Segja norskum skipum mismunað í íslenskri lögsögu

Audun Maråk, framkvæmdastjóri Fiskebåt, og Nina Rasmussen, deildarstjóri samtakanan, segja …
Audun Maråk, framkvæmdastjóri Fiskebåt, og Nina Rasmussen, deildarstjóri samtakanan, segja norskum loðnuskipum mismunað í íslenskri lögsögu. Samsett mynd

Samtök norskra útgerðarmanna, Fiskebåt, telja að verið sé að mismuna norskum skipum í íslenskri lögsögu á yfirstandandi loðnuvertíð. Hafa samtökin í dag ritað atvinnu- og sjávarútvegsráðuneyti Noregs bréf þar sem meðal annars er krafist að norsk stjórnvöld beiti sér fyrir því að að Íslendingar heimili norskum skipum að veiða með öðrum veiðarfærum en nót, en veiðarfærið fer ekki nógu djúpt til að ná loðnunni, að því er fram kemur í bréfinu.

„Verði ekki komið til móts við þessar óskir ættu norsk yfirvöld að óska ​​eftir því að norski flotinn fái að stunda veiðar á loðnu sunnar en 64.30 og í því samhengi biðja um að veiðitímabilið verði lengt til að minnsta kosti 10. mars á þessu ári,“ segir í bréfinu sem birt hefur verið á vef Fiskebåt.

Útgefið aflamark á yfirstandandi loðnuvertíð eru 904.200 tonn en þar af fellur 145.382 tonn í hlut norskra skipa.

„Norski fiskiskipaflotinn býr við töluverðar takmarkanir þegar kemur að því að stunda hagkvæmar loðnuveiðar við Ísland. Veiðitímabilið er stutt fyrir norsku skipin, flotinn hefur ekki heimild til veiða sunnar en 64.30 og það er takmarkað hve mörg norsk skip mega veiða í íslenskri lögsögu á sama tíma. Auk þess þarf að veiða norska kvótann í heild sinni með loðnunót. Allar þessar takmarkanir ýta undir það að krefjandi getur verið fyrir norska fiskiskipaflotann að veiða úthlutaðan kvóta á þessari vertíð,“ segir í bréfinu sem er undirritað af Audun Maråk, framkvæmdastjóra Fiskebåt, og Nina Rasmussen, deildarstjóra samtakanna í Bergen.

Vekur athygli að í bréfinu er ekki krafist að heimilt verði fyrir fleiri skip að vera í íslenskri lögsögu þrátt fyrir að það sé nefnt sem rök fyrir málstað samtakanna, en alls mega 30 norsk skip stunda loðnuveiðar í lögsögunni á sama tíma.

Nótin nær ekki loðnunni að mati Fiskebåt sem segir skip …
Nótin nær ekki loðnunni að mati Fiskebåt sem segir skip annarra ríkja hafa heimild til að nota önnur veiðarfæri. mbl.is/Hanna Andrés­dótt­ir

Einir með nót

„Nú eru fjögur til fimm norsk skip í íslenskri efnahagslögsögu og berast upplýsingar um að loðnan sé á miklu dýpi og því lítið aðgengileg skipum sem stunda veiðar með loðnunót. Hvorki íslensk, grænlensk né færeysk fiskiskip hafa svipaðar veiðarfæratakmarkanir og norski fiskiskipaflotinn,“ er fullyrt í bréfinu.

Benda samtökin á að veiðin fari nú að mestu fram með flotvörpu. „Mikil togvirkni getur valdið því að loðnan dreifist frekar og því erfiðara að veiða með nót en undanfarin ár.“

Fram kemur að norsk yfirvöld hafa í fleiri ár reynt að ná sambærileg skilyrði fyrir veiði norskra loðnuskipa í íslenskri lögsögu og gildir fyrir veiðar Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga. „Fiskebåt telur takmarkanir á veiðarfæri sem bara gilda fyrir norska fiskiskipaflotann sé áberandi mismunun sem í versta falli getur leitt til þess að norski fiskiskipaflotinn geti ekki veitt útgefinn kvóta á yfirstandandi vertíð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »