Konum hefur fækkað í fiskiðnaði en ekki störfum

Færri konur starfa í fiskiðnaði þrátt fyrir að störf séu …
Færri konur starfa í fiskiðnaði þrátt fyrir að störf séu sambærilega mörg. Margt bendir til að tæknivæðing fiskvinnslna hafi fyrst og fremst fækkað störfum sem konur hafa unnið. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Alls voru 5,7% færri starfandi í fiskeldi, -veiðum og -iðnaði í fyrra en fyrir rúmum áratug. Konum hefur fækkað mikið í fiskiðnaði þrátt fyrir að jafnmargir starfi þar nú og árið 2008. Tækniframfarir og útflutningur á óunnum afla er líklegasta skýringin á þróuninni.

Í fyrra starfaði 8.361 í fiskeldi, -veiðum og -iðnaði og það eru 5,7% færri en störfuðu í þessum greinum árið 2008, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Störfin voru flest árin 2012 til 2014 þegar fleiri en tíu þúsund störfuðu í þessum hluta atvinnulífsins. Hlutfall kvenna í þessum störfum hefur lækkað í 27,8% en hlutfallið var 30,1% árin 2014 til 2017.

Í fyrra var 4.761 starfandi í fiskiðanði á Íslandi sem er 38 fleiri en árið 2008. Fjöldinn hefur sveiflast á tímabilinu og var mesti fjöldi árin 2013 og 2014 þegar tæplega sex þúsund störfuðu í fiskiðnaði á Íslandi.

Kort/mbl.is

Mismunandi eftir tegundum

Fyrst um sinn kann að virðast sem fjöldi starfandi í fiskiðnaði sveiflist í takt við veiddan afla en það virðist vera bundið við ákveðnar tegundir. Þegar skoðuð er þróun þorskafla eykst þorskafli töluvert á tímabilinu og veiddi íslenski fiskiskipaflotinn 151 þúsund tonn af þorski árið 2008 en rúm 271 þúsund tonn árið 2021. Hins vegar helmingast ýsuaflinn á tímabilinu og ufsinn minnkar lítillega. Það skýrir þó ekki fækkun starfa þar sem minnsti ýsuaflinn var 2014 og það sama á við um minnsta ufsaaflann, en um það leyti var mesti fjöldi starfandi í fiskiðnaði.

Uppsjávartegundirnar kunna þó að hafa sitt að segja og var loðnuaflinn töluverður á þeim tíma er mesti fjöldi starfaði í fiskiðnaði, en heilt yfir minnkar loðnan töluvert og endaði í tveggja ára loðnubresti árin 2019 og 2020. Síldaraflinn hefur sveiflast en var minnstur 2015 og hefur kolmunnaaflinn verið mestur síðustu ár. Makrílaflinn var í fyrra 132 þúsund tonn en var um það bil 170 þúsund tonn árin 2014 til 2017.

Fjöldi starfa jólkst þegar makrílveiðar urðu fyrirferðameiri.
Fjöldi starfa jólkst þegar makrílveiðar urðu fyrirferðameiri. mbl.is/Árni Sæberg

Alls veiddust tæp 655 þúsund tonn af síld, loðnu, kolmunna og makríl í fyrra en 582 þúsund tonn voru veidd 2008. Íslenski flotinn náði hins vegar tæplega milljón tonnum í þessum tegundum 2012, var rúm 872 þúsund tonn 2013 og 845 þúsund tonn árið 2015.

Rækjuvinnsla hefur einnig dregist nokkuð saman á tímabilinu þar sem veiðarnar eru orðnar afar litlar miðað við hvernig áður var. Þá er töluvert af þeirri rækju sem unnin er hér á landi úr grænlenskri lögsögu.

Í takti við óunninn afla

Þegar tölur um útflutning á óunnum afla eru skoðaðar birtist hins vegar önnur mynd. Fyrirferðarmestu tegundirnar eru þorskur, karfi, ýsa, ufsi og skarkoli og voru tæplega 70 þúsund tonn af óunnum fiski flutt úr landi árið 2008. Þetta magn minnkaði mjög næstu ár og nam aðeins 24 þúsund tonnum 2014, einmitt þegar mesti fjöldi starfaði við fiskiðnað.

Jókst síðan útflutingur á óunnum afla og nam hann rúmum 57 þúsund tonnum 2020.

Kort/mbl.is

Það er hins vegar ekki einungis þessi útflutningur sem hefur fækkað störfum þar sem umfangsmikil sjálfvirknivæðing hefur átt sér stað í sjávarútvegi á undanförnum árum.

Vildu höfundar skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi, sem birt var í fyrra, meina að „véla- og tæknivæðing í stærstu fiskvinnsluhúsum“ hefði einnig átt hlut í að fækka atvinnutækifærum.

Áberandi kynjamunur

Athygli vekur að þrátt fyrir að fjöldi starfandi í fiskiðnaði hafi nánast staðið í stað milli 2008 og 2021 hefur hlutfall kvenna lækkað úr 46,9% í 40,6%. Konum fjölgaði í greininni til ársins 2013 en þá tók þeim að fækka og voru þær 1.932 í fyrra, 12,9% færri en 2008. Fjöldi karla í fiskiðnaði hefur einnig sveiflast á tímabilinu en þeir eru nú 12,8% fleiri en þeir voru 2008.

Bendir þetta til þess að þessir tveir þættir sem fækkað hafa störfum í fiskiðnaði frá 2014 hafi fyrst og fremst bitnað á konum. Ekki er ljóst hvað veldur, en mögulega kann skýringin að felast í því að tæknivæðing fiskvinnslu krefst starfsmanna með þekkingu er tengist iðnaði og tækni og er meira framboð á körlum en konum í slík störf.

Vinnslulínur hafa séð mikla breytingu á undanförnum árum.
Vinnslulínur hafa séð mikla breytingu á undanförnum árum. Ljósmynd/Skinney-Þinganes

Ef litið er til fiskveiða og -eldis er ljóst að þessir hópar eiga ekki endilega samleið en ekki var annar kostur en að vinna út frá gögnum Hagstofu Íslands eins og þau eru flokkuð.

Áberandi er að störfum hafi fækkað um 539 eða 13% frá árinu 2008. Þetta má líklega rekja til þess að bátar og skip eru orðin mun tæknivæddari og eru fær um að ná mun meiri afla nú en fyrir rúmum áratug. Þó ber að taka fram að þrátt fyrir að meðalaldur togara hafi lækkað síðustu ár hefur meðalaldur vélskipa og opinna báta hækkað.

Mögulega mætti rekja hluta af fækkun þeirra sem starfa innan þessa liðar til þess að makríllinn hafi leitað lengra frá landi, en um tíma var hægt að veiða makríl á handfæri. Þegar mest lét náðu íslenskir bátar 8.540 tonnum af makríl á handfæri, en það voru 8 tonn 2020. Þessi þróun hefur líklega átt einhvern þátt í fjölgun starfa í fiskiðnaði en mikil aukning var í makrílveiðum með handfæri 2013 og 2014.

Konum fjölgar í veiði og eldi

Þegar er litið til samsetningar kynjanna í fiskveiði og -eldi sést bersýnilega að körlum hefur fækkað um 15,3% á tímabilinu 2008 til 2021 en konum hefur fjölgað um 12,4%. Vegna þess hve fáar konur það eru sem falla undir þennan lið þarf þeim ekki að fjölga mikið til að hafa áhrif á tölfræðina. Hvað skýrir fjölgunina er ekki vitað.

Þá vekur athygli að störfum hafi fækkað eins mikið og raun ber vitni í ljósi þess öra vaxtar sem hefur átt sér stað í fiskeldi hér á landi. Alls voru framleidd 5.029 tonn í fiskeldi árið 2008 en tæp 53 þúsund tonn voru framleidd 2021.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.8.22 511,98 kr/kg
Þorskur, slægður 18.8.22 520,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.8.22 454,89 kr/kg
Ýsa, slægð 18.8.22 322,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.8.22 199,97 kr/kg
Ufsi, slægður 18.8.22 255,90 kr/kg
Djúpkarfi 15.8.22 20,00 kr/kg
Gullkarfi 18.8.22 305,47 kr/kg
Litli karfi 12.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.8.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.8.22 Jón Hákon BA-061 Rækjuvarpa
Arnarfjarðarrækja 6.678 kg
Samtals 6.678 kg
18.8.22 Kaldbakur EA-001 Botnvarpa
Grálúða 3.834 kg
Gullkarfi 567 kg
Ufsi 409 kg
Þorskur 402 kg
Samtals 5.212 kg
18.8.22 Patrekur BA-064 Dragnót
Skarkoli 2.671 kg
Ýsa 729 kg
Sandkoli norðursvæði 69 kg
Stórkjafta öfugkjafta 38 kg
Lúða 17 kg
Samtals 3.524 kg
18.8.22 Hópsnes GK-077 Landbeitt lína
Þorskur 325 kg
Hlýri 151 kg
Gullkarfi 41 kg
Steinbítur 37 kg
Ufsi 22 kg
Keila 10 kg
Samtals 586 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.8.22 511,98 kr/kg
Þorskur, slægður 18.8.22 520,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.8.22 454,89 kr/kg
Ýsa, slægð 18.8.22 322,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.8.22 199,97 kr/kg
Ufsi, slægður 18.8.22 255,90 kr/kg
Djúpkarfi 15.8.22 20,00 kr/kg
Gullkarfi 18.8.22 305,47 kr/kg
Litli karfi 12.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.8.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.8.22 Jón Hákon BA-061 Rækjuvarpa
Arnarfjarðarrækja 6.678 kg
Samtals 6.678 kg
18.8.22 Kaldbakur EA-001 Botnvarpa
Grálúða 3.834 kg
Gullkarfi 567 kg
Ufsi 409 kg
Þorskur 402 kg
Samtals 5.212 kg
18.8.22 Patrekur BA-064 Dragnót
Skarkoli 2.671 kg
Ýsa 729 kg
Sandkoli norðursvæði 69 kg
Stórkjafta öfugkjafta 38 kg
Lúða 17 kg
Samtals 3.524 kg
18.8.22 Hópsnes GK-077 Landbeitt lína
Þorskur 325 kg
Hlýri 151 kg
Gullkarfi 41 kg
Steinbítur 37 kg
Ufsi 22 kg
Keila 10 kg
Samtals 586 kg

Skoða allar landanir »