Halda í loðnuleiðangur á morgun

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, staðfestir að loðnuleiðangurinn hefst á morgun.
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, staðfestir að loðnuleiðangurinn hefst á morgun. mbl.is/Arnþór Birkisson

Árlegur leiðangur til að mæla stofnstærð loðnu hefst á morgun. Þetta staðfestir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, í samtali við 200 mílur. Niðurstöður munu vera grundvöllur endurskoðunar veiðiráðgjafar HAfarnnsóknastofnunar fyrir yfistandandi vertíð en ráðgjöfin sem gefin var út í haust nam 904 þúsund tonnum.

Leiðangurinn átti að fara af stað fyrir viku en var frestað. Var sú ákvörðun sögð tekin vegna veðurs og til að tryggja að hægt yrði að staðsetja loðnuna vel til þess að taka á móti megninu af henni.

Þorsteinn viðurkennir að það sé ekkert góð veðurspá í kortunum en það sé kannski endilega hægt að búast við öðru og aðeins hægt að reyna að sinna verkefninu eins vel og kostur er. „Það er búið að undirbúa þetta allt og erum að miða við það að fara á morgun.“

Að þessu sinni taka aðeins hafrannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson þátt í leiðangrinum. Á síðasta ári tóku þátt átta skip, en ekki fengust skip hjá útgerðunum að þessu sinni vegna þess hve loðnuvertíðin nú er umfangsmikil.

„Við áum vonandi einhverja aðstoð frá veiðiskipunum, ekki til mælinganna heldur að geta nýtt þeirra þekkingu á ástandinu,“ segir Þorsteinn.

Getur verið happadráttur

Spurður hvort takmarkaður skipakostur og veðurhorfur munu hafa áhrif á forsendur væntanlegrar ráðgjafar svarar hann: „Ég er ekki tilbúinn að gefa eitthvað út um það áður en farið er af stað. Við vinnum út frá því að okkur takist þetta á hálfum mánuði. Ef það gengur ekki upp verðum við að meta stöðuna eins og hún verður eftir nokkra daga. Reynslan sýnir okkur að það getur verið happadrætti og vinnum bara út frá því. Þetta gæti alveg verið jafn mikið happadrætti þó við værum með fimm skip.“

Hann segir aldur rannsóknaskipanna ekki vera sérstakt áhyggjuefni. „Árni Friðriksson er stórt og mikið skip og er alveg fullfært í þessar rannsóknir og hefur verið alla tíð. Bjarni Sæmundssone r kominn til ára sinna en er full fær í þessar rannsóknir þó hann geti ekki athafnað sig við allar aðstæður eins og nýjustu og stærstu skipin. Við megum ekki gleyma því að Árni var algjör sjóborghér þangað til að skipin fóru að stækka svona og var lengi vel eina skipið sem var notað í mælingarnar.“

Gert er ráð fyrir að leiðangurinn muni vera fimmtán dagar á hverju skipi, að sögn Þorsteins. „Við tökum stöðuna daglega og bregðumst við sama hvað gerist í þessu. En það er janúar og við erum á Íslandi. Það er bara staðreyndin í þessu.“

Skip Hafrannsóknastofnunar við bryggju í Hafnarfirði.
Skip Hafrannsóknastofnunar við bryggju í Hafnarfirði. mbl.is/sisi
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.5.22 425,37 kr/kg
Þorskur, slægður 16.5.22 558,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.5.22 428,28 kr/kg
Ýsa, slægð 16.5.22 417,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.5.22 222,80 kr/kg
Ufsi, slægður 16.5.22 267,18 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.22 152,00 kr/kg
Gullkarfi 16.5.22 181,53 kr/kg
Litli karfi 12.5.22 15,90 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.4.22 48,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.5.22 Elli SF-071 Handfæri
Ufsi 1.148 kg
Þorskur 221 kg
Samtals 1.369 kg
16.5.22 Agnar BA-125 Handfæri
Ufsi 34 kg
Samtals 34 kg
16.5.22 Kría SU-110 Handfæri
Þorskur 309 kg
Samtals 309 kg
16.5.22 Svana ST-093 Handfæri
Þorskur 767 kg
Ufsi 45 kg
Samtals 812 kg
16.5.22 Edda SI-200 Handfæri
Þorskur 486 kg
Samtals 486 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.5.22 425,37 kr/kg
Þorskur, slægður 16.5.22 558,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.5.22 428,28 kr/kg
Ýsa, slægð 16.5.22 417,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.5.22 222,80 kr/kg
Ufsi, slægður 16.5.22 267,18 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.22 152,00 kr/kg
Gullkarfi 16.5.22 181,53 kr/kg
Litli karfi 12.5.22 15,90 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.4.22 48,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.5.22 Elli SF-071 Handfæri
Ufsi 1.148 kg
Þorskur 221 kg
Samtals 1.369 kg
16.5.22 Agnar BA-125 Handfæri
Ufsi 34 kg
Samtals 34 kg
16.5.22 Kría SU-110 Handfæri
Þorskur 309 kg
Samtals 309 kg
16.5.22 Svana ST-093 Handfæri
Þorskur 767 kg
Ufsi 45 kg
Samtals 812 kg
16.5.22 Edda SI-200 Handfæri
Þorskur 486 kg
Samtals 486 kg

Skoða allar landanir »