„Þetta ætti alveg að ganga“

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir markaðshorfur betri en áður …
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir markaðshorfur betri en áður þar sem verð á hvalafurðum hafi hækkað í Japan. mbl.is/Ómar

„Við ætlum á hvalveiðar í sumar,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. Hann reiknar með að veiðarnar hefjist í júní og standi fram í september, eftir því sem veður leyfir. Reiknað er með að um 150 manns starfi á hvalveiðiskipunum, í hvalstöðinni í Hvalfirði og í vinnslu fyrirtækisins í Hafnarfirði. Þar er hluti afurðanna unninn og frystur.

En hvernig eru markaðshorfur fyrir hvalaafurðir? „Þær eru heldur betri en þær hafa verið undanfarin ár,“ segir Kristján. „Keisarinn í Japan virðist ekki pumpa alveg jafn miklum peningum í hvalveiðar Japana svo verðin hafa heldur lagast. Þetta ætti alveg að ganga svo fremi sem gengi krónunnar fer ekki niður úr öllu valdi. Þetta, eins og allur útflutningur, er svo háð genginu.“

Hrefnu lyft af hvalveiðiskipi í Japan. Veiðarnar þar eru ekki …
Hrefnu lyft af hvalveiðiskipi í Japan. Veiðarnar þar eru ekki niðurgreiddar í jafn miklum mæli og áður. AFP

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í vikunni er Hvalur 9 í slipp í Reykjavík þar sem unnið er að viðhaldi. Einnig verður Hvalur 8 tekinn í slipp en skipin hafa legið óhreyfð frá 2018.

Kristján segir að hvalveiðiskipin séu í „klassa“ hjá flokkunarfélaginu Norska Veritas. Samkvæmt reglum þess þurfa skipin að fara í sérstaka skoðun á fjögurra ára fresti þar sem m.a. er mæld efnisþykkt stálsins í byrðingnum og fleira. Sú skoðun er gerð um leið og skipin eru skveruð.

Langt stapp við MAST

Kristján segir að Hvalur hf. hafi lent í langri togstreitu við Matvælastofnun (MAST) vegna hvalstöðvarinnar í Hvalfirði. Það sé aðalástæðan fyrir því að ekki hafi verið haldið til hvalveiða eftir 2018 fyrr en nú í sumar.

„Reglugerð var breytt 2009 og gerð sú krafa að við skyldum byggja yfir planið í Hvalfirði svo hvalurinn væri skorinn undir þaki. Það hefði þýtt hús á stærð við Egilshöll í Reykjavík. Við sögðum að þeir gætu bara gleymt þessu,“ segir Kristján. Hvalur hf. fékk eftir það tímabundin bráðabirgðaleyfi fyrir vinnslunni, síðast í júní 2018. Hann segir að sjávarútvegsráðherra hafi breytt reglugerðinni og strikað þetta ákvæði út og breytt fleiri ákvæðum fyrir vertíðina 2018 þegar bráðabirgðaleyfið var veitt.

Frá hvalskurði í Hvalfirði.
Frá hvalskurði í Hvalfirði. mbl.is/Ómar

Forsvarsmenn Hvals hf. óskuðu eftir fullnaðarúttekt 4. september 2018 til þess að hægt væri að veita félaginu óskilyrt vinnsluleyfi. MAST tilkynnti 10. sama mánaðar að framhaldið verði afgreitt fyrri hluta vikunnar. Daginn eftir óskaði MAST eftir gögnum vegna reglugerðarbreytingarinnar. Hvalur hf. sendi svör og gögn til MAST 23. september 2018. Fimm dögum síðar svaraði MAST því að svör og gögn væru fullnægjandi en óskuðu eftir svörum við „aðeins fleiri spurningum sem vöknuðu“.

Forsvarsmenn Hvals hf. sendu svör og gögn vegna fyrirspurnar MAST 6. nóvember 2018. Ekkert gerðist og óskaði Hvalur hf. eftir svörum frá MAST 27. febrúar 2019 eftir að tæplega fjórir mánuðir voru liðnir frá því öllum fyrirspurnum MAST var svarað. Daginn eftir svaraði MAST því að starfsleyfisútgáfan væri enn til meðhöndlunar hjá stofnuninni.

MAST óskaði svo eftir frekari gögnum 1. mars 2019 og voru þau send 11. sama mánaðar. Enn óskaði MAST eftir frekari gögnum og svörum við þremur spurningum þann 27. mars. Hvalur hf. sendi gögn og svör þann 17. maí 2019. Þann 20. maí óskaði MAST eftir að fá að koma í úttekt en Hvalur hf. svaraði því að engar hvalveiðar yrðu stundaðar um sumarið og enginn í starfsstöðinni til að taka á móti MAST.

Hvalur hf. tók svo upp þráðinn 27. febrúar 2020 vegna næstkomandi hvalvertíðar og kvaðst vera tilbúinn að sýna MAST starfsstöðina. MAST svaraði því boði 6. mars og kvaðst ætla að finna tíma fyrir úttekt. Ekkert gerðist í framhaldinu.

Hvalur hf. sendi MAST fyrirspurn 23. febrúar 2021 og spurði hve langan tíma það tæki að gefa út leyfi til tólf ára. MAST lagði til að haldinn yrði fjarfundur og fór hann fram 25. mars 2021. Stofnunin óskaði eftir frekari gögnum 15. apríl 2021 en Hvalur hf. svaraði því til daginn eftir að þegar hefðu verið send fullnægjandi svör við öllum þeim atriðum sem MAST hefði óskað eftir.

Hvalur hf. kærði óhóflegan drátt á málsmeðferð til sjávarútvegsráðherra 1. september 2021. MAST veitti Hval hf. ótímabundið leyfi til vinnslu hvalaafurða 8. október 2021. Ráðuneytið vísaði kæru Hvals hf. frá 16. nóvember 2021 vegna þess að starfsleyfið hefði verið gefið út.

Hvalveiðiskipin við bryggju í Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðiskipin við bryggju í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Hvalur hf. ákvað að kvarta til umboðsmanns Alþingis (UA) 29. nóvember 2021 vegna frávísunar ráðuneytisins á stjórnsýslukærunni. Vísað var til álits UA í máli 2289/1997 þar sem UA taldi að skylda ráðuneytis til að taka afstöðu væri fyrir hendi, óháð því hvort lægra sett stjórnvald hefði lokið við afgreiðslu máls þegar niðurstaða æðra stjórnvalds í kærumálinu liggur fyrir.

Matvælaráðuneytið ákvað 15. febrúar 2022 að endurupptaka fyrra stjórnsýslumál í ljósi kvörtunar Hvals hf. til UA og með hliðsjón af fyrrnefndu áliti UA.

209 lang-reyðar á ári

Samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar má veiða 161 langreyði á ári frá 2018 til 2025 á veiðisvæðinu Austur-Grænland/Vestur-Ísland og 48 langreyðar á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar. Samtals 209 hvali. Flytja má 20% af óveiddum kvóta fyrra árs til yfirstandandi árs. Ekkert var veitt í fyrra og því má bæta við samtals 42 hvölum fyrir bæði veiðisvæðin.

Þegar langreyðar voru taldar 2015 var fjöldi þeirra sá mesti síðan talningar hófust. Á talningarsvæði Íslands og Færeyja voru nærri 41 þúsund langreyðar, þar af nær 33.500 á Austur-Grænlands-Íslands svæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »