Landhelgisgæslan vekur athygli á því að hafís sé líklegur til að reka frá Grænlandi í átt að Íslandi á næstu dögum vegna suðvestlægrar áttar.
Fram kemur í tilkynningu á vef Landhelgisgæslunnar að ísjaðarinn hafi verið 16 sjómílur norðvestur af Straumsnesi um klukkan tíu í morgun. Staðan sést á hafískorti Veðurstofu Íslands sem er dregið eftir myndum frá Sentinel-1 gervitunglinu.