Uppgrip á Akranesi á loðnuvertíð

Zibigniew Harasimczuk, til vinstri, og Helgi Þór Þorsteinsson voru um …
Zibigniew Harasimczuk, til vinstri, og Helgi Þór Þorsteinsson voru um helgina að landa afla úr loðnuskipunum sem komu á Akranes. Uppgrip eru víða í sjávarbyggðum vegna loðnuveiði. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikið var umleikis við Akraneshöfn um helgina þar sem afla var landað úr tveimur loðnuskipum sem þangað komu inn. Snemma á laugardagsmorgun kom Barði NK, skip Síldarvinnslunnar, á Skagann og var með um 2.200 tonn af loðnu. Víkingur AK, sem Brim hf. gerir út, kom svo á Akranes eftir hádegi í gær og var þá þegar hafist handa við að losa skipið, en ætlað var að um borð væru um 2.700 tonn af loðnu.

Á Akranesi fer aflinn í bræðslu og allar geymsluþrær þar eru nú orðnar smekkfullar. Ekki verður því hægt að taka meiri afla þar fyrr en líða tekur á vikuna, segir Sigurður Haraldsson löndunarstjóri.

Barði NK við bryggju á Akranesi og í baksýn er …
Barði NK við bryggju á Akranesi og í baksýn er fiskimjölsverksmiðjan. mbl.is/Sigurður Bogi

Loðnan er nú norðaustur af Langanesi. Á þeim slóðum voru að veiðum í gær, eins og sjá mátti á marinetraffic.com, alls fimmtán skip; íslensk, norsk og grænlensk. Mestu er landað í Austfjarðahöfnum, en einnig hefur verið siglt með afla til Noregs. Nú er líka svo komið að loðna er orðin hæf til manneldis og slík vinnsla á afurðum er hafin í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Á laugardag kom Hoffell SU, skip Loðnuvinnslunnar, til Fáskrúðsfjarðar með 1.640 tonn af loðnu sem fór í bræðslu. Í þrettán tíma landlegu, meðan landað var, fengu skipverjarnir níu hvorki að fara í land né neinn um borð. Þetta var gert í sóttvarnaskyni. „Núna er kominn ágætur kippur í veiðarnar og útlitið fyrir næstu daga virðist vera gott,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, í samtali við Morgunblaðið.

Heimaey með 2.000 tonn

Skip Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, Heimaey VE, var í gærkvöldi fyrir austan land á stími til Eyja með um 2.000 tonn af loðnu. Um tvo sólarhringa tók að fylla skipið.

„Á miðunum hafa skipin verið þétt á litlum bletti. Já, þetta er fín loðna sem við náðum núna. Ætli að jafnaði séu ekki um 40 fiskar í hverju kílói sem veiðist,“ sagði Ólafur Einarsson skipstjóri. Hann reiknaði aðspurður með að verða kominn til Eyja síðdegis í dag, en siglingunni að austan miðaði ágætlega þar sem öslað var í dæmigerðu janúarveðri; norðaustankalda og vindi sem sló í 12-15 metra á sekúndu.

Heimaey VE 1 og Sigurður VE 15 að veiðum.
Heimaey VE 1 og Sigurður VE 15 að veiðum. mbl.is/Börkur Kjartansson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 449,16 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 314,23 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,79 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,77 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.717 kg
Þorskur 47 kg
Samtals 1.764 kg
19.4.24 Elfa HU 191 Grásleppunet
Grásleppa 2.223 kg
Þorskur 119 kg
Skarkoli 50 kg
Rauðmagi 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.401 kg
19.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 463 kg
Keila 185 kg
Steinbítur 48 kg
Ýsa 37 kg
Karfi 9 kg
Samtals 742 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 449,16 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 314,23 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,79 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,77 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.717 kg
Þorskur 47 kg
Samtals 1.764 kg
19.4.24 Elfa HU 191 Grásleppunet
Grásleppa 2.223 kg
Þorskur 119 kg
Skarkoli 50 kg
Rauðmagi 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.401 kg
19.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 463 kg
Keila 185 kg
Steinbítur 48 kg
Ýsa 37 kg
Karfi 9 kg
Samtals 742 kg

Skoða allar landanir »