Skelfilegt ef verð verði eins og í fyrra

Jón Tómas Svansson gerir út bátinn Norðurljós NS-40 og kveðst …
Jón Tómas Svansson gerir út bátinn Norðurljós NS-40 og kveðst óttast að verð á grásleppuhrognum fari lækkandi eftir því sem líður á vertíðina. Samsett mynd

Margir grásleppusjómenn eru uggandi yfir því verði sem verður í boði fyrir hrogn á vertíðinni. Mikið var framleitt af hrognum í fyrra, sem gæti haft áhrif á verðið í ár, en nokkur óvissa er um hvað það verður. Óvissan er ekki aðeins um verð, heldur einnig um hvert magnið verður. Þá er ekki lengur markaður fyrir hvelju grásleppunnar í Kína.

Jón Tómas Svansson, sem rær frá Bakkafirði á báti sínum Norðurljós NS 40, byrjaði róðra 21. mars, daginn eftir að vertíð hófst. Hann segir að fyrst í stað hafi komið talsvert af þorski í netin, en eftir að þeir færðu sig grynnra hafi þorskafli minnkað og hærra hlutfall verið af grásleppu. Ekkert mok hafi verið í fyrstu róðrunum, en afli þó ásættanlegur.

Aflann hafa þeir selt á markaði frá upphafi vertíðar og fengið til jafnaðar 300 krónur fyrir kíló af heilli grásleppu. Jón Tómas segir að það sé ágætt verð ef eitthvað fiskist, en reiknar með að verðið sé aðeins tímabundið meðan verið sé að framleiða upp í nokkra minni samninga. Hann óttast að verðið lækki verulega á næstunni. Því miður hafi of mikið verið framleitt í fyrra og þá hefði átt að stöðva veiðar mun fyrr en gert var.

Mynd/mbl.is

„Þetta var slæmt í fyrra“

Jón Tómas reiknar með að selja aflann til Brims á Vopnafirði þegar þeir fara af stað í næstu viku og bíður fregna af því hvað þeir hyggjast bjóða í hrognin. „Í lok vertíðar í fyrra voru boðnar 135 krónur fyrir kílóið. Ætli menn að halda áfram á þeim nótum væru það skelfileg tíðindi fyrir grásleppusjómenn. Þetta var slæmt í fyrra og síðan hafa öll aðföng hækkað mikið og útgerðarkostnaður er örugglega 20% hærri en í fyrra,“ segir Jón Tómas.

Hann býr á Vopnafirði, en rær frá Bakkafirði þaðan sem styttra er á miðin við sunnanvert Langanes. Engin frátök hafi verið vegna veðurs og þeir rói yfirleitt annan hvern dag.

Margra nátta og þaraflækja

„Í gamla daga þótti ekkert tiltökumál að draga þetta þriggja nátta upp í viku gamalt. Þá var maður að rúlla á undan sér uppsnúinni drullu og þaraflækju allan tímann. Nú er þetta miklu þægilegra og frí annan hvern dag,“ segir Jón Tómas. Þeir eru með rúmlega 120 net og lögnin er samtals yfir sjö kílómetrar.“

Jón Tómas sinnir útgerðinni allan ársins hring og að grásleppuvertíð lokinni snýr hann sér að strandveiðum. Hann segir lykilatriði svo útgerðin skili einhverju að sjá um alla vinnu og viðhald sjálfur. Sama hvort um sé að ræða að fella net, sjá um viðhald á bát og tækjum eða gera og græja það annað sem þurfi. „Ég skil ekki hvernig menn geta gert út og alltaf verið með verkstæðismenn í vinnu við að halda þessu gangandi.“

Heildarafli jókst um 40%

Þrátt fyrir metvertíð í afla á síðasta ári skiluðu grásleppuhrogn mun minna útflutningsverðmæti en árið áður. Alls nam heildarveiði síðasta árs umreiknað til hrogna 14.200 tunnum og hefur ekki verið meiri í áratug. Afurðirnar, frosin grásleppa, hrogn og kavíar skiluðu 1.916 milljónum í útflutningstekjur, en nefna má að verðmætin reiknuð á núvirði voru þrír milljarðar árið 2019.

Í fyrra jókst heildarafli um 40% frá árinu 2020, sem þó var yfir meðaltali síðustu tíu ára. Magnið sem barst á land í fyrra hafði áhrif til verðlækkunar er leið á vertíðina. Margir bættu sér upp verðlækkun með því að veiða mikið og bjarga þannig afkomunni.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að nú sé hefðbundinn markaður með daufara móti þar sem framleiðendur kavíars eigi talsvert af birgðum. Verði framboð hins vegar takmarkað megi gera ráð fyrir ásættanlegu verði, því ljóst sé að allir verði að tryggja sér hrogn fyrir næstu tólf mánuði.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna. mbl.is/Golli

Færri bátar á veiðum

Á þriðjudag höfðu 20 grásleppubátar landað alls 113 tonnum, en 18 á sama tíma í fyrra. Örn segir afla á hverja löndun vera tæpum þriðjungi minni í ár en á metvertíðinni í fyrra.

Veiðar á grásleppu eru bundnar leyfum og eru slík leyfi nú um 400. Heimilt er að veiða í ákveðinn dagafjölda og þegar honum er náð er hægt að hefja veiðar á nýju leyfi, en nokkur dæmi eru um að útgerðarmenn séu með tvo báta á sínum vegum. Bátum á grásleppuveiðum hefur fækkað síðustu ár. Voru 174 í fyrra, en 249 árið 2019.

Ekki er lengur markaður fyrir hvelju grásleppunnar, en í nokkur ár fékkst ágætt verð fyrir hana í Kína. Nú, eins og á síðasta ári, er heimilt að henda hveljunni aftur í sjóinn. Þegar best lét 2015 skilaði hveljan á núvirði alls 900 milljónum króna í útflutningsverðmæti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.24 478,04 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 473,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 198,80 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,64 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,38 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 192,76 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.920 kg
Þorskur 3.967 kg
Skarkoli 603 kg
Hlýri 32 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 10.547 kg
22.4.24 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 8.834 kg
Samtals 8.834 kg
22.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 693 kg
Grásleppa 241 kg
Samtals 934 kg
22.4.24 Daðey GK 777 Lína
Þorskur 5.605 kg
Langa 603 kg
Samtals 6.208 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.24 478,04 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 473,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 198,80 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,64 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,38 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 192,76 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.920 kg
Þorskur 3.967 kg
Skarkoli 603 kg
Hlýri 32 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 10.547 kg
22.4.24 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 8.834 kg
Samtals 8.834 kg
22.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 693 kg
Grásleppa 241 kg
Samtals 934 kg
22.4.24 Daðey GK 777 Lína
Þorskur 5.605 kg
Langa 603 kg
Samtals 6.208 kg

Skoða allar landanir »