Gerðu 700 milljóna króna samning í Finnlandi

Forsvarsmenn Meitmel og HPP Solutions á hafnarsvæðinu í bænum Kaskinen …
Forsvarsmenn Meitmel og HPP Solutions á hafnarsvæðinu í bænum Kaskinen þar sem verksmiðjan verður til húsa. Ljósmynd/HPP Solutions

HPP Solutions, dótturfélag Héðins, og finnska fyrirtækið Meitmel gengu á mánudag frá samningi um sölu og uppsetningu á próteinverksmiðju í bænum Kaskinen í Finnlandi. Verðmæti samningsins er 700 milljónir króna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Fram kemur í tilkynningunni að próteinverksmiðjan sé „byggð á íslensku verk- og hugviti og var í þróun hjá Héðni í um tíu ár en fyrsta gerð hennar var gangsett árið 2017 um borð í Sólbergi ÓF-1 frá Ramma hf“. Þá var hefur einnig verið sett upp 380 tonna verksmiðja frá HPP í húsakynnum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Nýr kafli í sögu Kaskinen

Forsvarsmenn Meitmel eru tveir ungir Finnar, Anders Granfors og Jonathan Hast , annar skipstjórnarmenntaður og hinn yfirvélstjóri. Sagt er frá því í tilkynningunni að Kaskinen sé vestast í Finnlandi og að bærinn hafi áður verið ein helsta fiskihöfn Finnlands en nú sé bæjarfélagið það minnsta.

Það hafi haft mikil áhrif atvinnulífið í þorpinu þegar stórri pappírsverksmiðju var lokað kjölfar fjármálahrunsins en nú sé von um að nýr kafli hefjist. Nýja verksmiðjan mun vera í húsnæði sem hefur staðið tómt undanfarin ár en verkefnið er að hluta fjármagnað með styrk frá finnska sjávarútvegsráðuneytinu og Evrópusambandinu.

Frá vinstri: Anders Granfors og Jonathan Hast eigendur Meitmel, Ragnar …
Frá vinstri: Anders Granfors og Jonathan Hast eigendur Meitmel, Ragnar Sverrisson, framkvæmdastjóri HPP Solutions, Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Finnlandi og Pétur Jakob Pétursson, markaðs- og sölustjóri HPP Solutions. Skrifað var undir samninginn í ráðhúsi Kaskinen. Ljósmynd/HPP Solutions

7 milljarða útflutningsverðmæti

HPP, sem varð um áramótin sjálfstætt félag, hefur selt próteinverksmiðjuna í ýmsum útfærslum til skipaútgerða og fyrirtækja í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Færeyjum, Englandi, Finnlandi, Frakklandi, Grænlandi og Noregi. Útflutningsverðmætin sem um ræðir, að samningnum við Finnana meðtöldum, nemi samtals um sjö milljörðum króna.

„Styrkleikar HPP próteinverksmiðjunnar liggja í því að hún tekur að minnsta kosti 30 prósent minna pláss, er með 30 prósent færri íhlutum og eyðir 30 prósent minni orku en hefðbundnar fiskimjölsverksmiðjur,“ er fullyrt í tilkynningu félagsins.

Vinnslugeta verksmiðju frá HPP getur verið á bilinu 10 til 400 tonn á dag eftir því hver stærð hennar sé. Sértök einkenni lausnar HPP er sögð vera að verksmiðjan taki um 30% minna pláss, með mun færri íhlutum og eyði 30% minni orku en aðrar fiskimjölverksmiðjur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »