Alls hafa drepist á bilinu 1,5 til 2 þúsund tonn af laxi í tveimur sjókvíum Acrtic Fish í Dýrafirði það sem af er ári. Það eru um 15 til 20 prósent af lífmassa í kvíunum, sem telja um 10 þúsund tonn af fiski. Fyrirtækið gaf frá sér afkomuviðvörun um helgina þar sem segir að líffræðilegar áskoranir hafi valdið dauða fisksins. Afföllin munu hafa áhrif á afkomu fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi ársins en betur verður skýrt hvaða áhrif þetta mun hafa á rekstrarárið í kynningu í lok febrúar.
„Þetta eru verulegar tekjur sem við erum að verða af. Þetta var fiskur sem var kominn upp í sláturstærð. Það var búið að leggja út allan kostnaðinn og það átti bara eftir að innheimta tekjurnar,“ segir Daníel Jakobsson í samtali við Morgunblaðið, en hann starfar fyrir Arctic Fish.
Fyrirtækið er í eigu norsku laxeldissamsteypunnar Norwegian Royal Salmon ASA, sem er sjötta stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi með heimildir til framleiðslu á 24 þúsund tonnum af laxi á Íslandi. Arctic Fish framleiddi næstmest af laxi á Íslandi á síðasta ári, um 23.400 tonn.
Í tilkynningu sem send var út í lok janúar sagði að verið væri að flýta slátrun á fiski til að lágmarka afföllin, en það hefur ekki gengið sem skyldi. Afföllin eru mun meiri en búist var við.
Samspil nokkurra þátta veldur dauða fisksins að sögn Daníels. Þar á meðal er aukið álag á laxinn vegna flutninga á síðasta ári og slæmra veðurskilyrða. Þá er sjávarhiti einnig lágur, eða um ein gráða, og laxinn gjarnari á að fá vetrarsár við þær aðstæður.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.2.25 | 629,06 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.2.25 | 509,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.2.25 | 472,14 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.2.25 | 248,47 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.2.25 | 261,73 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 307,05 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.2.25 | 393,15 kr/kg |
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 153 kg |
Þorskur | 42 kg |
Karfi | 13 kg |
Samtals | 208 kg |
7.2.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 914 kg |
Ufsi | 44 kg |
Grásleppa | 31 kg |
Skarkoli | 20 kg |
Ýsa | 12 kg |
Karfi | 5 kg |
Samtals | 1.026 kg |
7.2.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Bf B | 1.432 kg |
Samtals | 1.432 kg |
6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 541 kg |
Steinbítur | 201 kg |
Ýsa | 77 kg |
Þorskur | 73 kg |
Sandkoli | 66 kg |
Þykkvalúra | 18 kg |
Samtals | 976 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.2.25 | 629,06 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.2.25 | 509,42 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.2.25 | 472,14 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.2.25 | 248,47 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.2.25 | 261,73 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 307,05 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.2.25 | 393,15 kr/kg |
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 153 kg |
Þorskur | 42 kg |
Karfi | 13 kg |
Samtals | 208 kg |
7.2.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 914 kg |
Ufsi | 44 kg |
Grásleppa | 31 kg |
Skarkoli | 20 kg |
Ýsa | 12 kg |
Karfi | 5 kg |
Samtals | 1.026 kg |
7.2.25 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Bf B | 1.432 kg |
Samtals | 1.432 kg |
6.2.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 541 kg |
Steinbítur | 201 kg |
Ýsa | 77 kg |
Þorskur | 73 kg |
Sandkoli | 66 kg |
Þykkvalúra | 18 kg |
Samtals | 976 kg |