Frakkar sækja á Breta sem kaupendur íslensks fisks

Frakkar eru helstu kaupendur þorsks af Íslandsmiðum. Frakkland er sífellt …
Frakkar eru helstu kaupendur þorsks af Íslandsmiðum. Frakkland er sífellt mikilvægari markaður fyrir íslenskar sjávarafurðir. mbl.is/Kristinn Benediktsson

Frakkland er sífellt mikilvægari markaður fyrir íslenskt sjávarfang og hefur hlutdeild Frakklands í útflutningsverðmætum sjávarafurða aldrei verið meiri. Gæti vel gerst á komandi árum að markaðshlutdeildin verði meiri en hlutdeild Bretlands sem hefur verið mikilvægasti markaður íslenskra sjávarafurða um árabil.

Á Radarnum er rýnt í gögn Hagstofu Íslands og var hlutdeild Frakklands í fyrra 14,4% á móti 15,4% Bretlands, þó með fyrirvara að aðeins liggja fyrir gögn fyrir fyrstu 11 mánuði 2021 . Gögn Hagstofunnar ná aftur til ársins 1930 og frá þeim tíma hefur vægi Frakklands, á einu ári, mest farið í 13,5% sem var árið 2020.

Hlutdeild Breta og Frakka í verðmætum útfluttra sjávarafurða.
Hlutdeild Breta og Frakka í verðmætum útfluttra sjávarafurða. Töflurit/Radarinn

„Eru því afar góðar líkur á því að það met hafi verið slegið í fyrra. Það mun koma í ljós í lok janúar þegar Hagstofan birtir tölur um útflutning til einstakra landa í desember,“ segir í greiningu Radarsins. Þar er vakin athygli á því að helsta ástæða aukningu í útflutningsverðmætum sjávarafurða í heild í fyrra hafi verið vegna loðnuvertíðarinnar sem þótti með eindæmum góð, en ekkert er flutt til Frakklands af loðnuafurðum og því nokkuð ávænt að sjá vöxt í hlutdeild þess markaðar.

Á fyrstu 11 mánuðum í fyrra nam útflutningsverðmæti sjávarafurða til Frakklands 39 milljörðum króna. Þetta er 18% meira en fyrstu 11 mánuði 2020 í krónum talið en í evrum var aukningin rúmt 21%.

Töflurit/Radarinn

Stærstir í botnfiski

„Mikil aukning á útflutningi til Frakklands hefur orðið til þess að það er orðið stærsta viðskiptaland Íslendinga þegar kemur að botnfiski,“ segir í greiningunni. Á fyrstu 11 mánuðum 2021 voru fluttar botnfiskafurðir til Frakklands fyrir 37 milljarða króna sem er um 21% af heildarverðmæti útfluttra botnfiskafurða á tímabilinu. Þá er um að ræða 19% aukniningu frá fyrstu 11 mánuðum 2020 í krónum talið en 22% í evrum.

Miðað við fyrstu 11 mánuði ársins 2020 var aukningin um 19% í krónum talið og um 22% í evrum. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan var Frakkland með yfirburðarstöðu í fyrra. Hlutdeild Breta, sem er nú önnur stærsta viðskiptaþjóð Íslendinga með botnfisk, var rúm 17% á sama tímabili. Bandaríkin og Spánn skipa svo þriðja og fjórða sætið, en hlutur þeirra var tæp 12% og 10%.

Helstu kaupendur þorsks

Mest var flutt af þorski til Frakkaland og hefur landið verið helsti áfangastaður íslenskra þorskafurða frá 2017. Fluttar voru út þorskafurðir til Frakklands fyrir tæpa 29 milljarða króna á fyrstu 11 mánuðum ársins eða um 14% meira en sama tímabil árið á undan.

„Hlutur Frakklands í útflutningsverðmæti þorskafurða á tímabilinu var um 24% og er það því komið með nokkuð afgerandi forystu á næstu lönd. Bretland er annað stærsta viðskiptaland Íslendinga með þorskafurðir, en hlutdeild þess var rúm 16% á fyrstu 11 mánuðum ársins 2021. Spánn er í þriðja sæti (13%) og Bandaríkin í því fjórða (12%).“

Töflurit/Radarinn
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.5.22 377,23 kr/kg
Þorskur, slægður 19.5.22 322,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.5.22 465,97 kr/kg
Ýsa, slægð 19.5.22 357,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.5.22 178,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.5.22 259,74 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.22 152,00 kr/kg
Gullkarfi 19.5.22 246,26 kr/kg
Litli karfi 17.5.22 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.4.22 48,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.5.22 Kaja ÞH-066 Handfæri
Þorskur 720 kg
Ufsi 89 kg
Samtals 809 kg
19.5.22 Konráð EA-090 Handfæri
Þorskur 728 kg
Samtals 728 kg
19.5.22 Hólmi ÞH-056 Handfæri
Þorskur 778 kg
Samtals 778 kg
19.5.22 Natalia NS-090 Handfæri
Þorskur 731 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 741 kg
19.5.22 Pálmi ÍS-024 Handfæri
Þorskur 760 kg
Samtals 760 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.5.22 377,23 kr/kg
Þorskur, slægður 19.5.22 322,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.5.22 465,97 kr/kg
Ýsa, slægð 19.5.22 357,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.5.22 178,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.5.22 259,74 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.22 152,00 kr/kg
Gullkarfi 19.5.22 246,26 kr/kg
Litli karfi 17.5.22 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.4.22 48,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.5.22 Kaja ÞH-066 Handfæri
Þorskur 720 kg
Ufsi 89 kg
Samtals 809 kg
19.5.22 Konráð EA-090 Handfæri
Þorskur 728 kg
Samtals 728 kg
19.5.22 Hólmi ÞH-056 Handfæri
Þorskur 778 kg
Samtals 778 kg
19.5.22 Natalia NS-090 Handfæri
Þorskur 731 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 741 kg
19.5.22 Pálmi ÍS-024 Handfæri
Þorskur 760 kg
Samtals 760 kg

Skoða allar landanir »