47,8 milljarða útflutningur á tveimur mánuðum

Útflutningsverðmæti fiskimjöls nam 4,2 milljörðum króna í febrúar og er …
Útflutningsverðmæti fiskimjöls nam 4,2 milljörðum króna í febrúar og er það 184% aukning frá sama mánuði í fyrra. Útflutningsverðmæti sjávarafurða alls í mánðuðinum nam 23,3 milljörðum króna sem er 8% meira en á sama tíma í fyrra. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 23,3 milljörðum króna í febrúar og er það 8% aukning frá sama mánuði á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Fram kemur í greiningu Radarsins að aukningin sé mun meiri í erlendri mynt, tæplega 16%, enda var gengi krónunnar um 7% sterkara í febrúar síðastliðnum en í febrúar 2021.

„Aukninguna má að mestu rekja til fiskimjöls. Útflutningsverðmæti þess nam um 4,2 milljörðum króna, sem er um 184% aukning frá febrúar í fyrra á föstu gengi. Eins var veruleg aukning í útflutningi á lýsi, eða um 85% á milli ára, en útflutningsverðmæti þess nam tæpum 1,8 milljörðum króna. Útflutningsverðmæti eru ekki birt niður á tegundir í fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar, en telja má víst að þessa aukningu megi að langstærstum hluta rekja til loðnu,“ segir í í greiningunni.

Útflutningur sjávarafurða í febrúar.
Útflutningur sjávarafurða í febrúar. Mynd/Radarinn

Útflutningsverðmæti ferskra afurða voru um 6 milljarðar króna í febrúar sem er tæplega 4% meira en í sama mánuði í fyrra. „Þótt aukningin sé ekki ýkja mikil, hefur verðmæti þess afurðaflokks aldrei verið meira í febrúarmánuði en nú. Um þriðjungs samdráttur var svo á útflutningsverðmæti á frystum heilum fiski á föstu gengi. Nánar um tölurnar og aðra afurðaflokka má sjá á myndinni hér fyrir neðan.“

Mesti vöxtur í mjöli og lýsi

Frá áramótum hafa verið fluttar úr landi sjávarafurðir fyrir 47,8 milljarða króna og er það 24% aukning miðað við fyrstu tvo mánuði síðasta árs, en um 31% í erlendri mynt. Þá hefur orðið aukning í öllum afurðaflokkum að undanskildum frystum heilum fiski þar sem má sjá 6% samdrátt.

Mesta aukningin er í fiskismjöli og nemur hún 204% en 125% í lýsi. Útflutningsverðmæti frystra flaka hafa aukist um 26%, söltuðum og þurrkuðum afurðum um 13% og ferskum afurðum um 11%. Talsverð aukning er einnig á útflutningsverðmæti rækju, eða 48%, og flokkast hún með öðrum sjávarafurðum. Útflutningsverðmæti annarra sjávarafurða jókst um 14% á milli ára.

Útflutningur sjávarafurða það sem af er ári.
Útflutningur sjávarafurða það sem af er ári. Mynd/Radarinn

Áskoranir í sjónmáli

„Af ofangreindum tölum má sjá að árið fór vel af stað í íslenskum sjávarútvegi. Skjótt skipast þó veður í lofti og hefur staðan gjörbreyst á örskömmum tíma vegna ástandsins í Úkraínu,“ segir í greiningu Radarsins og er vísað til mikilvægi útflutnings til Úkraínu undanfarin ár.

Einnig er vakin athygli á því að í Úkraínu og nágrannalöndum sé að finna einn helsta markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir, sérstaklega frosnar afurðir úr síld, loðnu og makríl.

„Það er því ljóst að sjávarútvegsfyrirtækin standa mörg hver frammi fyrir verulegum áskorunum vegna hörmunga í Úkraínu. Þar mun reyna á útsjónarsemi og sveigjanleika fyrirtækjanna. Finna þarf nýja markaði fyrir afurðirnar og/eða breyta vinnslu og ekki síður mun reyna á fjárhagslega burði þeirra til að mæta þessum áskorunum,“ segir að lokum.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 6.10.22 547,23 kr/kg
Þorskur, slægður 6.10.22 520,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.10.22 393,87 kr/kg
Ýsa, slægð 6.10.22 370,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.10.22 287,96 kr/kg
Ufsi, slægður 6.10.22 285,99 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 6.10.22 429,38 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.10.22 Þinganes SF-025 Botnvarpa
Þorskur 26.472 kg
Samtals 26.472 kg
6.10.22 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Þorskur 425 kg
Ýsa 325 kg
Langa 96 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 4 kg
Gullkarfi 4 kg
Skarkoli 2 kg
Ufsi 1 kg
Samtals 872 kg
6.10.22 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Keila 542 kg
Þorskur 218 kg
Gullkarfi 81 kg
Steinbítur 55 kg
Hlýri 15 kg
Ufsi 4 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 919 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 6.10.22 547,23 kr/kg
Þorskur, slægður 6.10.22 520,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.10.22 393,87 kr/kg
Ýsa, slægð 6.10.22 370,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.10.22 287,96 kr/kg
Ufsi, slægður 6.10.22 285,99 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 6.10.22 429,38 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.10.22 Þinganes SF-025 Botnvarpa
Þorskur 26.472 kg
Samtals 26.472 kg
6.10.22 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Þorskur 425 kg
Ýsa 325 kg
Langa 96 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 4 kg
Gullkarfi 4 kg
Skarkoli 2 kg
Ufsi 1 kg
Samtals 872 kg
6.10.22 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Keila 542 kg
Þorskur 218 kg
Gullkarfi 81 kg
Steinbítur 55 kg
Hlýri 15 kg
Ufsi 4 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 919 kg

Skoða allar landanir »

Loka