Benedikt tók skóflustunguna fyrir eldi Samherja

Benedikt Kristjánsson tekur fyrstu skóflustunguna að stækkun Silfurstjarnarinnar.
Benedikt Kristjánsson tekur fyrstu skóflustunguna að stækkun Silfurstjarnarinnar. Ljósmynd/Samherji

Verklegar framkvæmdir við stækkun landeldisstöðvar Fiskeldis Samherja í Öxarfirði, Silfurstjörnunnar, hófust í síðustu viku og féll það í hlut Benedikts Kristjánssonar að taka fyrstu skóflustunguna, en hann sá um byggingu hennar 1998 og var framkvæmdastjóri hennar um árabil.

Stjórn Samherja fiskeldis ehf. ákvað á síðasta ári að stækka landeldisstöðina um helming og er stefnt að því að framleiðslan verði um þrjú þúsund tonn af laxi á ári hverju. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er um ein og hálfur milljarður króna.

„Byggð verða fimm ný ker sem verða um helmingi stærri að umfangi en stærstu kerin sem fyrir eru. Auka þarf sjótöku, byggja hreinsimannvirki, stoðkerfi og koma fyrir ýmsum tækjabúnaði,“ segir í færslu á vef Samherja.

Stækkunin mun hafa í för með sér ýmsa nýjunga svo sem að prófa nýjar aðferðir og nýtingu stærri eininga. Reynslan mun nýtast við skipulagningu og uppbyggingu 40.000 tonna laxeldisstöð fyrirtækisins á Reykjanesi.

Silfurstjarnan. Neðst á myndinni til vinstri er grafan sem notuð …
Silfurstjarnan. Neðst á myndinni til vinstri er grafan sem notuð var til að taka fyrstu skóflustunguna. Ljósmynd/Samherji

Stærsti vinnuveitandinn í Öxarfirði

„Já, sannarlega. Silfurstjarnan er stærsti vinnuveitandinn í Öxarfirði fyrir utan sjálft sveitarfélagið. Með þessari stækkun fjölgar starfsfólki og þjónustu aðilar fá aukin verkefni. Þessi starfsemi styrkir svæðið svo um munar sem matvælahérað enda eru aðstæður frá náttúrunnar hendi ákjósanlegar. Ég hef starfað hérna frá upphafi og þess vegna fylgst ágætlega með rekstrinum. Héðan fara vikulega milli 20 tog 30 tonn af laxi og með stækkun aukast umsvifin verulega. Ég er því full tilhlökkunar,“ segir Olga Gísladóttir, vinnslustjóri sláturhúss Silfurstjörnunnar, í færslunni.

Olga Gísladóttir.
Olga Gísladóttir. Ljósmynd/Samherji

Þá segir eldisstjórinn Thomas Helmig aðstæður til landeldis í Öxarfirði mjög góðar. „Silfurstjarnan er á margan hátt komin til ára sinna og með þessari miklu stækkun er verið að nútímavæða starfsemina, auk þess sem þessi rekstrareining verður hagkvæmari. Við höfum beðið þessarar stundar lengi og þetta er spennandi og lærdómsríkt verkefni. Sjálfvirknin verður ansi mikil, enda hefur tækninni fleygt fram á undanförnum árum.“

„Umsvifin vegna stækkunarinnar verða mikil á næstu mánuðum og gangi allt eftir verða nýju kerin tekin í notkun næsta haust. Það eru því að renna upp nýir tímar í rekstri Silfurstjörnunnar og með þessum fjárfreku framkvæmdum styrkist starfsöryggið, þannig að við erum öll spennt fyrir þessum framkvæmdum,“ segir Thomas.

Thomas Helmig.
Thomas Helmig. Ljósmynd/Samherji
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »