Gerðu 700 milljóna króna samning í Finnlandi

Forsvarsmenn Meitmel og HPP Solutions á hafnarsvæðinu í bænum Kaskinen …
Forsvarsmenn Meitmel og HPP Solutions á hafnarsvæðinu í bænum Kaskinen þar sem verksmiðjan verður til húsa. Ljósmynd/HPP Solutions

HPP Solutions, dótturfélag Héðins, og finnska fyrirtækið Meitmel gengu á mánudag frá samningi um sölu og uppsetningu á próteinverksmiðju í bænum Kaskinen í Finnlandi. Verðmæti samningsins er 700 milljónir króna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Fram kemur í tilkynningunni að próteinverksmiðjan sé „byggð á íslensku verk- og hugviti og var í þróun hjá Héðni í um tíu ár en fyrsta gerð hennar var gangsett árið 2017 um borð í Sólbergi ÓF-1 frá Ramma hf“. Þá var hefur einnig verið sett upp 380 tonna verksmiðja frá HPP í húsakynnum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Nýr kafli í sögu Kaskinen

Forsvarsmenn Meitmel eru tveir ungir Finnar, Anders Granfors og Jonathan Hast , annar skipstjórnarmenntaður og hinn yfirvélstjóri. Sagt er frá því í tilkynningunni að Kaskinen sé vestast í Finnlandi og að bærinn hafi áður verið ein helsta fiskihöfn Finnlands en nú sé bæjarfélagið það minnsta.

Það hafi haft mikil áhrif atvinnulífið í þorpinu þegar stórri pappírsverksmiðju var lokað kjölfar fjármálahrunsins en nú sé von um að nýr kafli hefjist. Nýja verksmiðjan mun vera í húsnæði sem hefur staðið tómt undanfarin ár en verkefnið er að hluta fjármagnað með styrk frá finnska sjávarútvegsráðuneytinu og Evrópusambandinu.

Frá vinstri: Anders Granfors og Jonathan Hast eigendur Meitmel, Ragnar …
Frá vinstri: Anders Granfors og Jonathan Hast eigendur Meitmel, Ragnar Sverrisson, framkvæmdastjóri HPP Solutions, Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Finnlandi og Pétur Jakob Pétursson, markaðs- og sölustjóri HPP Solutions. Skrifað var undir samninginn í ráðhúsi Kaskinen. Ljósmynd/HPP Solutions

7 milljarða útflutningsverðmæti

HPP, sem varð um áramótin sjálfstætt félag, hefur selt próteinverksmiðjuna í ýmsum útfærslum til skipaútgerða og fyrirtækja í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Færeyjum, Englandi, Finnlandi, Frakklandi, Grænlandi og Noregi. Útflutningsverðmætin sem um ræðir, að samningnum við Finnana meðtöldum, nemi samtals um sjö milljörðum króna.

„Styrkleikar HPP próteinverksmiðjunnar liggja í því að hún tekur að minnsta kosti 30 prósent minna pláss, er með 30 prósent færri íhlutum og eyðir 30 prósent minni orku en hefðbundnar fiskimjölsverksmiðjur,“ er fullyrt í tilkynningu félagsins.

Vinnslugeta verksmiðju frá HPP getur verið á bilinu 10 til 400 tonn á dag eftir því hver stærð hennar sé. Sértök einkenni lausnar HPP er sögð vera að verksmiðjan taki um 30% minna pláss, með mun færri íhlutum og eyði 30% minni orku en aðrar fiskimjölverksmiðjur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 30.9.22 420,03 kr/kg
Þorskur, slægður 30.9.22 507,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.9.22 336,17 kr/kg
Ýsa, slægð 30.9.22 277,24 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.9.22 228,63 kr/kg
Ufsi, slægður 30.9.22 274,71 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 30.9.22 278,44 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.9.22 Grímsnes GK-555 Þorskfisknet
Þorskur 1.210 kg
Ýsa 402 kg
Gullkarfi 57 kg
Keila 23 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.701 kg
30.9.22 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 1.353 kg
Hlýri 141 kg
Keila 76 kg
Ýsa 67 kg
Ufsi 58 kg
Gullkarfi 36 kg
Samtals 1.731 kg
30.9.22 Eskey ÓF-080 Lína
Þorskur 4.114 kg
Ýsa 1.720 kg
Samtals 5.834 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 30.9.22 420,03 kr/kg
Þorskur, slægður 30.9.22 507,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.9.22 336,17 kr/kg
Ýsa, slægð 30.9.22 277,24 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.9.22 228,63 kr/kg
Ufsi, slægður 30.9.22 274,71 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 30.9.22 278,44 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.9.22 Grímsnes GK-555 Þorskfisknet
Þorskur 1.210 kg
Ýsa 402 kg
Gullkarfi 57 kg
Keila 23 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.701 kg
30.9.22 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 1.353 kg
Hlýri 141 kg
Keila 76 kg
Ýsa 67 kg
Ufsi 58 kg
Gullkarfi 36 kg
Samtals 1.731 kg
30.9.22 Eskey ÓF-080 Lína
Þorskur 4.114 kg
Ýsa 1.720 kg
Samtals 5.834 kg

Skoða allar landanir »