80 þúsund tonna laxasláturhús á Patreksfirði

Arnarlax stefnir að því að koma upp stóru laxasláturhúsi á …
Arnarlax stefnir að því að koma upp stóru laxasláturhúsi á Patreksfirði sem getur unnið allt að 80 þúsund tonn. Mynd/Arnarlax

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing á milli Arnarlax og Vesturbyggðar um uppbyggingu nýs hátæknivinnsluhúss fyrir eldisfisk í Vesturbyggð, svo fremi sem samningar nást og allar forsendur standast.

Fram kemur í tilkynningu að samkvæmt viljayfirlýsingunni hyggist Arnarlax reisa nýtt atvinnuhúsnæði á Vatnseyri á Patreksfirði þar sem áætlað er að starfi um 100 manns. Gert er ráð fyrir að unnt verði að vinna allt að 80.000 tonn af eldisfiski í húsinu.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvenær framkvæmdir geti hafist. Næstu skref eru að ljúka við gerð samninga, teikna upp nýtt deiliskipulag svæðisins og undirbúa framkvæmdir með niðurrifi, flutningi á núverandi starfsemi og uppbyggingu frekari innviða á svæðinu. Jafnframt verður skoðað nánar hvernig núverandi innviðir félagsins á Bíldudal nýtast nærsamfélaginu og fyrirtækinu sem best til áframhaldandi uppbyggingar.

Samkvæmt áformunum verður eldra húsnæði Straumness, sem stendur á lóðinni, rifið og móttökusvæði fyrir úrgang verði flutt. „Gert er ráð fyrir uppbyggingu stórskipakants við Patrekshöfn, uppsetningu biðkvía við höfnina, auk þess sem gerður verði langtímasamningur um greiðslur til sveitarfélagsins í formi aflagjalda,“ segir í tilkynningunni.

Ekkert varð af samstarfi

Um tíma stóð til að Arctic Fish og Arnarlax myndi koma upp sameiginlegu sláturhúsi á Flateyri, en mistök við gerð lóðarleigusamnings gerði það að verkum að afnotaréttur af lóð undir húsnæði Arctic Fish var í höndum samkeppnisaðilans ÍS47 ehf.

Eftir að ljóst varð að ekkert yrði af sameiginlegu sláturhúsi keypti Arctic Fish, í gegnum dótturfélag sitt, nýbyggingu Fiskmarkaðs Bolungarvíkur að Brimbrjótsgötu 12 í Bolungarvík. Þar hyggst fyrirtækið koma upp laxasláturhúsi, en fyrirtækið hefur talið nauðsynlegt að stöðva þurfi vöxt ef sláturgeta vex ekki í takti við framleiðsluaukninguna.

Þá stefnir Arnarlax, eins og fyrr segir, að því að stækka framleiðsluna á Patreksfirði í kjölfar þess að ekkert varð úr sameiginlegri slátrun á Flateyri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.6.22 414,10 kr/kg
Þorskur, slægður 30.6.22 477,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.6.22 380,07 kr/kg
Ýsa, slægð 30.6.22 434,48 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.6.22 215,79 kr/kg
Ufsi, slægður 30.6.22 236,72 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 30.6.22 222,23 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.6.22 Skotta SK-138 Handfæri
Þorskur 268 kg
Gullkarfi 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 273 kg
30.6.22 Ólafur Magnússon HU-054 Handfæri
Þorskur 13 kg
Samtals 13 kg
30.6.22 Húni SF-017 Handfæri
Þorskur 525 kg
Ufsi 441 kg
Samtals 966 kg
30.6.22 Sæberg NS-059 Handfæri
Þorskur 395 kg
Samtals 395 kg
30.6.22 Ólafur ST-052 Handfæri
Þorskur 594 kg
Samtals 594 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.6.22 414,10 kr/kg
Þorskur, slægður 30.6.22 477,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.6.22 380,07 kr/kg
Ýsa, slægð 30.6.22 434,48 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.6.22 215,79 kr/kg
Ufsi, slægður 30.6.22 236,72 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 30.6.22 222,23 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.6.22 Skotta SK-138 Handfæri
Þorskur 268 kg
Gullkarfi 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 273 kg
30.6.22 Ólafur Magnússon HU-054 Handfæri
Þorskur 13 kg
Samtals 13 kg
30.6.22 Húni SF-017 Handfæri
Þorskur 525 kg
Ufsi 441 kg
Samtals 966 kg
30.6.22 Sæberg NS-059 Handfæri
Þorskur 395 kg
Samtals 395 kg
30.6.22 Ólafur ST-052 Handfæri
Þorskur 594 kg
Samtals 594 kg

Skoða allar landanir »