„Gaman væri að koma á flottri þararækt á svæðinu“

„Gaman væri náttúrulega ef hægt væri að koma á flottri …
„Gaman væri náttúrulega ef hægt væri að koma á flottri þararækt á svæðinu og tala nú ekki um ef það væri umhverfinu til góða,“ segir Oddur Þór Rúnarsson, einn tveggja eigenda Nordic Kelp sem stefnir á þararækt í Patreksfirði. Ljósmynd/Aðsend

Nordic Kelp kannar nú möguleika á ræktun beltisþara í Patreksfirði en um er að ræða grein á algjöru frumstigi hér á landi en bundnar eru miklar vonir við ræktunina, ekki síst þar sem slík rækt getur gegnt hlutverki hreinsunarsíu fyrir nærliggjandi sjókvíaeldi.

„Við erum núna byrjuð að vakta, taka sýni og lesa af mælum sem eru á búnaðinum sem við settum út í haust. Framhaldið er að fylgjast með og halda áfram að gera mælingar á ræktun- inni,“ svarar Oddur Þór Rúnarsson, einn tveggja eigenda Nordic Kelp, spurður hver staða ræktunarinnar sé.

Rekja má hugmyndina um ræktun stórþörunga í Patreksfirði til vaxtar laxeldis á Vestfjörðum, að sögn Odds sem rekur Nordic Kelp ásamt meðeiganda sínum, Víkingi Ólafssyni. „Fræðimenn vilja meina það að til þess að lágmarka umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi er hægt að beita þara-, skeldýra- og lindýraeldi sem er þá náttúrulegt síukerfi fyrir úrgang sem fellur til vegna laxeldis,“ útskýrir Oddur. „Rannsóknir sýna líka að þari sem er ræktaður í návígi við laxeldi vex mun hraðar af því að úrgangurinn sem fellur til í opnu sjókvíaeldi er eins og áburður fyrir þarann. Þannig að ef þú ert í áhrifasvæði eldisins ertu að fá betri vöxt.“

Hugsunin er að beltisþararæktin geti unnnið með laxeldinu í Patreksfirði.
Hugsunin er að beltisþararæktin geti unnnið með laxeldinu í Patreksfirði. mbl.is/Helgi Bjarnason

Upphaf ræktunarinnar hefur átt sér þó nokkurn aðdraganda og krafðist það töluverðrar rannsóknarvinnu af hálfu félaganna. „Veturinn 2018 til 2019 lá ég mikið yfir þessu og held að ég hafi ekki lesið annað en þaraskýrslur. Um haustið 2019 settum við út fyrstu prufulínuna sem við ræktuðum sjálfir á og fylgdumst með því.“

Oddur segir Nordic Kelp hafa ítrekað sótt um þróunarstyrk í umhverfissjóð sjókvíaeldis en enginn styrkur hafi fengist í verkefnið. Hins vegar hafi verið góður stuðningur meðal eldisfyrirtækjanna. „Þeir eru bara hlynntir þessu og eru allir af vilja gerðir og hafa sótt um með okkur í umhverfissjóð sjókvíaeldis. Þeim finnst þetta skemmtileg og spennandi pæling.“

Breyttist með Akvahub

Tilraun vestfirsku frumkvöðlanna tók hins vegar stakkaskiptum þegar norska fyrirtækið Akvahub tengdist verkefninu, en fyrirtækið sérhæfir sig í þróun nýsköpunarfyrirtækja með áherslu á sjálfbærniverkefni og býður samstarfsaðilum sérfræðiþekkingu og tengslanet á sviði rannsókna. Oddur segir samband við norska félagið hafa komið til fyrir tilstilli Vestfjarðastofu og stóð Nordic Kelp nú til boða að taka þátt í rannsóknarverkefni NORA í samstarfi við Akvahub.

Í ljósi þess að ekki virtist fást styrkur til verkefnisins hér á landi þótti kjörið að láta á þetta reyna og sjá hvert það myndi leiða segir Oddur. „Enda fær maður í gegnum þetta tengslanetið og þekkinguna – maður fær að vera í hringiðunni og fylgjast með hvað sé að gerast í þessum geira og hvert hann stefnir.“

Markmið NORA-verkefnisins er að kortleggja hentugar staðsetningar og staðla búnað til ræktunar stórþörunga á Íslandi, Grænlandi og í Noregi. Þessi kortlagning fer þannig fram að notaður sé sami búnaður og sömu aðferðir í löndunum þremur til að geta greint mismuninn á ræktunarsvæðunum.

Ræktunarbúnaður fyrir beltisþararækt berst til Grænlands á síðasta ári.
Ræktunarbúnaður fyrir beltisþararækt berst til Grænlands á síðasta ári. Ljósmynd/Akvahub

Miklar mælingar

Vorið 2021 var tekin móðurplanta af heilbrigðum beltisþara í Patreksfirði og send til Hollands í ræktun. „Við sendum sýni af okkar þara út í greiningu til að athuga hvort okkar afbrigði sé eitthvað frábrugðið afbrigðunum í Noregi eða Grænlandi. Við erum öll með beltisþara en það er beltisþari frá hverjum stað. Við erum með beltisþara úr Patreksfirði og í Noregi eru þeir með þara úr þeim firði sem ræktunin fer fram í,“ útskýrir Oddur. Mikilvægt þykir að nýta plöntur af hverju svæði fyrir sig til að raska lífríkinu sem minnst.

Í nóvember síðastliðnum voru síðan línur lagðar út í Patreksfirði og eru belgirnir á yfirborðinu sýnilegir undir Raknadalshlíðinni. En hvað er verið að mæla?

„Nú erum við með skynjara á línunni og erum meðal annars að mæla halla til að meta straumstefnu, þannig að við getum búið til líkön út frá þeim upplýsingum. Við erum einnig að mæla seltuna í sjónum, súrefni og ljósmagn – sem sagt á hvaða árstíma er mesta ljósið og hve mikið ljósmagn fer niður á tveggja metra dýpi og fimm metra dýpi. Við förum reglulega og lesum af mælunum og sendum upplýsingarnar til Noregs þar sem þær eru greindar af Akvahub.“

„Þegar er kominn almennilegur vöxtur á línurnar förum við að mæla hann og verður hann borinn saman við vöxt á sams konar ræktunarstöðvum á Grænlandi og í Noregi í þeim tilgangi að athuga hvort þeir séu að glíma við sömu vandræði og við og hvort við séum með betri vöxt,“ segir Oddur.

Vinsældir þaraafurða til manneldis aukast ár frá ári á Vesturlöndum að sögn Odds sem segir mikla vakningu vera að eiga sér stað. Þararækt er hins vegar ekki ný af nálinni þótt hún hafi ekki verið stunduð lengi í Evrópu og hefur þari verið ræktaður í aldir í Asíu.

Með auknum vinsældum þaraafurða hefur meðal annars verið sótt í villta þaraskóga en þeir teljast til mikilvægra búsvæða fyrir svil og aðrar lífverur og hefur því áhersla aukist á ræktun. Oddur telur hins vegar ekki ástæðu til að að óttast þaraskurð sem framkvæmdur er hér á landi þar sem hann sé langt innan við þolmörk.

Spurður hvert sé endamarkmiðið með ræktuninni, svarar Oddur að það sé eitthvað sem sé í stöðugri þróun enda enn þá töluverður fjöldi óvissuþátta til staðar.

„Gaman væri náttúrulega ef hægt væri að koma á flottri þararækt á svæðinu og tala nú ekki um ef það væri umhverfinu til góða með því að taka upp eitthvað af þessum úrgangi sem fellur til vegna sjókvíaeldis. Við verðum að láta tímann leiða það í ljós hvað verður og hvort eitthvað verður. Þetta er þróunarverkefni á tilraunastigi og ágætis hobbí eins og er,“ segir Oddur að lokum.

Nýttur í margar aldir

„Beltisþari (Laminaria saccharina) telst til brúnþörunga (Fucophyceae). Hann finnst allt í kringum landið og vex neðst í fjöru og allt niður á 25 metra dýpi. Kjörbotngerð beltisþarans er malarbotn. Á heimsvísu vex hann allt í kringum norðurhvel jarðar frá Norður-Rússlandi og Skandinavíu suður til Galisíu á Spáni. Beltisþari er algengur í fjörum bæði við Bretlandseyjar og á Írlandi,“ segir um beltisþara á á vísindavef Háskóla Íslands.

Þar er meðal annars vísað í rit Karls Gunnarssonar um þara en þar segir: „Beltisþarinn hefur heilt óklofið blað sem situr á tiltölulega stuttum stilk. Á einstaklingum sem vaxa á skjólstæðum stöðum er yfirborðið stundum slétt en blaðjaðrarnir oftast bylgjóttir. Beltisþarinn getur orðið meira en 5 metra langur og blaðið rúmur metri á lengd. Algengast er hins vegar að blaðið á fullvöxnum beltisþara sé 1,5 til 2,0 metrar á lengd og 20 til 30 cm á breidd. Stilkur beltisþara er sívalur og heill í gegn. Hann er oftast á bilinu 20 til 100 cm á lengd.“

Þaraskóga má finna víða við íslandsstrendur.
Þaraskóga má finna víða við íslandsstrendur. Ljósmynd/Sjáfarlíf/Erlendur Bogason

Á vef fyrirtækisins Irish Seaweed er saga notkunar beltisþara rakin og segir þar að þarinn hafi haft tilhneigingu til að mýkjast þegar raki eykst og verður þurr og stökkur þegar raki minnkar. Var hann því í aldir notaður til að spá fyrir um veðrið – eins konar loftvog fátæka mannsins.

Beltisþara var einnig safnað á ströndum víða ásamt öðru þangi og þara sem rak á land og notaður sem áburður.

„Á Orkneyjum í Skotlandi, nánar til tekið á Norður-Ronaldsay, er sauðfjártegund sem étur þara nokkra mánuði á ári hverju, sérstaklega beltisþara, og gefur þetta kjötinu sætt bragð,“ er fullyrt á vef írska fyrirtækisins. „Þegar beltisþari þornar kemur sykurinn (mannitól) innan úr plöntunni upp á yfirborðið – þetta myndar hvítt duft á yfirborði plöntunnar.“

Í dag er beltisþari aðallega notaður til manneldis sem sjávargrænmeti eða efni tekin úr þaranum og nýtt í snyrtivöruiðnaðinum fyrir húðvörur af ýmsum toga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.22 354,70 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.22 435,14 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.22 400,21 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.22 383,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.22 197,02 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.22 221,57 kr/kg
Djúpkarfi 1.7.22 213,00 kr/kg
Gullkarfi 1.7.22 291,18 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.22 Denni SH-147 Grásleppunet
Grásleppa 2.390 kg
Samtals 2.390 kg
2.7.22 Hafaldan EA-190 Handfæri
Ufsi 1.834 kg
Samtals 1.834 kg
2.7.22 Björn EA-220 Þorskfisknet
Ufsi 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
2.7.22 Fýll ÍS-412 Sjóstöng
Þorskur 113 kg
Samtals 113 kg
2.7.22 Svanur BA-413 Sjóstöng
Þorskur 136 kg
Samtals 136 kg
2.7.22 Dílaskarfur ÍS-418 Sjóstöng
Þorskur 85 kg
Samtals 85 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.22 354,70 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.22 435,14 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.22 400,21 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.22 383,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.22 197,02 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.22 221,57 kr/kg
Djúpkarfi 1.7.22 213,00 kr/kg
Gullkarfi 1.7.22 291,18 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.7.22 Denni SH-147 Grásleppunet
Grásleppa 2.390 kg
Samtals 2.390 kg
2.7.22 Hafaldan EA-190 Handfæri
Ufsi 1.834 kg
Samtals 1.834 kg
2.7.22 Björn EA-220 Þorskfisknet
Ufsi 1.020 kg
Samtals 1.020 kg
2.7.22 Fýll ÍS-412 Sjóstöng
Þorskur 113 kg
Samtals 113 kg
2.7.22 Svanur BA-413 Sjóstöng
Þorskur 136 kg
Samtals 136 kg
2.7.22 Dílaskarfur ÍS-418 Sjóstöng
Þorskur 85 kg
Samtals 85 kg

Skoða allar landanir »