Gamall Vestmanneyingur vekur athygli í Kópavogi

Uppsjávarskipið Ernir frá Belís er komið til ára sinna og …
Uppsjávarskipið Ernir frá Belís er komið til ára sinna og var gert út frá Íslandi í tæpan áratug. mbl.is/Gunnlaugur

Myndarlegt uppsjávarskip frá Belís hefur vakið athygli vegfarenda um Kópavogshöfn að undanförnu. Skipið sem ber nafnið Ernir V3EZ2 er líklega fyrsta fiskiskipið af þessari stærð sem legið hefur við bryggju í Kópavogi í langan tíma, en þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Ernir sækir Ísland heim.

Ernir var smíðaður 1987 í Bergen í Noregi fyrir norska útgerð. Þá var skipið 58,9 metra að lengd, 12,6 metra að breidd og 1.900 brúttótonn og bar um langt skeið nafnið Hardhaus.

Árið 2004 festi Þorbjörn Fiskanes hf. (síðar Þorbjörn hf.) í Grindavík kaup á skipinu í gegnum dótturfélag sitt Ólaf hf. og fékk skipið þá nafnið Grindvíkingur GK. Ekki gerðu Grindvíkingar skipið út lengi þar sem aflaheimildir reyndust ekki vera nægar til þess að standa undir rekstri skipsins.

Rétt einum og hálfum mánuði eftir að Þorbjörn Fiskanes hf. keypti skipið var það selt Ísfélagi Vestmannaeyja hf. með tilheyrandi aflaheimildum í íslenskri sumargotssíld, norsk-íslenskri síld og loðnu. Fékk þá skipið nafnið Guðmundur VE.

Raunar er ekki um eina skipti sem Ísfélagið festir kaup á skipi sem hefur borið nafnið Hardhaus, en í fyrra kom til hafnar annar Hardhaus frá Noregi og fékk það skip nafnið Álsey VE.

Bruni um borð

Eftir aðeins tveggja ára þjónustu fyrir Ísfélagið var Guðmundur VE í mars 2006 sendur til skipasmíðastöðvar í Póllandi þar sem átti að framkvæma umtalsverðar breytingar. Þar kviknaði eldur í frystilest skipsins og urðu töluverðar skemmdir á vinnsludekkinu.

Eftir 10 mánaða veru í Póllandi snéri Guðmundur aftur til Íslands en þá hafði skipið verið lengt um 12,5 metra og með nýjan búnað um borð.

Október 2013 var Guðmundur seldur til Grænlands þar sem Royal Greenland gerði skipið út en undir nafninu Tasiilaq. Tasiilaq átti eftir að koma oft til Íslands á þeim tæpu sjö árum sem skipið sigldi undir grænlenskum fána.

Þann 15. júní 2020 seldi hins vegar Royal Greenland skipið og heitir skipið nú Ernir og er skráð í Belís. Royal Greenland festi kaup á Christian í Grótinum frá Færeyjum sem leysti Tasiilaq (Erni) af hólmi en færeyska skipið fékk við það nafn fyrirrennara síns, Tasiilaq.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 2.12.22 520,21 kr/kg
Þorskur, slægður 2.12.22 481,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.12.22 368,50 kr/kg
Ýsa, slægð 2.12.22 317,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.12.22 315,67 kr/kg
Ufsi, slægður 2.12.22 149,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.22 248,00 kr/kg
Gullkarfi 2.12.22 389,90 kr/kg
Litli karfi 28.11.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.12.22 Sæbjörg EA-184 Þorskfisknet
Ufsi 2.120 kg
Þorskur 430 kg
Samtals 2.550 kg
3.12.22 Halldór Sigurðsson ÍS-014 Rækjuvarpa
Rækja í Djúpi 9.926 kg
Samtals 9.926 kg
3.12.22 Vigur SF-080 Lína
Þorskur 1.656 kg
Gullkarfi 183 kg
Ufsi 73 kg
Hlýri 47 kg
Keila 33 kg
Samtals 1.992 kg
2.12.22 Elley EA-250 Þorskfisknet
Ufsi 2.862 kg
Gullkarfi 62 kg
Samtals 2.924 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 2.12.22 520,21 kr/kg
Þorskur, slægður 2.12.22 481,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.12.22 368,50 kr/kg
Ýsa, slægð 2.12.22 317,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.12.22 315,67 kr/kg
Ufsi, slægður 2.12.22 149,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.22 248,00 kr/kg
Gullkarfi 2.12.22 389,90 kr/kg
Litli karfi 28.11.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.12.22 Sæbjörg EA-184 Þorskfisknet
Ufsi 2.120 kg
Þorskur 430 kg
Samtals 2.550 kg
3.12.22 Halldór Sigurðsson ÍS-014 Rækjuvarpa
Rækja í Djúpi 9.926 kg
Samtals 9.926 kg
3.12.22 Vigur SF-080 Lína
Þorskur 1.656 kg
Gullkarfi 183 kg
Ufsi 73 kg
Hlýri 47 kg
Keila 33 kg
Samtals 1.992 kg
2.12.22 Elley EA-250 Þorskfisknet
Ufsi 2.862 kg
Gullkarfi 62 kg
Samtals 2.924 kg

Skoða allar landanir »