Engu nær samningum um makríl

Ekki hefur tekist að finna áættanlega niðurstöðu í skiptingu hlutdeilda …
Ekki hefur tekist að finna áættanlega niðurstöðu í skiptingu hlutdeilda í makrílveiðunum. Næsti fundur verður í maí. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki náðist samkomulag um skiptingu veiðiheimilda í makríl milli Íslands, Grænlands, Færeyja, Bretlands, Noregs og Evrópusambandsins á samningafundi í London í síðustu viku. Þetta kemur fram á vef samtaka norskra útgerðarmanna, Fiskebåt.

Þar segir að lögð hafi verið fram rannsóknaskýrsla um dreifingu og svæðistengingu makríls í efnahagslögsögum ríkjanna og alþjóðlegu hafsvæði.

Fulltrúar Norðmanna lögðu sérstaka áherslu á svæðistengingu makrílstofnsins og að það sé mikilvægasta viðmiðið í ákvörðun um hlutdeildir strandríkjanna. Norðmenn fullyrða jafnframt að makríllinn sé með stærri útbreiðslu í norskri lögsögu en áður og sé með stærra hrygningar- og uppeldissvæði við Noregsstrendur.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til staðar um skiptingu aflahlutdeildar milli strandrríkjanna. Kort/mbl.is

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur áður sagt ljóst eð svæðistenging geti ekki verið eina forsenda skiptingar veiðiheimilda milli ríkja og að Norðmenn neita að horfa til annarra þátta. Þá hefur hún gagnrýnt að svæðistenging taki ekki tillit til þess hvar fiskistofnar hrygna, vaxa, leita ætis og þyngjast auk þess sem útbreiðsla fiskistofns getur verið breytilegur frá einu ári til annars.

Vonast eftir framförum fyrir 2023

Ekki var samið að þessu sinni og verður næst fundað 10. og 11. maí.

Audun Maråk, framkvæmdastjóri Fiskebåt, ver í norsku sendinefndinni og segir á vef samtakanna umáherslur á næsta fundi: „Líklega verður það svæðistenging, reglugerðir og dreifing eins og í fyrra. Annað mun koma á óvart, en við getum vonast eftir meiri framförum fyrir árið 2023.“

Audun Maråk, framkvæmdastjóri Fiskebåt, samtaka norskra útgerðarmanna.
Audun Maråk, framkvæmdastjóri Fiskebåt, samtaka norskra útgerðarmanna. Ljósmynd/Fiskebåt
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.22 445,54 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.22 493,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.22 383,07 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.22 385,42 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.22 220,92 kr/kg
Ufsi, slægður 28.6.22 234,97 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 28.6.22 307,63 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.6.22 Hulda EA-628 Handfæri
Þorskur 144 kg
Samtals 144 kg
28.6.22 Már SU-145 Handfæri
Þorskur 836 kg
Ufsi 609 kg
Samtals 1.445 kg
28.6.22 Hólmi ÞH-056 Handfæri
Þorskur 765 kg
Samtals 765 kg
28.6.22 Darri SU-006 Handfæri
Þorskur 415 kg
Samtals 415 kg
28.6.22 Viktoría HU-010 Handfæri
Þorskur 888 kg
Samtals 888 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.22 445,54 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.22 493,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.22 383,07 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.22 385,42 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.22 220,92 kr/kg
Ufsi, slægður 28.6.22 234,97 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 28.6.22 307,63 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.6.22 Hulda EA-628 Handfæri
Þorskur 144 kg
Samtals 144 kg
28.6.22 Már SU-145 Handfæri
Þorskur 836 kg
Ufsi 609 kg
Samtals 1.445 kg
28.6.22 Hólmi ÞH-056 Handfæri
Þorskur 765 kg
Samtals 765 kg
28.6.22 Darri SU-006 Handfæri
Þorskur 415 kg
Samtals 415 kg
28.6.22 Viktoría HU-010 Handfæri
Þorskur 888 kg
Samtals 888 kg

Skoða allar landanir »