Fyrsti steypti prammi landsins á Fáskrúðsfirði

ScaleAQ hefur afhent fyrsta fóðurpramma sinnar tegundar, en aldrei áður …
ScaleAQ hefur afhent fyrsta fóðurpramma sinnar tegundar, en aldrei áður hafa verið nýttir steyptir prammar hér á landi. Ljósmynd/ScaleAQ

„Við hjá ScaleAQ erum stolt af því að afhenda Fiskeldi Austfjarða/Löxum fyrsta steypta fóðurprammann sem tekinn er í notkun á Íslandi,“ segir Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Scale AQ á Íslandi. Fóðurpramminn sem um ræðir hefur fengið nafnið Sandey og verður til sýnis við höfnina á Fáskrúðsfirði um helgina, nánar til tekið laugardag milli tíu og tvö.

Sandey er ekkert smáræði og getur tekið allt að 600 tonnum af fóðri í fóðursíló. Auk þess sem 100 tonn af fóðri komast fyrir í geymslulest sem er 20 sinnum 40 metrar að stærð og rúmar allt að 130 rúmmetra af meltu. Höskuldur segir prammann búinn öllum helstu tækninýjungum hvað fóðurkerfi varðar, en bæði kerfið fyrir fóðrun og pramminn sjálfur eru að öllu leyti fjarstýrð.

Steyptur fóðurprammi er talinn mjög stöðugur í sjó og hefur hátt ölduþol sem gerir að verkum að hann hentar vel fyrir þær krefjandi aðstæður sem geta skapast við Íslandsstrendur, útskýrir Höskuldur. „Þá hefur steyptur prammi þann ótvíræða kost að hann þarf ekki að taka úr sjó reglulega til viðhalds, hreinsunar og málunar. Hann hefur því langan og órofinn starfstíma.

Steyptur fóðurprammi er sagður hafa mikla kosti fram yfir fljótandi. …
Steyptur fóðurprammi er sagður hafa mikla kosti fram yfir fljótandi. Meðal annars hefur hann hátt ölduþol og þarf minna viðhald. Ljósmynd/ScaleAQ

Minni olíunotkun

Hann fullyrðir að Sandey þurfi 60% minna af olíu þar sem pramminn er gengur fyrri tengiltvinnkerfi sem hefur þá kosti að draga úr losun og stuðli að lengri endingu vélabúnaðar. „Sandey er öflug viðbót við þann góða búnað sem fyrir er hjá Fiskeldi Austfjarða/Löxum og mun styrkja fyrirtækið enn frekar til að takast á við þann vöxt sem fram undan er í fiskeldinu á Austfjörðum,“ segir Höskuldur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.5.22 370,73 kr/kg
Þorskur, slægður 25.5.22 461,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.5.22 451,56 kr/kg
Ýsa, slægð 25.5.22 359,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.5.22 208,00 kr/kg
Ufsi, slægður 25.5.22 195,41 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.22 152,00 kr/kg
Gullkarfi 25.5.22 352,64 kr/kg
Litli karfi 24.5.22 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.4.22 48,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.5.22 Bára HF-078 Handfæri
Þorskur 375 kg
Samtals 375 kg
25.5.22 Erla AK-052 Handfæri
Þorskur 471 kg
Ufsi 73 kg
Langa 2 kg
Samtals 546 kg
25.5.22 Fagra Fríða AK-044 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 101 kg
Ýsa 2 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 534 kg
25.5.22 Snarfari AK-017 Handfæri
Þorskur 754 kg
Samtals 754 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.5.22 370,73 kr/kg
Þorskur, slægður 25.5.22 461,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.5.22 451,56 kr/kg
Ýsa, slægð 25.5.22 359,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.5.22 208,00 kr/kg
Ufsi, slægður 25.5.22 195,41 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.22 152,00 kr/kg
Gullkarfi 25.5.22 352,64 kr/kg
Litli karfi 24.5.22 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.4.22 48,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.5.22 Bára HF-078 Handfæri
Þorskur 375 kg
Samtals 375 kg
25.5.22 Erla AK-052 Handfæri
Þorskur 471 kg
Ufsi 73 kg
Langa 2 kg
Samtals 546 kg
25.5.22 Fagra Fríða AK-044 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 101 kg
Ýsa 2 kg
Gullkarfi 1 kg
Samtals 534 kg
25.5.22 Snarfari AK-017 Handfæri
Þorskur 754 kg
Samtals 754 kg

Skoða allar landanir »