Guðmundur Ragnarsson hyggst bjóða sig fram til forystu í VM – Félagi vélstjóra og málmtæknimanna á komandi aðalfundi í mars.
Guðmundur var formaður VM í áratug, frá 2008 til 2018, en tapaði fyrir núverandi formanni, Guðmundi Helga Þórarinssyni, árið 2018. Munaði 45 atkvæðum á þeim en tæplega 800 greiddu atkvæði.
Guðmundur segir aðspurður að margar og ítrekaðar áskoranir stjórnarmanna, sem og almennra félagsmanna, eigi þátt í framboðinu.
„Ég hafði ekki séð fyrir mér að bjóða mig fram en vegna þrýstings frá stjórnarmönnum, og þeirra málefna sem helst þurfa úrlausnar við, tel ég fulla ástæðu til að stöðva það sem nú á sér stað innan félagsins,“ segir Guðmundur.
Lengra viðtal við Guðmund er að finna í Morgunblaðinu í dag.