Fjögur verkefni hlutu styrk úr Rannsóknasjóði síldariðnaðarins á ársfundi Smataka fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir viku. Hvert þessara verkefna hlaut þrjár milljónir króna.
Á vef Hafrannsóknastofnunar er vakin athygli á því að sjávarlífveruvefsíða stofnunarinnar hafi verið eitt þeirra verkefna sem fékk styrk og er verkefnisstjóri þess Svanhildur Egilsdóttir. Nýta á styrkin til að efla efni síðunnar.
Þá hlaut einnig margmiðlunarverkefni um konur í sjávarútvegi styrk. Verkefnisstjóri verkefnisins er Árni Gunnarsson og samstarfsaðilarnir Skotta ehf., Árskóli og Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra.
„Hvað er í hafinu?“ var einnig styrkt um þrjár milljónir og fjallar verkefnið um skipsflök og landslag í hafi. Guðrún Arndís Jónsdóttir stýrir verkefninu sem er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri, Sjávarútvegsmiðstöðvar, Unnar Ægis ehf., Erlends Bogasonar kafara og fleirri aðila.
Birgir Þór Runólfsson og Ragnar Árnason í samstarfi við Háskóla Íslands og Hafrannsóknir sf. fengu styrk vegna verkefnisins „Saga fiskveiðistjórnunar á Íslandsmiðum í 80 ár“.