Bréf sjávarútvegsfyrirtækja 354 milljarða virði

Gengi bréfa Síldarvinnslunna, Brims og Iceland Seafood International hafa hækkað …
Gengi bréfa Síldarvinnslunna, Brims og Iceland Seafood International hafa hækkað á undanförnu ári svo um munar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bréf þeirra þriggja fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi og skráð eru í kauphöllina hafa verið á góðri siglingu og hafa hækkað mikið á undanförnu ári. Markaðsvirði fyrirtækjanna þriggja – Brims hf., Síldarvinnslunnar hf. og Iceland Seafood International hf. – nemur 354 milljörðum króna.

Gengi hlutabréfa Brims hefur frá 25. janúar 2021 hækkað um 38,4% úr 54,2 krónum á hlut í 75 krónur á hlut. Er markaðsvirði félagsins því nú 146,7 milljarðar króna. Stærsti hluthafi Brims er Útgerðarfélag Reykjavíkur sem fer með 33,92% hlut í félaginu, en eigandi þess er Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims.

Næst stærsti hluthafinn í Brimi er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sem fer með 17,42% og er þriðji stærsti hluthafinn Lífeyrissjóður verslunarmanna sem fer með 10,57% hlut. Samtals fara lífeyrissjóðir sem eru meðal tíu stærstu hluthafa með ríflega 30% hlut í Brimi, að markaðsvirði rúmlega 45 milljarða króna.

Yfir 50% hækkun

Síldarvinnslan var skráð í kauphöllina í mái á síðasta ári og hafa bréfin verið eftirsótt. Eftir viðskipti fyrsta dags 27. maí var gengi bréfanna 65,2 krónur en gengi hlutabréfanna hefur hækkað um 51,8% frá þeim tíma og er nú 99 krónur. Markaðsvirði Síldarvinnslunnar er því 166,9 milljarðar króna.

Samherji Ísland ehf. er stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar með 32,64% hlut. Kjálkanes ehf. er næst stærsti hluthafinn með 17,44% hlut en það félag er í eigu sömu aðila og fara með útgerðarfélagið Gjögur hf. Þá fer Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað með 10,97% hlut í Síldarvinnslunni.

Hækkað minna en hinna

Gengi bréfa Iceland Seafood International hafa einnig hækkað á undanförnu ári en þó ekki jafn mikið og bréf annarra fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi. Gengi bréfa félagsins er nú 15,1 króna á hlut sem er 17,9% hærra en fyrir ári þegar gengi þeirra var 12,8 krónur.

Þá nemur markaðsvirði félagsins 40,4 milljörðum króna. Í því samhengi má nefna að Iceland Seafood sérhæfir sig í vinnslu og sölu afurða en er ekki með aflaheimildir eins og Brim og Síldarvinnslan.

Stærsti hluthafi Iceland Seafood International er Sjávarsýn ehf. sem fer með 10,83% hlut en félagið er í eigu Bjarna Ármannssonar forstjóra Iceland Seafood. Þá fer FISK Seafood, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, með næst stærsta hlut í félaginu eða 10,28%.

Nesfiskur ehf. fer með 10,2% hlut, Jakob Valgeir ehf. með 10,9% og Lífsverk lífeyrissjóður með 6,01%. Alls fara fimm stærstu hluthafar með 47% hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Ufsi 1.297 kg
Skarkoli 1.198 kg
Karfi 226 kg
Ýsa 210 kg
Langa 136 kg
Þykkvalúra 79 kg
Þorskur 74 kg
Sandkoli 16 kg
Steinbítur 13 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 3.257 kg
23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Ufsi 1.297 kg
Skarkoli 1.198 kg
Karfi 226 kg
Ýsa 210 kg
Langa 136 kg
Þykkvalúra 79 kg
Þorskur 74 kg
Sandkoli 16 kg
Steinbítur 13 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 3.257 kg
23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg

Skoða allar landanir »