Polar toghlerar ehf. hefur tryggt sér fjármögnun markaðssóknar vegna toghlera úr endurunnu plasti. Fjármögnunin kemur frá Nefco undir hinni svokölluðu grænu endurheimtaráætlun sjóðsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
„Polar er frumkvöðull í að þróa sjálfbær veiðarfæri. Einstök hönnun á Pluto hlerum hefur sýnt sig að vera afar skilvirk, neyta minna eldsneytis, vernda brotgjörn vistkerfi sjávarbotnsins, og takast á við þætti varðandi plastúrgang“, segir Meeri Kaurissaari, fjárfestingarfulltrúi Nefco, í tilokynningunni.
Sjóðurinn býður fjármögnun fyrir lítil og meðalstór norræn fyrirtæki til að styðja alþjóðlegan vöxt utan Norðurlandanna og hraða uppbyggingu grænna norræna lausna.
Í desember síðastliðnum hlaut Polar Toghlerar 50 milljóna króna styrk úr Tækniþróunarsjóði. Í fyrra hafði félagið einnig fengið styrk úr samstarfssjóði við atvinnulíf sem haldinn er úti af utanríkisráðuneytinu, en verkefnið felur í sér söfnun á plastúrgangi á landi og við strendur Senegal til endurvinnslu gegn gjaldi hjá fyrirtækinu Ecobag í höfuðborginni Dakar, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins.