Norðmenn leita í íslenskt var

Selvaag Senior, Endre Dyrøy og Hargun eru við bryggju á …
Selvaag Senior, Endre Dyrøy og Hargun eru við bryggju á Akureyri og munu líklega bíða af sér hvasseðrið sem mun ganga yfir loðnumiðin í kvöld og á morgun. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Fjöldi loðnuskipa hefur lagt við bryggju í dag og mun bíða af sér hvassviðri sem mun fara yfir miðin norður af landinu í kvöld og færast austur í nótt og á morgun. Jafnframt má sjá töluverða brælu á miðunum í sjólagsspá Vegagerðarinnar.

Þetta er ekki fyrsta sinn sem skipin þurfa að bíða af sér lægð en á föstudag fyrir viku var annasamt hjá Landhelgisgæslunni að beina norsku skipunum í var enda norsku skipstjórarnir ekki allir kunnugir staðháttum.

Á Akureyri hafa norsku loðnuskipin Selvaag Senior, Endre Dyrøy og Hargun komið sér fyrir við bryggjuna hjá Oddeyrarskála sem hýsir meðal annars Verðlagsstofu skiptaverðs.

Veiðin hefur gengið brösuglega hjá norsku skipunum sem eru um 25 á veiðum í lögsögunni, en veiði þeirra virðiust vera að taka sig eitthvað upp og kom Straumberg til hafnar á Fáskrúðsfirði með 110 tonn í morgun samkvæmt vef Loðnuvinnslunnar. Þar eru nú einnig norsku skipin Norderveg, Rav, Roaldsen, Dønnalaks, Malene og Steinevik.

Þá hafa norsku skipin Gardar og Havdron lagt við bryggju á Seyðisfirði en þar er einnig hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson sem hefur verið ásamt Árna Friðrikssyni á loðnumælingum. Árni Friðriksson er hins vegar á miðunum.

Fjöldi norskra skipa er einnig við bryggju á Reyðarfirði, Eskifirði og í Neskaupstað, en þar er einnig varðskipið Þór.

Hópur íslenskra, færeyskra og grænlenskra skipa eru enn á miðunum um 50 mílur norðaustur af Langanesi. Norsku skipin hafa verið að reyna fyrir sér mun sunnar við Rauðatorgið, um 50 mílur austur af Djúpavogi, og eru þar nú um 13 skip.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »