Saltver ehf. í Keflavík hefur fest kaup á línu- og netabátnum Langanesi GK-525, en seljandi er Maron ehf. í Njarðvík. Langanes mun koma í stað netabátsins Erlings KE-140 sem Saltver ehf. hefur gert út en skemmdist mikið í bruna um áramótin.
Unnið hefur verið hröðum höndum að koma Langanesi í gagnið og hefur skráningarnafn skipsins verið breytt í Erling KE-140 með skráninganúmerið 1202.
Erling eldri er enn með sama nafn en er nú skráð sem Erling KE-14 undir skráninganúmeri 233 og verður að öllum líkindum dregið til Belgíu þar sem það fer í brotajárn. Skipið var smíðað 1964 af Ankerlökken Verft A/S í Noregi og er 366,5 brúttótonn. Skipið var lengt árið 2000 og er 40 metra að lengd og 7,2 metra að breidd.
Munar aðeins í aldri og stærð milli skipanna og var Erling KE-140 (áður Langanes) smíðað árið 1974 í skipasmíðastöðinni Stálvík hf. í Garðabæ. Skipið er 255 brúttótonn og hefur verið lengt tvisvar, fyrst 1973 og svo 1990. Lengd skipsins er 35,37 metrar og breidd þess 6,7 metrar.