Keyptu Argus vegna verkefna á Grænlandi

Danska skipið Argus hefur verið áberandi í Reykjavíkurhöfn en Skipaþjónustan …
Danska skipið Argus hefur verið áberandi í Reykjavíkurhöfn en Skipaþjónustan hefur keypt það vegna verkefna á Grænlandi. mbl.is/Árni Sæberg

Skipið Argus hefur vakið töluverða athygli í Reykjavíkurhöfn undanfarnar vikur enda stórt, málað áberandi rauðum lit og búið sérstökum krana á þilfari. Skipaþjónustan festi kaup á skipinu 9. febrúar og mun það ásamt Mars (gamla Kleifabergi) sinna rannsóknaleiðangri til Grænlands þar sem leitað verður verðmætra málma, en Mars sinnti slíkum verkefnum á norðausturströnd Grænlands síðasta sumar.

„Við erum að þjónusta þennan iðnað sem er að koma undir sig fótum. Það er verið að taka sýni og þess háttar,“ segir Ægir Örn Valgeirsson framkvæmdastjóri Skipaþjónustunnar. Hann segir að í ár sé einfaldlega meira um að vera og það hafi kallað á annað skip, Argus hafi mikla kosti þegar Grænlandsverkefni séu annars vegar. „Hann er sérhannaður fyrir ísinn. Hann er í ísklassa og fer bara upp á ísinn og brýtur hann undir sér. Hann er smíðaður fyrir dönsk stjórnvöld á sínum tíma fyrir siglingar við Grænland, fara með vistir og vera baujuskip.“

Ægir Örn segir ekki hafa þurft að breyta skipinu mikið, en að gripið hafi verið til nokkurra lagfæringa. „Argus er bara klár í allt sem hann er að fara að gera núna. Svo seinna erum við að fara að taka ferðamenn líka á Argusi. Hann hentar vel undir það.“

Argus, sem er 68 metra að lengd og 12 metra að breidd, var smíðaður 1971 af Svendborg skibsværft og maskinbyggeri í Danmörku fyrir vitastofnun landsins, Fyr- og Vagervæsenet. Skipið var hannað með það fyrir sjónum að það myndi sinna viðhaldi og eftirliti með baujum og vitum í lögsögu Danmerkur og Grænlands og sinnti slíkum verkefnum í rúma þrjá áratugi.

Árið 2005 var skipið selt úthafsþjónustufélaginu Esvagt, dótturfélagi Maersk, og hlaut nafnið Esvagt Alpha. Sinnti það flutningi starfsmanna olíuborpalla til og frá landi í Norðursjó þar til stærra og yngra skip, Esvagt Beta, leysti það af hólmi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.8.22 624,60 kr/kg
Þorskur, slægður 9.8.22 589,01 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.8.22 494,77 kr/kg
Ýsa, slægð 9.8.22 444,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.8.22 206,86 kr/kg
Ufsi, slægður 9.8.22 228,82 kr/kg
Djúpkarfi 4.8.22 262,00 kr/kg
Gullkarfi 9.8.22 494,95 kr/kg
Litli karfi 8.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.8.22 366,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.8.22 Júlli Páls SH-712 Handfæri
Makríll 4.918 kg
Samtals 4.918 kg
9.8.22 Hlökk ST-066 Landbeitt lína
Ýsa 5.627 kg
Þorskur 2.959 kg
Steinbítur 84 kg
Hlýri 36 kg
Langa 10 kg
Ufsi 10 kg
Skarkoli 5 kg
Keila 3 kg
Gullkarfi 3 kg
Samtals 8.737 kg
9.8.22 Sæbjörg EA-184 Þorskfisknet
Þorskur 1.715 kg
Samtals 1.715 kg
9.8.22 Jón Magg ÓF-047 Handfæri
Ufsi 582 kg
Samtals 582 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.8.22 624,60 kr/kg
Þorskur, slægður 9.8.22 589,01 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.8.22 494,77 kr/kg
Ýsa, slægð 9.8.22 444,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.8.22 206,86 kr/kg
Ufsi, slægður 9.8.22 228,82 kr/kg
Djúpkarfi 4.8.22 262,00 kr/kg
Gullkarfi 9.8.22 494,95 kr/kg
Litli karfi 8.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.8.22 366,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.8.22 Júlli Páls SH-712 Handfæri
Makríll 4.918 kg
Samtals 4.918 kg
9.8.22 Hlökk ST-066 Landbeitt lína
Ýsa 5.627 kg
Þorskur 2.959 kg
Steinbítur 84 kg
Hlýri 36 kg
Langa 10 kg
Ufsi 10 kg
Skarkoli 5 kg
Keila 3 kg
Gullkarfi 3 kg
Samtals 8.737 kg
9.8.22 Sæbjörg EA-184 Þorskfisknet
Þorskur 1.715 kg
Samtals 1.715 kg
9.8.22 Jón Magg ÓF-047 Handfæri
Ufsi 582 kg
Samtals 582 kg

Skoða allar landanir »