 1976, þá undir nafninu Þörungavinnslan. Um það leyti gerði Hafrannsóknastofnun rannsóknir á magni og ástandi þangs og þara í firðinum, svo stýra mætti nýtingunni betur.

Alls starfa um 20 til 25 einstaklingar við að afla …
Alls starfa um 20 til 25 einstaklingar við að afla hráefnis. Ljósmynd/Aðsend

Eins og oft vill verða með nýsköpunarfyrirtæki gekk reksturinn brösuglega í fyrstu og þurfti að endurfjármagna fyrirtækið 1986 og hefur það síðan borið nafnið Þörungaverksmiðjan. Byggðastofnun og fjölmargir einstaklingar sem lögðu hönd á plóg eiga samtals um 28% hlut í félaginu en 72% eru í eigu IFF sem er stór alþjóðleg samstæða margra fyrirtækja á matvælamarkaði. Á bilinu 20 til 25 manns starfa við að sækja hráefni í fjörðinn, þurrka það og vinna eftir kúnstarinnar reglum og landar fyrirtækið og vinnur úr um það bil 18 til 20.000 tonnum af klóþangi og hrossaþara á hverju ári.

Innihalda áhugaverð efni

Finnur segir Breiðafjörð besta staðinn á landinu fyrir svona framleiðslu þar sem náttúrufar hentar vel fyrir vöxt og viðkomu þörunganna og eins fyrir starfsmenn Þörungaverksmiðjunnar að athafna sig: „Fjörðurinn er stór og mikill, fjölmargir firðir og óteljandi eyjar og sker þar sem þangið vex. Fjörur eru almennt aflíðandi og stórar þar sem mikill munur er á flóði og fjöru en Breiðafjörður hefur að geyma um 60% af öllu klóþangi sem vex við strendur Íslands.“ útskýrir Finnur. „Þar sem úthafsöldu gætir ekki víðast í firðinum er lítil hreyfing á yfirborði sjávar og því er hægt að nota vélar til sláttar.“

Þegar þangið og þarinn eru komin í land er hráefnið flutt í þurrkunarverksmiðju þar sem sérsmíðað varmaskiptakerfi nýtir yfir 100°C heitt vatn úr jörðu til að þurrka þörungana með heitu lofti. Því næst er hráefnið malað og flokkað eftir grófleika, og loks pakkað í umbúðir. „Þörungamjölið er ríkt að mörgum næringarefnum, snefilefnum, málmum og joði og er nýtt sem áburður á gróður, til fóðurgerðar og í matvæli. Þá er rótgróinn markaður í snyrtivörum; í húð- og hárvörum. Ýmsar sögur eru um góð áhrif mjölsins á aukið heilnæmi plantna og dýra.“

Þörungaverksmiðjan. Í Reykhólahöfn er alndað um 18 til 20 þúsund …
Þörungaverksmiðjan. Í Reykhólahöfn er alndað um 18 til 20 þúsund tonnum af klóþangi og hrossaþara á ári hverju. Ljósmynd/Aðsend

Mjölið fer líka í efnavinnslu þar sem svokölluð algínöt eru einangruð úr því. Um er að ræða sykrur með mjög fjölbreytt notagildi, og þau m.a. nýtt til að binda saman olíu og vatn. „Algínöt eru mikið notuð í matvæla- og drykkjarframleiðslu, í snyrtivörur og til lyfjagerðar,“ útskýrir Finnur. „Mikill og vaxandi áhugi er á þörungum og efnum sem þeir innihalda og fjölbreyttar rannsóknir eru í gangi víða um heim.“

Afurðir Þörungaverksmiðjunnar eru í hæstu gæðum, m.a. vegna þeirrar þurrkunaraðferðar sem fyrirtækið notar: „Við þurrkum við mun lægra hitastig en sambærilegir framleiðendur, og ristum ekki mjölið. Útkoman er eftirsóknarverðari vara með betri eignleika.“

Áhyggjur af aukinni nýtingu

Varlega verður að fara við nýtingu auðlindarinnar og frá upphafi hefur Þörungaverksmiðjan stýrt nýtingunni af nákvæmni. „Að minnsta kosti fjögur ár eru alltaf látin líða á milli sláttar á hverju svæði en rannsóknir hafa sýnt að á þeim tíma nær gróðurinn sér og er orðinn jafnmikill eða meiri en þegar síðast var slegið,“ segir Finnur og bætir við að þessi sjálfbæra nýting sé grundvallaratriði fyrir rekstur verksmiðjunnar.

Sjálfbær nýting er auðvitað líka forsenda fyrir þeim lífrænu vottunum sem bæði nýtingin á villtum gróðri og framleiðslan hafa. „Stærstu hluthafar í Þörungaverksmiðjunni leggja ríka áherslu á öryggi og umhverfismál og því má bæta við að nýting á jarðvarmanum er líka sjálfbær, ekki er dælt vatni úr borholum heldur er eingöngu notað sjálfrennandi heitt vatn.“

Árið 2017 gerði Hafró nýtt mat á lífmassa klóþangs í firðinum og kom í ljós að það hefur aukist töluvert frá því sambærilegt mat fór fram fyrir röskum fjórum áratugum. Ljóst er að verksmiðjan er ekki að skaða þessa auðlind sem klóþangið er og líka að vetur eru mildari en áður og skaði á gróðrinum af öldum íss mun minni en áður var.

Áform eru um að auka nýtingu á þangi í Breiðafirði og hefur Finnur áhyggjur af því hve hugmyndirnar eru stórtækar. „Okkar gögn og reynsla sýna að á góðum árum megi taka nokkru meira en nú er gert og fara e.t.v. í 25-30.000 tonn á ári en ef tvöfalda á skurðinn verður þessari náttúruauðlind stefnt í voða og þar með vistkerfi Breiðafjarðar.“

Fyrirtækið er mikilvægur hlekkur í atvinnulífi byggðarinnar og nærsveita.
Fyrirtækið er mikilvægur hlekkur í atvinnulífi byggðarinnar og nærsveita. Ljósmynd/Aðsend

Getur passað vel með fiskeldi

Framleiðsla og notkun á þangi og þara gæti átt mikið inni og má víða finna vísbendingar um að nota megi hráefnið til að framleiða verðmæt fæðubótarefni, lífvirk efni og efni sem tengjast lækningavörum.

Eitt áhugavert sóknarfæri tengist visteldi. Þá eru fiskeldi, ræktun á þangi og ræktun skelfiski látin spila saman: „Hugmyndin hefur lengst verið þróuð í Kanada og gerðar hafa verið tilraunir í þessa veru í Noregi. Visteldi miðar að því að fullnýta þau næringarefni sem fara í sjóinn í fiskeldi en skila sér ekki sem fiskur. Skeljar sía korn úr sjónum og þörungarnir nýta uppleyst næringarefni. Velja þarf tegundir sem geta skilað góðu verði á markaði, en aðferðin heldur aðstæðunum hreinni til lengri tíma, sem kemur sér vel fyrir fiskeldið á hverjum stað,“ segir Finnur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.22 417,11 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.22 479,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.22 445,97 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.22 416,55 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.22 198,38 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.22 271,31 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.22 152,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.22 248,07 kr/kg
Litli karfi 17.5.22 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.4.22 48,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.22 Gísli Gunnarsson SH-005 Grásleppunet
Grásleppa 1.489 kg
Samtals 1.489 kg
17.5.22 Von HU-170 Grásleppunet
Grásleppa 2.528 kg
Skarkoli 117 kg
Þorskur 58 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 2.710 kg
17.5.22 Daðey GK-777 Lína
Þorskur 3.105 kg
Ýsa 722 kg
Steinbítur 94 kg
Keila 13 kg
Gullkarfi 10 kg
Ufsi 7 kg
Langa 6 kg
Samtals 3.957 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.22 417,11 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.22 479,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.22 445,97 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.22 416,55 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.22 198,38 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.22 271,31 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.22 152,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.22 248,07 kr/kg
Litli karfi 17.5.22 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.4.22 48,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.22 Gísli Gunnarsson SH-005 Grásleppunet
Grásleppa 1.489 kg
Samtals 1.489 kg
17.5.22 Von HU-170 Grásleppunet
Grásleppa 2.528 kg
Skarkoli 117 kg
Þorskur 58 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 2.710 kg
17.5.22 Daðey GK-777 Lína
Þorskur 3.105 kg
Ýsa 722 kg
Steinbítur 94 kg
Keila 13 kg
Gullkarfi 10 kg
Ufsi 7 kg
Langa 6 kg
Samtals 3.957 kg

Skoða allar landanir »