Lög í vegi nýrra umhverfisvænni skipa

Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, segir áform um smíði nýrra …
Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, segir áform um smíði nýrra metanólskipa háð lagabreytingum. mbl.is/Golli

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur áhuga á að láta smíða ný umhverfisvænni skip til veiða við suðurströndina í stað þriggja sem félagið gerir út. Togaran Brynjólf VE-3 sem smíðaður var 1987, togaran Drangavík VE-80 smíðaur 1991 og nóta- og netabátinn Kap II sem var smíðaður 1967. Ákvæði laga eru hins vegar sögð hindra framgang áformanna.

Þetta sagði Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, á aðalfundi félagsins sem haldinn var á miðvikudag. Í færslu á vef félagsins um fundinn segir að það sé vilji stjórnar og stjórnenda að „nýju skipin verði hönnuð og smíðuð með mikinn orkusparnað í huga og markmið um orkuskipti í sjávarútvegi og græn viðhorf í loftslagsmálum að leiðarljósi. Miðað er við að skipin geti gengið fyrir „græna eldsneytinu“ metanóli.“

Brynjólfur VE var smíðaður 1987 og er eitt þeirra skipa …
Brynjólfur VE var smíðaður 1987 og er eitt þeirra skipa sem Vinnslustöðin hefur hyggju á að skipta út. Ljósmynd/Vigfús Markússon

Þessi áform eru þó háð því að að ákvæðum laga um fiskveiðar verði breytt þannig að heimilt verði að stunda veiðar á skipum af þessum toga. „Ákvæði í gildandi lögum um fiskveiðar í landhelgi Íslands koma í veg fyrir að við getum að þessu leyti tekið stjórnvöld landsins á orðinu um orkuskipti í sjávarútvegvegi og stuðlað að því að ná markmiðum um orkusparnað. Lagaákvæði um svokallaðan aflvísi eru með öðrum hindrun í vegi orkuskipta í sjávarútvegi og grænnar þróunar, það er að segja lögfestar reikniformúlur um vélarafl og þvermál skrúfu fyrir togskip að hámarki 29 eða 42 metrar að lengd til veiða í landhelginni,“ sagði Guðmundur Arnar á fundinum.

Kvaðst hann einnig gera ráð fyrir að Alþingi „bregðist við kallinu“ og geri viðeigandi breytingar á lögum þannig að stuðla megi að umhverfisvænni sjávarútvegi.

Nýtt hús undir botnfiskvinnslu

Auk áforma um ný skip er hafinn undirbúningur að því að reisa nýtt hús undir botnfiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar. „Innan fárra vikna liggja fyrir frumhugmyndir að hönnun, skipulagi og sjálfum framkvæmdunum. Gömul hús verða rifin og ný byggð í áföngum svo unnt verði að halda fiskvinnslu gangandi allan tímann,“ segir í færslunni.

Á aðalfundi félagsins var einnig kynntur ársreikningur samstæðunnar og var afkoman sú besta í sögu félagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.6.22 451,05 kr/kg
Þorskur, slægður 27.6.22 485,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.6.22 496,36 kr/kg
Ýsa, slægð 27.6.22 408,24 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.6.22 229,13 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.22 274,68 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 27.6.22 235,93 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.6.22 Enok NK-017 Handfæri
Þorskur 478 kg
Samtals 478 kg
27.6.22 Stella ÍS-169 Handfæri
Þorskur 777 kg
Samtals 777 kg
27.6.22 Svala SH-290 Handfæri
Þorskur 736 kg
Samtals 736 kg
27.6.22 Erna ÍS-059 Handfæri
Ufsi 39 kg
Samtals 39 kg
27.6.22 Kristgeir HF-010 Handfæri
Þorskur 383 kg
Samtals 383 kg
27.6.22 Votaberg ÞH-103 Handfæri
Þorskur 815 kg
Samtals 815 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.6.22 451,05 kr/kg
Þorskur, slægður 27.6.22 485,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.6.22 496,36 kr/kg
Ýsa, slægð 27.6.22 408,24 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.6.22 229,13 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.22 274,68 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 27.6.22 235,93 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.6.22 Enok NK-017 Handfæri
Þorskur 478 kg
Samtals 478 kg
27.6.22 Stella ÍS-169 Handfæri
Þorskur 777 kg
Samtals 777 kg
27.6.22 Svala SH-290 Handfæri
Þorskur 736 kg
Samtals 736 kg
27.6.22 Erna ÍS-059 Handfæri
Ufsi 39 kg
Samtals 39 kg
27.6.22 Kristgeir HF-010 Handfæri
Þorskur 383 kg
Samtals 383 kg
27.6.22 Votaberg ÞH-103 Handfæri
Þorskur 815 kg
Samtals 815 kg

Skoða allar landanir »