Margir vilji kynna sér hina hliðina

Iða Marsibil Jónsdóttir og Sigurður Pétursson taka á móti gestum …
Iða Marsibil Jónsdóttir og Sigurður Pétursson taka á móti gestum og uppfræða þá í Lax-inn, fræðslumiðstöð fiskeldis í 101 Reykjavík. Kristinn Magnússon

Margir hafa sýnt starfsemi nýrrar fræðslumiðstöðvar fiskeldis, Lax-inn, í 101 Reykjavík áhuga. Þangað hafa komið yfir tvö þúsund manns á þeim fjórum mánuðum sem miðstöðin hefur verið opin, til að leita upplýsinga um fiskeldið, auk þess sem margir hafa sent fyrirspurnir á netinu.

Sigurður Pétursson, stofnandi fræðslumiðstöðvarinnar, og Iða Marsibil Jónsdóttir framkvæmdastjóri segja að þeir hópar og einstaklingar sem komið hafa séu þar af mismunandi ástæðum. Þau nefna nemendur og fólk úr stjórnsýslunni. Sigurður segir að það hafi komið þeim á óvart hversu margir gestir hafi komið til að athuga fjárfestingamöguleika í fiskeldi eða hafi hugmyndir um nýsköpun í greininni eða tengdum þjónustugreinum. Fólk sem sé að velta umhverfismálunum fyrir sér sé þó líklega stærsti gestahópurinn.

Fólk sem heyrt hafi af því að fiskeldi sé ein umhverfisvænasta leiðin til að framleiða dýraprótein eða fólk sem vilji athuga hvort ekki sé hægt að finna að einhverju. „Ég held að flestir fari fróðari og jákvæðir frá okkur og margir koma aftur til að athuga nánar einhver atriði,“ segir Sigurður. Iða Marsibil nefnir til viðbótar að þó nokkuð sé um erlenda gesti. Þar á meðal eru gestir sem áhuga hafa á að stofna fræðslumiðstöðvar í líku formi.

Mynd/mbl.is

Upplýst umræða er hvatinn

Hvatinn að stofnun fræðslumiðstöðvarinnar er þörfin fyrir að fræða fólk um tækifæri til ræktunar í sjó, bæði í hafi og á landi. „Umræðan um fiskeldið hefur verið heldur neikvæð og þá sérstaklega um sjóeldið þó hún sé vissulega ólík eftir því hvar maður er staddur. Hún er neikvæð á kaffihúsi í 101 Reykjavík en jákvæð á veitingastaðnum á Tálknafirði, svo dæmi séu tekin. Þeir sem vinna við fiskeldi eða þekkja það úr sínu nærsamfélagi hafa að okkar mati aðra sýn á þessum mest vaxandi atvinnuvegi okkar Íslendinga. Það má því segja að umræðan hafi á stundum verið leidd af aðilum sem ekki hafa verið í nálægð við eldið eða hafa á því þekkingu. Þar berum við líka ábyrgð sem tengjumst þessari atvinnugrein að hafa ekki verið nógu dugleg við að koma upplýsingum á framfæri,“ segir Sigurður en bendir jafnframt á að upplýsingar séu ekki jafn opnar um nokkra aðra atvinnugrein.

Nefnir starfsemina í tölum á mælaborði fiskeldis hjá Mast, að á vef Umhverfisstofnunar megi sjá niðurstöður umhverfisvöktunar hjá öllum eldisstöðvum á Íslandi og á vef Hafrannsóknastofnunar séu upplýsingar um vöktun veiðiáa og loks sé ýmsar upplýsingar að finna á heimasíðum sumra fiskeldisfyrirtækjanna.

Fræðslumiðstöðin er á Mýrargötu 26, við gömlu höfnina í Reykjavík. Þar tekur reynt fólk úr rekstri fiskeldisfyrirtækja, Iða Marsibil sem lengi starfaði hjá Arnarlaxi og Sigurður sem stofnaði Arctic Fish, á móti einstaklingum og hópum og veita fræðslu um greinina. Þar eru einnig á skjám ýmsar staðreyndir og hægt að fylgjast með beinum útsendingum úr starfinu, meðal annars úr land- og sjóeldi og vinnslu afurða.

Iða Marsibil er ánægð með áhuga gesta. Segir að gestahópurinn sé breiður, áhugi leynist víða. „Margir hafa heyrt neikvæðu raddirnar en verða forvitnir og vilja kynna sér hina hliðina. Við erum með upplýsingar um þá hlið hér og getum svalað forvitni fólks.“

Þau leggja áherslu á að ekki sé aðeins fjallað um laxinn heldur almennt um rækt í sjó og heildaraðfangakeðju sjóræktar frá hrogni til tilbúinna afurða. Þar er frætt um mismunandi tækni við eldi á landi og í sjó og eldi ólíkra eldistegunda þótt laxfiskar (lax, bleikja og silungur) séu eðlilega stór hluti fræðslunnar. Einnig er fræðsla um alla tækni og þjónustu sem þarf til að framleiða afurðirnar og koma þeim á borð neytenda.

Fiskeldi er sífellt mikilvægari útflutningsgrein.
Fiskeldi er sífellt mikilvægari útflutningsgrein. mbl.is/Þorgeir

Tækifæri sem þarf að nýta

Sigurður vekur athygli á því að fyrir áratug hafi útflutningsverðmæti afurða fiskeldis verið 0,7% af útflutningi þjóðarinnar en sé nú komið yfir 5% og fari vaxandi. Nú sé lax orðinn næst verðmætasta fisktegundin, á eftir þorski.

Sigurður bendir á að 12% af útflutningsverðmæti sjávarútvegs komi úr fiskeldi. Í Noregi sé þetta hlutfall 70% og telur Sigurður það til marks um það hversu tækifærin hér eru mikil. Nefnir hann í því sambandi einstaka eiginleika landsins í jarðhita, grænni orku, fersku vatni og sjó úr borholum sem gefur landsmönnum tækifæri til að verða leiðandi í sjórækt, bæði á landi og hafi. „Það eru einmitt þeir þættir sem alþjóðastofnanir leggja áherslu á í tengslum við uppbyggingu sjálfbærrar matvælaframleiðslu og almennir neytendur eru að sækjast eftir. Þessi tækifæri þarf að nýta betur og matvælalandið Ísland á að setja sér markviss og mælanleg markmið til þess að verða leiðandi í slíkri umhverfisvænni matvælaframleiðslu,“ segir Sigurður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »