Lystisnekkja í gervi rannsóknaskips

Nansen Explorer býður lúxusferðir um norðurslóðir.
Nansen Explorer býður lúxusferðir um norðurslóðir. mbl.is/Árni Sæberg

Norska haf­rann­sókna­skipið Nan­sen Explor­er hef­ur vakið nokkra at­hygli í Reykja­vík síðustu daga þar sem það ligg­ur við bryggju. Skipið er hins veg­ar ekki leng­ur í notk­un sem rann­sókna­skip held­ur hef­ur því verið breytt í lúks­ussnekkja fyr­ir efna­meiri farþega.

Nan­sen Explor­er var smíðað 1983 af Val­met­in Lai­vateoll­isu­us O/​Y í Åbo í Finn­landi fyr­ir Sov­ét­rík­in og er 71,6 metra á lengd og 12,8 metra að breidd. Það gekk í gegn­um nokk­ur eigna­skipti í Rússlandi frá því að Sov­ét­rík­in féllu en var keypt af lands­stjóra­embætt­inu á Sval­b­arða 2003 og síðan af bresku sjó­mæl­inga­fyr­ir­tæki 2014.

Her­berg­in um borð eru ekki ama­leg.
Her­berg­in um borð eru ekki ama­leg. Ljósmynd/Nansen Polar Expeditions

Árið 2020 var skipið síðan keypt af ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­inu Nan­sen Pol­ar Exped­iti­ons (sem dreg­ur nafn sitt frá norska land­könnuðinum Fridtjof Nan­sen). Um­tals­verðar breyt­ing­ar voru gerðar á skip­inu sem áður gat tekið 60 farþega og get­ur það nú aðeins hýst 12 gesti í sjö svít­um. Um borð er bar, veit­inga­hús, lík­ams­rækt og þyrlupall­ur, svo fátt sé nefnt.

Skipið er hannað til að tak­ast á við haf­ís og get­ur því farið með ferðalanga inn á mest krefj­andi svæðin á Norður­slóðum og í kring­um Suður­skautið.

Boðið er upp á al­skyns afþrey­ingu.
Boðið er upp á al­skyns afþrey­ingu. Ljósmynd/Nansen Polar Expeditions

Tækifæri fyrir Hafró?

Gæti rann­sókna­skipið Bjarni Sæ­munds­son fengið end­ur­nýjaða lífdaga með sam­bæri­leg­um hætti Haf­rann­sókna­stofn­un til tekju­öfl­un­ar? „Þetta er áhuga­verð spurn­ing,“ svar­ar Þor­steinn Sig­urðsson, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­unn­ar, og hlær. „Þetta er ekki versta hug­mynd sem ég hef heyrt.“

Hann upp­lýs­ir að þegar hafi fjár­málaráðherra verið veitt heim­ild til að selja skipið þegar nýtt kem­ur og því fátt sem bend­ir til að stofn­un­in noti það frek­ar. Það er hins veg­ar mögu­legt að áhuga­sam­ur kaup­andi gæti nýtt skipið í ferðaþjón­ustu en Bjarni Sæ­munds­son er bæði 13 árum eldri en Nan­sen Explor­er og tölu­vert minni, aðeins 55,9 metra að lengd og 10,6 metra að breidd. Tölu­verðar end­ur­bæt­ur þyrftu að vera gerðar á skip­inu, að mati Þor­steins sem seg­ir klef­ana mjög litla.

Ekki er víst að Bjarni Sæ­munds­son myndi henta í ferðaþjón­ustu …
Ekki er víst að Bjarni Sæ­munds­son myndi henta í ferðaþjón­ustu með sama sniði. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Miðinn á 700 þúsund

Eitt er þó ljóst og það er að af mynd­um að dæma er Nan­sen Explor­er hið glæsi­leg­asta og lík­lega erfitt að finna betri ferðamáta þegar Norður­slóða-æv­in­týri eru ann­ars veg­ar.

Verðmiðinn er ekki fyr­ir alla og má áætla að viku ferð mun kosta á bil­inu 700 og 1.145 þúsund á hvern farþega.

Fal­legt um­hverfi um borð í norska skip­inu.
Fal­legt um­hverfi um borð í norska skip­inu. Ljósmynd/Nansen Polar Expeditions
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,87 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,72 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.138 kg
Þorskur 89 kg
Samtals 1.227 kg
23.4.24 Brimsvala SH 262 Handfæri
Þorskur 726 kg
Samtals 726 kg
23.4.24 Þytur MB 10 Handfæri
Þorskur 691 kg
Samtals 691 kg
23.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.756 kg
Þorskur 60 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.836 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,87 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,72 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.138 kg
Þorskur 89 kg
Samtals 1.227 kg
23.4.24 Brimsvala SH 262 Handfæri
Þorskur 726 kg
Samtals 726 kg
23.4.24 Þytur MB 10 Handfæri
Þorskur 691 kg
Samtals 691 kg
23.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.756 kg
Þorskur 60 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.836 kg

Skoða allar landanir »