Starfsfólk sætir svívirðingum og dónaskap

Elín B. Ragnasdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu, segir að borið hefur …
Elín B. Ragnasdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu, segir að borið hefur á ósæmilegri framkomu í garð starfsmanna Fiskistofu að undanförnu. mbl.is/Árni Sæberg

Borið hefur á ósæmilegri framkomu viðskiptavina í garð starfsmanna Fiskistofu að undanförnu og hafa starfsmenn þurft að sæta persónulegum og ómálefnalegum svívirðingum. Í sumum tilvikum hefur atlaga í garð starfsmanna stofnunarinnar verið með slíkum hætti að komið hefur til skoðunar að tilkynna tilvik til lögreglu.

Þetta segir Elín B. Ragnarsdóttir, sviðsstjóri hjá Fiskistofu. Atvikin sem um ræðir hafa flest átt sér stað í tengslum við samræður um aflaskráningu, niðurlagningu afladagbókarapps og brottkast.

Fiskistofa birti nýverið tilkynningu á vef sínum þar sem óskað var eftir því að þeir aðilar sem njóta þjónustu stofnunarinnar myndu gæta háttvísi og kurteisi í samskiptum við stofnunina og starfsfólk hennar.

Áberandi orðræða

Spurð hvort eitthvað hafi verið þess valdandi að stofnunin hafi gefið úr fyrrnefnda beiðni svarar Elín: „Vissulega er tilefni fyrir beiðni okkar um að viðskiptavinir sýni háttvísi og kurteisi í samskiptum. Nokkuð hefur borið á því undanfarið að stofnuninni berist erindi með nokkuð óhefluðu orðalagi ásamt því sem starfsfólk okkar hefur mátt hlusta á persónulegar svívirðingar og dónaskap í samtölum.“

Hún segir erfitt svara því hvort slík framkoma í garð starfsmanna stofnunarinnar sé orðin meiri áberandi nú en áður en segir að „í þessu má þó greina vertíðaskipti“ í fjölda tilvika. „Á samfélagsmiðlum má einnig sjá hvernig orðræðan er og er hún í samræmi við innkomin erindi,“ útskýrir hún.

Komið hefur til greina að tilkynna sum atvikin til lögreglu.
Komið hefur til greina að tilkynna sum atvikin til lögreglu. mbl.is/Árni Sæberg

Áhrif á líðan í starfi og einkalífi

„Auðvitað hefur það áhrif á starfsfólk að sitja undir persónulegum og ómálefnalegum svívirðingum vegna vinnu sinnar þegar það reynir eftir fremsta megni að veita aðstoð, leiðbeiningar og svara fyrirspurnum af heilindum,“ svarar Elín spurð um afleiðingar þeirra neikvæðu samskipta sem hafa átt sér stað. „Það gefur auga leið að slíkt getur verið streituvaldandi og haft margvísleg áhrif á líðan og afköst í starfi sem einkalífi.“

Spurð hvort einhver atvik hafi verið þess eðlis að ástæða sé til að tilkynna þau til lögreglu, svarar hún: „Það hefur komið til skoðunar í einstaka tilviki að tilkynna samskipti til lögreglu en það hefur ekki komið til þess enn sem komið er og vonandi þarf ekki að koma til þess.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.6.22 452,68 kr/kg
Þorskur, slægður 24.6.22 531,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.6.22 613,82 kr/kg
Ýsa, slægð 24.6.22 528,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.6.22 242,22 kr/kg
Ufsi, slægður 24.6.22 224,82 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 24.6.22 252,25 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.6.22 Daðey GK-777 Lína
Þorskur 3.852 kg
Gullkarfi 465 kg
Hlýri 235 kg
Ýsa 156 kg
Keila 134 kg
Steinbítur 21 kg
Langa 8 kg
Samtals 4.871 kg
25.6.22 Kristján HF-100 Lína
Hlýri 988 kg
Keila 251 kg
Gullkarfi 41 kg
Þorskur 6 kg
Grálúða 5 kg
Samtals 1.291 kg
25.6.22 Andri SH-450 Grásleppunet
Grásleppa 2.629 kg
Samtals 2.629 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.6.22 452,68 kr/kg
Þorskur, slægður 24.6.22 531,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.6.22 613,82 kr/kg
Ýsa, slægð 24.6.22 528,82 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.6.22 242,22 kr/kg
Ufsi, slægður 24.6.22 224,82 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 24.6.22 252,25 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.6.22 Daðey GK-777 Lína
Þorskur 3.852 kg
Gullkarfi 465 kg
Hlýri 235 kg
Ýsa 156 kg
Keila 134 kg
Steinbítur 21 kg
Langa 8 kg
Samtals 4.871 kg
25.6.22 Kristján HF-100 Lína
Hlýri 988 kg
Keila 251 kg
Gullkarfi 41 kg
Þorskur 6 kg
Grálúða 5 kg
Samtals 1.291 kg
25.6.22 Andri SH-450 Grásleppunet
Grásleppa 2.629 kg
Samtals 2.629 kg

Skoða allar landanir »