Verðhækkanir sagðar óumflýjanlegar

Vegna efnahagsaðgerða gegn Rússlandi mun eftirpurn eftir íslenskum hvítfiski aukast …
Vegna efnahagsaðgerða gegn Rússlandi mun eftirpurn eftir íslenskum hvítfiski aukast og þar með mun verð einnig hækka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óvissa á mörkuðum heldur áfram að aukast vegna innrásar Rússa í Úkraínu og tilheyrandi aðgerða sem gripið hefur verið til gegn rússneskum yfirvöldum af hálfu Vesturlanda. Spáð er að verð á hvítfiski í Evrópu og Bandaríkjunum fari hækkandi en að hærra olíuverð kunni að draga úr því sem fæst úr slíkum aðstæðum.

Þá er einnig óttast að of hátt verð kunni að fæla neytendur frá hvítfiskafurðum með langvarandi áhrifum. Í Evrópu óttast vinnslustöðvar mikinn skort á hráefni.

Rússneskt sjávarfang hefur á undanförnum misserum í auknum mæli verið flutt til Evrópu sem og annarra áfangastaða. Rússar fluttu úr landi um tvær milljónir tonna af sjávarafurðum á síðasta ári að verðmæti um 7 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði um 916 milljarða íslenskra króna, sem er 33,7% meira útflutningsverðmæti en árið 2020, að því er fram kemur í skýrslu hollenska landbúnaðarráðuneytisins um stöðu rússneskra sjávarafurða frá 27. nóvember 2021.

Mynd/mbl.is

Lokun og opnun í Kína

Rússneski viðskiptablaðamaðurinn Ivan Stupachenko skrifaði í SeafoodSource í nóvember síðastliðnum að mikla aukningu í útfluttum sjávarafurðum til hinna ýmsu ríkja mætti rekja til lokana sem kínversk stjórnvöld gripu til vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Undir þetta er tekið í greiningu ráðgjafafyrirtækisins HKTDC í Hong Kong, en þar segir að á fyrsta ársfjórðungi 2020 hafi verið flutt um 253 þúsund tonn af sjávarfangi frá Austur-Rússlandi til Kína en aðeins 63 þúsund tonn á fyrri árshelmingi 2021.

Rússneskar sjávarafurðir hafa vegna ástandsins í Kína leitað á aðra markaði og fóru afurðir frá Austur-Rússlandi í fyrsta sinn inn á markaði á Spáni, í Noregi, Eistlandi, Jamaíka, Kamerún, Benín, Tógó og Gana, að því er segir í greiningu HKTDC.

Það var því mikið fagnaðarefni fyrir rússneskan sjávarútveg að opnað var á ný fyrir rússneskt sjávarfang í Kína í janúar, en það varð skammlíf gleði. Lokað var á ný fyrir rússneskar afurðir í kínversku hafnarborgunum Dalian og Qingdao þann 6. mars síðastliðinn í kjölfar þess að einn úr áhöfn rússnesks skips hafði greinst með Covid-19.

Kína hefur verið mikilvægur markaður þar sem rússneskur fiskur hefur verið unninn þar í miklu magni fyrir aðra markaði. Í skýrslu hollenska landbúnaðarráðuneytisins segir að löng lokun kínverska markaðarins hafi meðal annars ýtt undir fjárfestingu í aukinni vinnslugetu í Rússlandi.

Vont varð verra

Á þriðjudag tilkynntu Evrópusambandið og Bretland um stórhækkaða tolla á hvítfisk frá Rússlandi. Komu tilkynningarnar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum tóku sambærilega ákvörðun föstudaginn 11. mars.

Staða rússneskra afurða hefur því versnað til muna á fjölda þeirra markaða sem hafa tekið við auknu magni að undanförnu. Þar að auki má reikna með að rússneskar afurðir hafi einnig orðið fyrir álitshnekki meðal neytenda á vestrænum mörkuðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Margt verður til þess að verð á hvítfiski muni fara hækkandi.

Frá því gripið var til fyrrnefndra aðgerða leið ekki á löngu þar til fjölmiðlar í Bretlandi fóru að spyrja hvort fiskur og franskar kynni að hækka í verði vegna tollahækkana. Í svari samtaka breskra fisksteikingarmanna (National Federation of Fish Friers) við fyrirspurn fréttastofu ITV segir að verðhækkanir á fiski í Bretlandi séu „óumflýjanlegar“. Innflutningstakmarkanir í Bandaríkjunum munu leiða til þess að bandarískir kaupendur munu í auknum mæli sækja í afurðir frá Íslandi og Noregi og þessi aukna eftirspurn mun leiða til verðhækkana.

Andrew Crook, forseti samtaka breskra fisksteikingarmanna, sagði samtökin engu að síður styðja aðgerðirnar og að mikilvægt væri að „beita Rússland eins miklum þrýstingi og við getum“.

Skortur á fiski getur haft víðtæk áhrif ekki síst á vinnslur og var á þriðjudag fullyrt í Intrafish að „ef rússneskar sjávarafurðir eru fjarlægðar frá Bretlandi og ESB mun það hafa gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir birgðakeðjur. [...] Bæði ESB og Bretland eru mjög háð rússneskum hvítfiskinnflutningi og, þar sem Bandaríkin bönnuðu viðskipti í síðustu viku, er óvissa í greininni rík af öllu talinu um refsiaðgerðir og efnahagsaðgerðir.“

Stórbætt staða Íslendinga

Samkeppnisstaða hvítfisks frá Íslandi er með þessu stórbætt með tilliti til aukinnar eftispurnar og aukinna tekna. Hins vegar hefur olíuverð hækkað mikið að undanförnu með tilheyrandi kostnaði fyrir útgerðirnar og verð mun líklega haldast hátt enda hefur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, enn ekki tekist að sannfæra Sádi-Arabíu og aðra olíuframleiðendur um að auka framleiðsluna.

Háu verði á hvítfiski fylgir einnig áhætta þar sem hátt verð í lengri tíma getur hvatt neytendur til að leita í ódýrari matvæli, sem getur haft langvarandi afleiðingar fyrir greinina alla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »