„Sem betur fer sjáum við hlutina batna“

„Við erum að fara að fá bjartari nætur, lengri daga …
„Við erum að fara að fá bjartari nætur, lengri daga og rólegri sjó. Þannig að við gerum ráð fyrir því að framboð á íslenskum fiski muni aukast,“ segir Martyn Boyers , framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins í Grimsby. Ljósmynd/Grimsby fish market

„Við höfum séð í uppboðunum hjá okkur að verð á fiski hefur sveiflast til og frá en almennt hefur verð hækkað, sérstaklega íslenskur fiskur sem er langbesti fiskurinn að okkar mati. Þess vegna er stöðug eftirspurn eftir íslenskum fiski og hún mun haldast óbreytt. Framboð á íslenskum fiski hefur aðeins minnkað að undanförnu, en það er ekki vegna þess að ekki finnast íslenskir seljendur heldur hefur veðrið á Íslandi verið hræðilegt,“ svarar Martyn Boyers, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðarins í Grimsby, spurður um stöðuna á markaðnum.

„Núna erum við sem betur fer að sjá hlutina batna. Við erum að fara að fá bjartari nætur, lengri daga og rólegri sjó. Þannig að við gerum ráð fyrir því að framboð á íslenskum fiski muni aukast og að það muni fullnægja eftirspurn,“ segir hann.

Háð aðfangakeðjunni

Boyers kveðst ekki sjá merki þess að umfangsmikill hækkun tolla á rússneskan hvítfisk vegna innrásarinnar í Úkraínu hafi haft teljandi áhrif á verðmyndun.

„Þar sem við erum aðeins að annast sölu á ferskum fiski komum við ekkert nærri þeim frosna rússneska fiski sem kemur til Bretlands í gegnum Grimsby eða Immingham. Hins vegar teljum við að það kunni að birtast áhrif þegar fram líða stundir í ljósi þess mikla magns hvítfisks sem Rússar veiða.“

„Þetta ræðst meðal annars af því hve flókið framboðið á rússneskum fiski er í ljósi þess að frosinn slægður og hausaður fiskur, sérstaklega ýsa, er sendur til Kína í vinnslu. Þar fer fram frumvinnsla, svo er þetta sent til Grimsby þar sem áframvinnsla fer fram og síðan er afurðunum dreift um allt Bretland,“ segir hann. „Auðvitað stendur á umbúðunum að þetta sé framleitt í Grimsby,“ bætir Boyers við og hlær.

Vegna flækjustigsins í framleiðslu fjölmargra afurða munu afleiðingar viðskiptaþvingana gegn Rússlandi vera háðar því hvernig framkvæmd þvingunaraðgerðanna verður og hversu langt þær ná inn í aðfangakeðjuna.

„Svo er stórt grátt svæði í þessu. Hvenær er fiskur norskur og hvenær er hann rússneskur, ef þetta kemur allt úr sama sjó? Þetta er allt sami fiskurinn en uppruni staks þorsks veltur greinilega á því hvaðan báturinn er, hver veiddi fiskinn. Þetta gæti orðið vandamál en er það ekki eins og er,“ segir Boyers.

Framboð aðeins einn angi

Boyers útskýrir að það sé ekki aðeins framboð sem muni hafa áhrif á verðmyndun á fiskmarkaðnum þar sem fjölmargir þættir hafa áhrif á stöðu kaupenda og rekstur þeirra sem og seljenda.

„Fiskiskip notar gríðarlegt magn af eldsneyti sem hefur hækkað í verði á Íslandi alveg eins og í Bretlandi. Vinnsla þarf einnig töluverða orku svo sem fyrir kælingu og tækjabúnað, við erum með töluvert af tækjum frá Marel sem mæla fiskinn. Allt þetta þarf orku. Rekstrarkostnaður okkar hefur til að mynda hækkað og kaldhæðnislega hefur magn sem fer í gegnum markaðinn minnkað. Þetta er bara einn af þessum hlutum sem gerast, en í þessari viku hefur þetta byrjað að lagast og ég vænti þess að þetta haldi áfram að batna.“

Stöðug eftirspurn er eftir fersku sjávarfangi í Grimsby.
Stöðug eftirspurn er eftir fersku sjávarfangi í Grimsby. AFP

Hann segir að í tilfelli fersks fisks sé það umfangsmikil framleiðsla á fiski og frönskum sem hefur úrslitavald þar sem atvinnugreinin kaupir gríðarlegt magn af fiski.

„Framboðið hefur verið þokkalegt í gegnum tíðina og eigum við í góðum samskiptum við útgerðir á Íslandi. En framboð á fiski er aðeins einn hluti af rekstri verslunar með fisk og franskar. Það þarf að steikja fiskinn og það þarf rafmagn og ekki síst olíu sem fiskurinn er steiktur í, vinna þeirra sem elda kostar sitt og umbúðirnar kosta. Það er því ekki bara verð fisksins sem skiptir máli.“

Skerðingar þrýsti á verð

Síðasta sumar tilkynnti Hafrannsóknastofnun rúmlega 34 þúsund tonna lækkun í ráðlögðum hámarksveiðum í þorski og skömmu síðar kynnti norska hafrannsóknastofnunin, Havforskningsinstituttet, ráðgjöf sem fól í sér 177 þúsund tonna skerðingu í Barentshafi. Báðar stofnanirnar gera ráð fyrir að áframhaldandi skerðingar verði 2023 en meiri óvissa er með 2024.

Inntur álits á þessari stöðu svarar Boyers: „Þetta er áhyggjuefni, því þessi lækkun þýðir að minna magn verður aðgengilegt fyrir Bretlandsmarkað. Hér í Grimsby er mikil afkastageta í vinnslu og því óseðjandi þörf á heilum ferskum fiski. Íslenskur og norskur þorskur er mikilvægur hluti af „grunnfæðu“ fiskvinnslna í Grimsby. Þetta mun hafa áhrif og mun það birtast í verðhækkunum.“

„Það er alltaf andstaða gegn hækkandi verði, fólk vill ekki borga meira fyrir sömu vöru. En ég held að það sé óhjákvæmilegt með tilliti til stöðunnar sem er uppi í millilandaviðskiptum og öðrum aðstæðum á heimsvísu,“ útskýrir Boyers.

„Við verðum samt að hafa í huga að á endanum er það neytandinn sem ræður. Ef það verður of dýrt að kaupa fisk og franskar eða fara út að borða fisk, hættir einfaldlega neytandinn að kaupa fisk. Við sem erum í sjávarútvegi verðum að fara varlega og skapa ekki erfiðleika í eigin rekstri.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.7.22 371,05 kr/kg
Þorskur, slægður 6.7.22 306,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.7.22 414,75 kr/kg
Ýsa, slægð 6.7.22 375,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.7.22 121,24 kr/kg
Ufsi, slægður 6.7.22 155,42 kr/kg
Djúpkarfi 5.7.22 219,00 kr/kg
Gullkarfi 6.7.22 298,08 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.7.22 292,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.7.22 Hafborg EA-152 Dragnót
Skarkoli 8.504 kg
Þorskur 7.787 kg
Steinbítur 3.394 kg
Þykkvalúra sólkoli 231 kg
Ýsa 89 kg
Ufsi 39 kg
Gullkarfi 26 kg
Samtals 20.070 kg
6.7.22 Óli Óla EA-077 Handfæri
Þorskur 783 kg
Samtals 783 kg
6.7.22 Heiða EA-066 Handfæri
Þorskur 842 kg
Samtals 842 kg
6.7.22 Sæbjörg EA-184 Þorskfisknet
Ufsi 871 kg
Þorskur 577 kg
Gullkarfi 25 kg
Samtals 1.473 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.7.22 371,05 kr/kg
Þorskur, slægður 6.7.22 306,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.7.22 414,75 kr/kg
Ýsa, slægð 6.7.22 375,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.7.22 121,24 kr/kg
Ufsi, slægður 6.7.22 155,42 kr/kg
Djúpkarfi 5.7.22 219,00 kr/kg
Gullkarfi 6.7.22 298,08 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.7.22 292,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.7.22 Hafborg EA-152 Dragnót
Skarkoli 8.504 kg
Þorskur 7.787 kg
Steinbítur 3.394 kg
Þykkvalúra sólkoli 231 kg
Ýsa 89 kg
Ufsi 39 kg
Gullkarfi 26 kg
Samtals 20.070 kg
6.7.22 Óli Óla EA-077 Handfæri
Þorskur 783 kg
Samtals 783 kg
6.7.22 Heiða EA-066 Handfæri
Þorskur 842 kg
Samtals 842 kg
6.7.22 Sæbjörg EA-184 Þorskfisknet
Ufsi 871 kg
Þorskur 577 kg
Gullkarfi 25 kg
Samtals 1.473 kg

Skoða allar landanir »