Markaður fyrir lax er góður og hátt verð

Sigurður Pétursson segir mikil aðlögunarhæfni hafi skipt sköpum í sölu …
Sigurður Pétursson segir mikil aðlögunarhæfni hafi skipt sköpum í sölu lax. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég tel að árið hafi verið betra en menn áttu von á,“ segir Sigurður Pétursson, sérfræðingur í fiskeldi um þá miklu framleiðsluaukningu sme orðið hefur í fiskeldi hér á landi á síðasta ári.

Hann stofnaði Arctic Fish á sínum tíma en lét af störfum hjá fyrirtækinu á síðasta ári og stofnaði Lax-inn, fræðslumiðstöð fiskeldis.

Sigurður bendir á að lax sé dýr vara. Stór hluti afurðanna hafi farið á hótel- og veitingamarkaðinn. Sá markaður hafi hrunið í kórónuveirufaraldrinum. Það hafi haft mikil áhrif á verðið en markaðurinn náð að jafna sig.

„Þeir sem vinna og selja lax sýndu mikla aðlögunarhæfni með því að skipta yfir í neytendaumbúðir fyrir stórmarkaði. Það hefur haft í för með sér að verðið hefur náð sér og er hátt. Þá hefur aukin heilsuvitund í þessu heimsástandi leitt til þess, að mati greinenda, að neytendur leiti í heilsusamlega vöru. Þar kemur laxinn sterkur inn.“

„Loks má nefna að neytendur verða sífellt meðvitaðri um kolefnisspor vörunnar sem þeir kaupa. Spor laxins er lægra en á flestum öðrum afurðum dýra. Það hefur hjálpað,“ segir Sigurður.

Eftirspurn meiri en framboð

Árið 2022 byrjar vel. Verðið lækkar venjulega eftir jól en það er óvenjulega hátt nú. Sigurður telur að spákaupmennska ráði nokkru um það. „Flestir greinendur telja að heimsframleiðsla á laxi muni aukast um 2-3% á ári á meðan markaðurinn stækki um 5-7%. Eftirspurnin vex hraðar en framboðið og menn eru því tilbúnir að greiða hærra verð en annars hefði verið,“ segir Sigurður.

Hann segir að þetta sé gott fyrir framleiðendur á Íslandi. Hér sé aukning í eldi, ólíkt því sem gerist í flestum öðrum löndum.

„Það vantar að við sem matvælaframleiðsluþjóð setjum okkur stefnu í uppbyggingu sjóræktar. Setjum okkur markmið sem eru mælanleg í magni og tíma,“ segir Sigurður þegar hann er spurður um framtíðina. Hann fagnar þó áherslum varðandi fiskeldi sem koma fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg
23.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 2.549 kg
Steinbítur 321 kg
Keila 115 kg
Ýsa 98 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 17 kg
Langa 7 kg
Samtals 3.126 kg
23.4.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Steinbítur 1.270 kg
Samtals 1.270 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg
23.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 2.549 kg
Steinbítur 321 kg
Keila 115 kg
Ýsa 98 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 17 kg
Langa 7 kg
Samtals 3.126 kg
23.4.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Steinbítur 1.270 kg
Samtals 1.270 kg

Skoða allar landanir »