„Gæfa að strandveiðum var komið á“

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna, skrifar í aðsendri grein í …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna, skrifar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að strandveiðar hafi sýnt að þær hafa verið jákvæð breyting í fiskveiðistjórnunarkerfinu. mbl.is/Golli

„Það er mikil gæfa sjávarútvegsins að strandveiðum var komið á árið 2009 og festar í lög ári síðar. Hundruð sjómanna með útgerðarblóð í æðum flykktust á sjó og hófu veiðar með handfærum, strandveiðar,“ skrifar Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda (LS), í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir hann strandveiðarnar ekki einungis hafa veitt nýjum aðilum tækifæri til útgerðar heldur auk þess létt undir með þeim sem gera út með litlar aflaheimildir. Vísar Örn til þess að 672 hafi tekið þátt í strandveiðunum síðasta sumar.

Aflaheimildum sem ætlað er strandveiðum í sumar nema 8.500 tonnum sem er 15% minna en voru 10 þúsund tonn á síðasta ári. LS hefur mótmælt skerðingunni og hkrefjast þess að öllum sem taka þátt í veiðunum verði tryggðir 48 veiðidagar.

„Metnaður manna um gæði aflans er gríðarlegur og launin fyrir það sjást á uppgjöri frá fiskmörkuðum þar sem verð er í hæstu hæðum. Meðalverð á óslægðum þorski á handfæri á sl. sumri var 349 kr./kg sem er rúmlega 70% hærra en útgefið verð frá Verðlagsstofu skiptaverðs var fyrir þriggja kílóa þorsk. Tekjupóstar til löndunarstaða taka margir hverjir mið af aflaverðmæti þannig að nærvera strandveiðibáta er þeim kærkomin,“ skrifar Örn.

Í pistli á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fullyrti Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, athygli á því að það hefði verið viðvarandi vandamál hjá strandveiðisjómönnum að skila afurð í nægilega miklum gæðaflokki. Benti hún meðal annars á skýrslu Matís, Matvælastofnun og Fiskistofu frá 2011.

Heiðrún Lind sagði jafnframt sanngirnismál að skerðingar í þorskkvótanum nái jafnt til allra sem stunda veiðar.

Auki rekstraröryggi

Örn segir í grein sinni strandveiðar tryggja framboð af þorski á þeim tíma sem alla jafna er lítið framboð á fiskmörkuðum og

„Strandveiðar hafa tryggt rekstur fiskmarkaða og þar með tilveru margra lítilla og meðalstórra fiskvinnslufyrirtækja. Því kom ekki á óvart að í fyrra skoraði stjórn Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) á ráðherra að nægjanlegar veiðiheimildir yrðu tryggðar til þess að strandveiðimenn geti lokið veiðitíma sínum,“ skrifar hann í grein sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.24 477,85 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.24 568,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.24 324,35 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.24 266,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.24 217,36 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.24 257,51 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 17.4.24 163,22 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 1.544 kg
Steinbítur 551 kg
Þorskur 240 kg
Hlýri 99 kg
Skarkoli 96 kg
Langa 10 kg
Keila 6 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.548 kg
17.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.222 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 36 kg
Samtals 2.066 kg
17.4.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 4.588 kg
Ýsa 1.782 kg
Karfi 164 kg
Steinbítur 129 kg
Ufsi 27 kg
Langa 11 kg
Keila 11 kg
Samtals 6.712 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.24 477,85 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.24 568,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.24 324,35 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.24 266,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.24 217,36 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.24 257,51 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 17.4.24 163,22 kr/kg
Litli karfi 16.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 1.544 kg
Steinbítur 551 kg
Þorskur 240 kg
Hlýri 99 kg
Skarkoli 96 kg
Langa 10 kg
Keila 6 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.548 kg
17.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.222 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 36 kg
Samtals 2.066 kg
17.4.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 4.588 kg
Ýsa 1.782 kg
Karfi 164 kg
Steinbítur 129 kg
Ufsi 27 kg
Langa 11 kg
Keila 11 kg
Samtals 6.712 kg

Skoða allar landanir »