Veiðin hefur gengið vel að undanförnu hjá áhöfninni á togaranum Bergey VE sem hélt til veiða á laugardag en mætti í höfnina í Vestmannaeyjum með fullfermi í gær. Það vakti lukku um borð þegar gríðarstór þorskur fylgdi aflanum, ef marka má mynd af skælbrosandi Vali Valtýssyni, háseta.
„Jú, við fengum óvenju stóran þorsk undir lok síðasta túrs í Háfadýpinu. Þetta var þorskur sem var um 50 kg. að þyngd og um 1,80 að lengd. Hann var gamall og virðulegur og hefur árum saman sloppið við net og troll,“ segir Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergery, í færslu á Facebook-síðu Síldarvinnslunnar.
Mögulega er um að ræða stærsta þorsk ársins og fékkst hann á háfadýpinu. Sá stærsti í fyrra var um 51 kíló og náði áhöfnin á Sólrúnu EA þeim stóra við Kolbeinsey.
„Við vorum mest á Selvogsbankanum í túrnum en skruppum í Háfadýpið rétt undir lokin. Það hefur verið alveg fínasta veiði og túrarnir eru ekki langir þegar fiskast svona. Núna erum við að toga í Háfadýpinu í leiðindaveðri. Það er austan 18- 20 metrar og verður þannig í dag. Síðan held ég að sé betra í kortunum. Aflinn hér er blandaður en þetta er allt mjög góður fiskur,“ segir Jón í færslunni.
Veiðin hefur einnig gengið vel hjá systurskipinu Vestmannaey VE sem fór á sjó á laugardag og kom með fullfermi til löndunar síðdegis á sunnudag. Vestmannaey hélt strax aftur til veiða og er gert ráð fyrir að skipið komi með fullfermi til Vestmannaeyja á morgun.
Náðir þú þeim stóra eða veist um einhvern sem hefur náð stórum? Endilega sendu okkur póst á 200milur@mbl.is
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.7.25 | 468,22 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.7.25 | 466,54 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.7.25 | 459,46 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.7.25 | 350,45 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.7.25 | 199,15 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.7.25 | 224,47 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.7.25 | 276,15 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
7.7.25 Kvikur EA 20 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 790 kg |
Samtals | 790 kg |
7.7.25 Gísli EA 221 Handfæri | |
---|---|
Ufsi | 918 kg |
Þorskur | 769 kg |
Samtals | 1.687 kg |
7.7.25 Sædís EA 54 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 717 kg |
Samtals | 717 kg |
7.7.25 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 3.741 kg |
Skarkoli | 860 kg |
Þorskur | 819 kg |
Steinbítur | 524 kg |
Samtals | 5.944 kg |
7.7.25 Hugrún DA 1 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 425 kg |
Samtals | 425 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.7.25 | 468,22 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.7.25 | 466,54 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.7.25 | 459,46 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.7.25 | 350,45 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.7.25 | 199,15 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.7.25 | 224,47 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 7.7.25 | 276,15 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
7.7.25 Kvikur EA 20 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 790 kg |
Samtals | 790 kg |
7.7.25 Gísli EA 221 Handfæri | |
---|---|
Ufsi | 918 kg |
Þorskur | 769 kg |
Samtals | 1.687 kg |
7.7.25 Sædís EA 54 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 717 kg |
Samtals | 717 kg |
7.7.25 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 3.741 kg |
Skarkoli | 860 kg |
Þorskur | 819 kg |
Steinbítur | 524 kg |
Samtals | 5.944 kg |
7.7.25 Hugrún DA 1 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 425 kg |
Samtals | 425 kg |