Minni losun í höfnum landsins

All­ar hafn­ir bjóða nú upp á land­teng­ingu raf­magns með 230 …
All­ar hafn­ir bjóða nú upp á land­teng­ingu raf­magns með 230 V og/eða 400 V spennu á 50 riðum. Þess­ar teng­ing­ar sjá heima­flota fyr­ir raf­magni. Und­an­tekn­ing er skip sem þurfa mikla orku við lönd­un eru ekki land­tengd meðan á henni stend­ur. Ljósmynd/Aðsend

Rafvæðing hafna hefur verið liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum frá 2020 og er markmiðið með aðgerðinni að lækka losun koltvísýringsígilda um ellefu þúsund tonn á ári fyrir árið 2030. Þrátt fyrir að raftenging sé nú í öllum höfnum landsins hefur losun aðeins minnkað um sex þúsund tonn.

Rafvæðing hafna á að gera skipum og bátum kleift að styðjast við rafmagn úr landi í stað þess að brenna olíu, til dæmis til að keyra ljósavél.

Fyrir árið 2025 á, samkvæmt aðgerðaáætluninni, að vera búið að tryggja aðgengi að raftengingum sem fullnægja raforkuþörf til allrar almennrar starfsemi skipa í höfnum. En hvernig miðar þeirri vinnu?

„Allar hafnir bjóða nú upp á landtengingu rafmagns með 230 V og/eða 400 V spennu á 50 riðum. Þessar tengingar sjá heimaflota, þ.e. fiskiskipum og bátum, fyrir rafmagni. Undantekning er að skip sem þurfa mikla orku við löndun eru ekki landtengd meðan á henni stendur,“ segir í svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn blaðamanns.

Sigurður VE í höfn. Á flestum stöðum er hægt að …
Sigurður VE í höfn. Á flestum stöðum er hægt að tengjast rafmagni en ekki alstaðar er það í réttri tíðni fyrir skip sem þurfa mikla orkur og oft skortir skipum búnað til að tengjast. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Þá segir að unnið sé að því að koma upp öflugri tengingum fyrir uppsjávarskip en þau þurfa töluverða orku við löndun. Einnig er unnið að því að finna leiðir til að bjóða slíka þjónustu fyrir brunnbáta í laxeldi. Ráðuneytið vekur í svari sínu athygli á að erlendir togarar séu almennt ekki landtengdir þar sem þeir nota aðra spennu/tíðni auk þess sem þessi skip eru ekki með búnað sem gerir þeim kleift að tengjast rafmagni í íslenskum höfnum.

„Vöruflutningar til og frá landinu eru um nokkrar hafnir. Flutningaskip sem staldra stutt við í höfnum nýta almennt ekki landtengingar eða ekki eru nægilega öflugar tengingar fyrir þau,“ segir í svarinu. Allar farþegaferjur landsins — Sæfari, Sævar, Herjólfur, Baldur og Mjóafjarðarferja — nýta landtengingar í höfnum.

Frekari árangur með heitu vatni

Í aðgerðaáætluninni hefur verið gert ráð fyrir að raftenging hafna hafi árið 2030 minnkað losun vegna skipa í höfn um 11 þúsund tonn af koltvísýringsígildum.

„Á árinu 2020 seldu hafnirnar, skv. upplýsingum í skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um rafvæðingu hafna, um 20 GWst af rafmagni. Þessi orka hefði annars verið framleidd með ljósavélum skipanna og því er sparnaður í losun umtalsverður. Í skýrslu Faxaflóahafna um mengun frá höfnunum frá árinu 2019 segir að með raftengingum hafi koldíoxíðlosun hafnanna minnkað um 1.300 tonn á ári. Telja má að miðað við 20 GWst nemi samdráttur í losun CO2 frá höfnum um 6.000 tonnum árlega,“ segir í svari ráðuneytisins.

Þá segir að hægt sé að grípa til fleiri aðgerða til að auka árangur á þessu viði og sérstaklega tilgreint að hluti af orkuþörf skipa í höfn sé vegna hitunar. „Enn er hægt að bæta við bæði með raforku en ekki síður hitaveitulögnum þar sem heitt vatn er til staðar. Þá eru möguleikar á því að koma upp raftengingum fyrir farmflutningaskip á föstum viðkomustöðum þeirra.“

Krefst stöðugrar norkunar

Þar sem rafvæðing hafna hefur átt sér stað hefur fyrst og fremst verið komið upp lágspennuinnviðum og er í aðgerðaáætluninni frá 2020 vakin athygli á að fáir staði bjóða tengingar fyrri skip sem hafa aflþörf yfir 500 kílóvöttum, eins og til að mynda skemmtiferðaskip. Talin var þörf á að greina möguleika á uppsetningu háspennuinnviða í höfnum út frá ávinningi og kostnaði. Auk þess var talin þörf á að athuga hagkvæmni þess að eiga varaafl í höfnum til að mæta sveiflukenndri notkun.

„Það hefur ekki farið fram formlegt mat á vegum ráðuneytisins eða stofnana þess,“ svarar ráðuneytið spurningu um það hvort greining á þessum þáttum hafi farið fram.

Reykur liðast upp úr strompi skemmtiferðaskips.
Reykur liðast upp úr strompi skemmtiferðaskips. mbl.is/Árni Sæberg

„Faxaflóahafnir eru eina höfnin sem er komin með háspennutengingu á hafnarbakka þar sem er nokkuð stöðug notkun, fyrst og fremst farmflutningaskipa, þar með talið frystiskipa. Sú tenging getur einnig þjónað smáum farþegaskipum,“ segir í svarinu. Ber þó að minnast á að Síldarvinnslan hefur komið upp háspennutengingu fyrir uppsjávarskip í Neskaupstað.

Ráðuneytið kveðst eiga aðild að alþjóðlegum verkefnum sem snúa að „háspennu landtengingum til hafna þar sem notkun er stopul, til dæmis aðeins lítinn hluta úr ári, sem sagt til farþegaskipa/skemmtiferðaskipa og þar hefur niðurstaðan almennt verið sú að öflugar raftengingar séu einungis fýsilegar í stórum höfnum með reglulega notkun (daglega) þannig að þær eigi smugu á því að standa undir sér. Umræðan meðal annars á Norðurlöndunum er því að krafan um losun verði sett á skipin, það er þau verði að ganga fyrir vistvænni orku í og við hafnir.“

Opnað á gjaldtöku

Þá telur ráðuneytið einnig mögulegt að ná frekari samdrætti í losun með því að veita hafnaryfirvöldum frekari heimildir til innheimtu umhverfisgjalda, svo sem til að mynda losunargjöld.

Tillaga að slíkum gjöldum er að finna í frumvarpi til hafnalaga sem var til umsagnar samráðsgátt stjórnvalda í mars.

Spara 300 þúsund lítra á ári

Í Norðfjarðarhöfn var á síðasta ári komið upp 500 kílóvatta háspennutengingu fyrir uppsjávarskipin sem þar landa. Með henni fá skipin raforku úr landi til að kæla aflann, dæla honum á land og sinna annarri raforkunotkun um borð meðan á löndun stendur í stað þess að framleiða orku með vélbúnaði sem nýtir olíu sem orkugjafa.

Börkur NK landtengdur í Norðfjarðarhöfn.
Börkur NK landtengdur í Norðfjarðarhöfn. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Vilhelm Þorsteinsson EA, Börkur NK og Beitir NK eru með búnað sem gerir þeim kleift að nýta þessa tengingu við löndun. Þegar öll uppsjávarskip sem landa í Neskaupstað verða komin með tilheyrandi búnað má gera ráð fyrir að olíunotkun minnki um 300 þúsund lítra á ári.

Síldarvinnslan hafði frumkvæði að verkefninu en hlaut 19,5 milljónir króna í styrk úr Orkusjóði vegna framkvæmdanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,63 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,86 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 920 kg
Þorskur 93 kg
Samtals 1.013 kg
19.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 641 kg
Ufsi 240 kg
Karfi 229 kg
Samtals 1.110 kg
19.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 691 kg
Þorskur 170 kg
Samtals 861 kg
19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,63 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,86 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 920 kg
Þorskur 93 kg
Samtals 1.013 kg
19.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 641 kg
Ufsi 240 kg
Karfi 229 kg
Samtals 1.110 kg
19.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 691 kg
Þorskur 170 kg
Samtals 861 kg
19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg

Skoða allar landanir »