Rekstur hugbúnaðar ekki í verkahring Fiskistofu

Ögmundur Haukur Knútsson, forstjóri Fiskistofu. Stofnunin telur ekki í verkehring …
Ögmundur Haukur Knútsson, forstjóri Fiskistofu. Stofnunin telur ekki í verkehring sínum að reka hugbúnað að kostnaðarlausu fyrir þá sem sækja í fiskveiðiauðlindina í atvinnuskyni. mbl.is/Þorgeir

Niðurstaða stjórnenda Fiskistofu um „að það samræmist ekki hlutverki stofnunarinnar að reka hugbúnað að kostnaðarlausu fyrir notendur“ varð til þess að ákvörðun var tekin um að smáforrit til aflaskráningar og vefviðmótið aflaskraning.is yrði gert óvirkt frá og með 1. apríl.

Þetta kemur fram í svari Fiskistofu við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Hefur Fiskistofa lagt til að notendur hanni eigin hugbúnað eða stofni til viðskipta við Trackwell til að skila lögbundnum upplýsingum um afla sem komið er með að landi.

Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur sakað Fiskistofu um að velta kostnaði af skráningu yfir á smábátaeigendur og án lagaheimildar útvista gjaldtöku og eftirlit til einkaaðila. Þá hefur LS jafnframt mótmælt ákvörðuninni á fundi með fulltrúum skrifstofu sjávarútvegs í Matvælaráðuneytinu.

Kveðst ekki úthýsa eftirliti

Þessum fullyrðingum hafnar Fiskistofa í svari sínu. „Fiskistofa er ekki að úthýsa afladagbókarskilum né eftirliti með þeim til einkafyrirtækja. Fiskistofa er einungis að hætta að útvega formið til að skila aflaupplýsingum.“

Þá hafi stofnuninni áður verið skylt samkvæmt lögum að útvega afladagbækur þegar upplýsingaskil voru á pappír og heimilt að innheimta gjald fyrir þann kostnað sem því fylgdi. „Með tilkomu stafrænna lausna í atvinnulífi og stjórnsýslu var ákveðið að stefna að því að gera skilin á aflaupplýsingum rafræn og var skylda Fiskistofu að útvega afladagbækur felld úr gildi með lögum 2020.“

Jafnframt segir að mestu skipti að stofnunin geti tekið við upplýsingum „frá þeim sem stunda veiðar í atvinnuskyni og ekki sé hægt að leggja þær skyldur á eftirlitsaðila að standa straum að kostnaði sem atvinnugreininni er skylt að standa skil á. Það sé hluti af sjálfsögðum rekstrarkostnaði þeirra sem nýta auðlindina að útvega þau tæki sem þarf til að nýta hana með ábyrgum hætti og tryggja eigið öryggi.“

Smáforrit Fisksitofu verður óvirkt frá 11. apríl.
Smáforrit Fisksitofu verður óvirkt frá 11. apríl. Mynd/Fiskistofa

Kostnaður óverulegur

Fiskistofa telur kostnað einstaka notenda við notkun hugbúnaðar frá Trackwell ekki háan og segir hann vera á bilinu 5.600 til 67.000 krónur á ári eftir því hve margar landanirnar eru

„Líkur eru á að kostnaðurinn gæti lækkað enn frekar þar sem Fiskistofa hefur sett upp almenna vefþjónustu þar sem öllum er frjálst að tengja hugbúnað á móti til stafrænna skila á rafrænni afladagbók. Þegar hafa önnur fyrirtæki sett sig í samband við Fiskistofu vegna áhuga á þróun smáforrita til skila á afladagbók. Trackwell er þó enn sem komið það eina sem hafi lokið þeirri þróun og miða árleg verð sem vísað er til að ofan við tilboð þeirra. Nýjar lausnir gætu þó lækkað kostnaðinn enn frekar.“

Þá er vakin athygli á því að stærri skip íslenska fiskiskipaflotans hafa þegar tekið í notkun rafrænar afladagbækur og greiða fyrir þá notkun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 499,72 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 368,33 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 198,06 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 173,26 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 1.532 kg
Þorskur 28 kg
Skarkoli 16 kg
Samtals 1.576 kg
18.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 968 kg
Rauðmagi 33 kg
Þorskur 20 kg
Steinbítur 16 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 1.051 kg
18.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 835 kg
Þorskur 33 kg
Steinbítur 6 kg
Rauðmagi 5 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 881 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 499,72 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 368,33 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 198,06 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 173,26 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 1.532 kg
Þorskur 28 kg
Skarkoli 16 kg
Samtals 1.576 kg
18.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 968 kg
Rauðmagi 33 kg
Þorskur 20 kg
Steinbítur 16 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 1.051 kg
18.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 835 kg
Þorskur 33 kg
Steinbítur 6 kg
Rauðmagi 5 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 881 kg

Skoða allar landanir »